Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2019 22:00 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar frá troðfullum sal á Reykhólum í gærkvöldi lýsa vel hversu heitt þetta mál brennur á Vestfirðingum en meðal annars var selt í rútuferð frá Tálknafirði. Fólkið þar ók 180 kílómetra, hvora leið, yfir fimm fjallvegi og það í hvassviðri til að komast á kynningarfund Vegagerðarinnar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu málsins með fréttamönnum í dag og það er auðheyrt að þeir óttast verulegar tafir kjósi sveitarstjórn Reykhólahrepps að hafna Teigsskógarleið og velja Reykhólaleið í staðinn. „Við höfum lagt mat á það að það gætu verið tvö til þrjú ár. En það verður bara að hafa í huga að þessi leið er ófjármögnuð. Þannig að það er algerlega óljóst hvernig það yrði. Eins og staðan er í dag þá höfum við hjá Vegagerðinni ekki fjármuni til að hefja þetta verk ef það yrði niðurstaðan þannig að þetta er bara óljóst,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Frá fundinum í Reykhólaskóla í gærkvöldi.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson.Teigsskógarleiðin er fullfjármögnuð en Bergþóra segir að Vegagerðin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fjármunir yrðu nýttir annarsstaðar, verði þeirri leið hafnað. „Við myndum þá reyna að flýta verkum og þá væntanlega á Vestfjörðum,“ segir vegamálastjóri. Brýn nauðsyn sé á vegabótum um allt Ísland og engin vandræði að nota peningana. -Mynduð þið vilja flýta Dynjandisheiðinni? „Það kemur vel til álita og við höfum áhuga á að flýta henni eins og kostur er. En eins og ég segi: Við erum bara að vinna þetta verk miðað við að það komist í framkvæmd þannig að við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við ætlum að gera við þessa peninga.“ Samkvæmt lögum hefur Vegagerðin heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn, kjósi hreppurinn dýrari leið. Bergþóra segir að sú spurning sé þó bara fræðileg, enda ljóst að engin greiðslugeta sé í svo litlu sveitarfélagi að takast á við svona framkvæmdir. Fjórir milljarðar séu veruleg fjárhæð. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar frá troðfullum sal á Reykhólum í gærkvöldi lýsa vel hversu heitt þetta mál brennur á Vestfirðingum en meðal annars var selt í rútuferð frá Tálknafirði. Fólkið þar ók 180 kílómetra, hvora leið, yfir fimm fjallvegi og það í hvassviðri til að komast á kynningarfund Vegagerðarinnar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu málsins með fréttamönnum í dag og það er auðheyrt að þeir óttast verulegar tafir kjósi sveitarstjórn Reykhólahrepps að hafna Teigsskógarleið og velja Reykhólaleið í staðinn. „Við höfum lagt mat á það að það gætu verið tvö til þrjú ár. En það verður bara að hafa í huga að þessi leið er ófjármögnuð. Þannig að það er algerlega óljóst hvernig það yrði. Eins og staðan er í dag þá höfum við hjá Vegagerðinni ekki fjármuni til að hefja þetta verk ef það yrði niðurstaðan þannig að þetta er bara óljóst,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Frá fundinum í Reykhólaskóla í gærkvöldi.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson.Teigsskógarleiðin er fullfjármögnuð en Bergþóra segir að Vegagerðin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fjármunir yrðu nýttir annarsstaðar, verði þeirri leið hafnað. „Við myndum þá reyna að flýta verkum og þá væntanlega á Vestfjörðum,“ segir vegamálastjóri. Brýn nauðsyn sé á vegabótum um allt Ísland og engin vandræði að nota peningana. -Mynduð þið vilja flýta Dynjandisheiðinni? „Það kemur vel til álita og við höfum áhuga á að flýta henni eins og kostur er. En eins og ég segi: Við erum bara að vinna þetta verk miðað við að það komist í framkvæmd þannig að við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við ætlum að gera við þessa peninga.“ Samkvæmt lögum hefur Vegagerðin heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn, kjósi hreppurinn dýrari leið. Bergþóra segir að sú spurning sé þó bara fræðileg, enda ljóst að engin greiðslugeta sé í svo litlu sveitarfélagi að takast á við svona framkvæmdir. Fjórir milljarðar séu veruleg fjárhæð.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent