Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2019 20:00 Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, telur það eina rétta í stöðunni að breyta klukkunni á Íslandi. FBL/Anton Brink Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segist ekki átta sig á tillögum sem forsætisráðuneytið hefur sett fram vegna hugmynda um að færa staðartíma á Íslandi nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Hann er á því að breyta eigi klukkunni á Íslandi, hinir tveir kostirnir boði óbreytt ástand. Hann segir þetta ekki smekksmál að breyta klukkunni, það muni hafa raunveruleg áhrif á líðan fólks. Hann þekkir vel til landsins en flokkur hans, Björt framtíð, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu þar sem mælst var til þess að breyting á klukkunni yrði tekin til skoðunar. Óttar sem setti starfshóp á laggirnar sem tók til hendinni og hefur skilað þessu af sér. Óttarr ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann sagði þá tillögu hafa verið byggða á upplýsingum sem flokksmenn höfðu fengið frá sálfræðingum sem greindu frá því hvað röng hnattstaða getur haft neikvæð áhrif á þá sem eru viðkvæmir fyrir.Björtum morgnum myndi fjölga um 64 Tillagan dagaði uppi í þinginu en þegar Óttarr var gerður að heilbrigðisráðherra hitti hann fagfólk sem tók undir þetta sjónarmið og benti á rannsóknir sem höfðu verið gerðar og sýndu fram á að hvað klukka og birtustig hefur mikil áhrif á andlega líðan manna.Hann setti saman starfshóp sem skilaði af sér tillögu þess efnis að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks því sem nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um þrettán prósent, vestast á landinu, í svartasta skammdeginu, frá nóvember til janúar, og vetrardögum þar sem bjart er orðið klukkan 09 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13 prósent en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, það er í apríl og ágúst. Forsætisráðuneytið tók við niðurstöðum starfshópsins og var því heitið að taka málið lengra og liggur niðurstaðan fyrir þar sem Íslendingar eru spurðir út í þrjá valkosti. Sá fyrsti lítur að því að halda klukkunni óbreyttri en með fræðslu yrði fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. Annar kosturinn er sá að klukkunni yrði seinkað frá því sem nú er í samræmi við hnattstöðu landsins þannig að klukkan ellefu í dag yrði klukkan 10 eftir breytingu. Þriðji kosturinn er að klukkan haldist óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnanna.Óttarr Proppé var heilbrigðisráðherra árið 2017.vísir/vilhelmÓttarr sagði í Reykjavík síðdegis að hann hefði lengi verið talsmaður að breyta klukkunni og telur því í raun að eins einn kost í stöðunni, það er að breyta klukkunni. Hann sagðist ekki átta sig á hinum tillögunum og sagði þær í takt við umræðu sem þegar hefur komið fram. Til að mynda hefur skólatíma unglingadeilda í skólum sumra sveitarfélaga verið seinkað en Óttarr benti á að þá séu starfsmenn og nemendur komnir á skjön við restina af fjölskyldunni og samfélaginu og mögulega erfitt að skipuleggja sig.Þvælukenndur málflutningur á köflum Óttarr sagði að það væri um að gera að taka umræðuna og hvatti til skoðanaskipta en benti á að þegar þingsályktunartillagan var sett fram þá hefðu harðorðar aðfinnslur borist til þingsins. Hann sagði að honum þætti málflutningur andstæðinga klukkubreytingarinnar á köflum þvælukenndur. Hann sagði þetta ekki smekksmál fyrir sér, klukkubreytingin hafi raunveruleg áhrif á líðan fólks. Honum finnst þessar tillögur forsætisráðuneytisins bera þess merki að það sé full varlega stigið til jarðar. Tvær þeirra boða nánast óbreytt ástand. Hans mat er að Íslendingar eigi að gera breytingu á klukkunni, það sé eðlilegra og henti fólki vel en sagðist hafa skilning á því að svona mál taki tíma og það þurfi að bjóða upp á frekari skoðanaskipti.Skammdegið getur reynst mörgum erfitt yfir myrkustu mánuðina.Vísir/GettyÞótti heppilegra að vera nær Evrópu í tímaÍ greinargerð forsætisráðuneytisins er saga klukkubreytinga á Íslandi rakin. Frá árinu 1939 hafði klukkunni verið flýtt á sumrin og seinkað á veturna. Frá 1968 var miðað við svokallaðan sumartíma allan ársins hring. Færsla klukkunnar tvisvar á ári þótti óheppileg og ákveðið var að falla frá henni. Rökin fyrir því að miða fastan tíma árið um kring við sumartíma voru fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. Heppilegra þótti að vera nær Evrópu í tíma og talið var jákvætt að dagsbirta myndi nýtast betur á vökutíma landsmanna. Neikvæð áhrif myrkari vetrarmorgna voru talin minni en ávinningur af birtu síðdegis. Frá 1968 hefur staðartími á Íslandi miðast við miðtíma Greenwich. Er þannig misræmi milli staðartíma og sólartíma miðað við hnattræna legu landsins sem þýðir að í Reykjavík er sól hæst á lofti um kl. 13:30 en ekki um kl. 12:30 eins og vera ætti ef miðað væri við tímabelti samkvæmt hnattstöðu. Upphaflega neyðarráðstöfun Sumartími var upphaflega neyðarráðstöfun sem gripið var til í heimsstyrjöldinni fyrri. Mun Þýskaland hafa orðið fyrst ríkja til að taka hann upp, árið 1915, en ýmsar aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Með því að flýta klukkunni var talið að betra samræmi fengist milli vinnustunda og birtustunda og þannig væri hægt að spara dýrmætt eldsneyti. Flestar þjóðir felldu sumartímann niður að stríðinu loknu en í síðari heimsstyrjöldinni gripu mörg ríki til sumartímans aftur. Færsla klukkunnar tvisvar á ári var talin fela í sér sparnað í lýsingu en ókostirnir voru samt sem áður taldir vera miklir. Forsætisráðuneytið nefnir í greinargerð sinni að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur kynnt drög að tilskipun þar sem lagt er til að horfið verði frá því að breyta klukkunni tvisvar sinnum á ári í ríkjum Evrópusambandsins og þess í stað miða við sama tíma árið um kring. Er því haldið fram að mikill meirihluti almennings í ríkjum ESB sé hlynntur þeirri breytingu, eða 84 prósent samkvæmt könnun sem greint er frá í tillögunni. Umræða um tímareikning rakinÁ vef Almanaks Háskóla Íslands er saga umræðna um tímareikning rakin. Þar er meðal annars greint frá því að í kjölfar breytinganna 1968 hafi ríkt friður um tímareikninginn í aldarfjórðung. Það var svo 1994 sem fram kom þingmál þar sem lögð var til breyting, raunar í þá átt að flýta klukkunni enn frekar til að íslenskur tími væri meira í takt við tíma helstu markaðslanda okkar að sumri til og að auka framleiðni í atvinnulífinu. Í kjölfar þeirrar tillögu var lagt fram frumvarp 1995 sem var endurflutt 1998 og 2000 og þingsályktunartillaga sama efnis 2006. 2010 kom fram tillaga sem gekk í þá átt að seinka klukkunni og í kjölfarið tillögur sama efnis 2013, 2014 og 2015. Í umsögnum sem bárust þinginu vegna síðarnefndu tillagnanna var fyrst og fremst bent á lýðheilsurök. Á sviði læknavísinda og geðræktar kom fram jákvætt viðhorf til þess að færa klukkuna nær sólargangi en á hinn bóginn hafa til dæmis íþróttasamtök bent á skertan möguleika til útivistar síðdegis. Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segist ekki átta sig á tillögum sem forsætisráðuneytið hefur sett fram vegna hugmynda um að færa staðartíma á Íslandi nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Hann er á því að breyta eigi klukkunni á Íslandi, hinir tveir kostirnir boði óbreytt ástand. Hann segir þetta ekki smekksmál að breyta klukkunni, það muni hafa raunveruleg áhrif á líðan fólks. Hann þekkir vel til landsins en flokkur hans, Björt framtíð, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu þar sem mælst var til þess að breyting á klukkunni yrði tekin til skoðunar. Óttar sem setti starfshóp á laggirnar sem tók til hendinni og hefur skilað þessu af sér. Óttarr ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann sagði þá tillögu hafa verið byggða á upplýsingum sem flokksmenn höfðu fengið frá sálfræðingum sem greindu frá því hvað röng hnattstaða getur haft neikvæð áhrif á þá sem eru viðkvæmir fyrir.Björtum morgnum myndi fjölga um 64 Tillagan dagaði uppi í þinginu en þegar Óttarr var gerður að heilbrigðisráðherra hitti hann fagfólk sem tók undir þetta sjónarmið og benti á rannsóknir sem höfðu verið gerðar og sýndu fram á að hvað klukka og birtustig hefur mikil áhrif á andlega líðan manna.Hann setti saman starfshóp sem skilaði af sér tillögu þess efnis að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks því sem nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um þrettán prósent, vestast á landinu, í svartasta skammdeginu, frá nóvember til janúar, og vetrardögum þar sem bjart er orðið klukkan 09 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13 prósent en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, það er í apríl og ágúst. Forsætisráðuneytið tók við niðurstöðum starfshópsins og var því heitið að taka málið lengra og liggur niðurstaðan fyrir þar sem Íslendingar eru spurðir út í þrjá valkosti. Sá fyrsti lítur að því að halda klukkunni óbreyttri en með fræðslu yrði fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. Annar kosturinn er sá að klukkunni yrði seinkað frá því sem nú er í samræmi við hnattstöðu landsins þannig að klukkan ellefu í dag yrði klukkan 10 eftir breytingu. Þriðji kosturinn er að klukkan haldist óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnanna.Óttarr Proppé var heilbrigðisráðherra árið 2017.vísir/vilhelmÓttarr sagði í Reykjavík síðdegis að hann hefði lengi verið talsmaður að breyta klukkunni og telur því í raun að eins einn kost í stöðunni, það er að breyta klukkunni. Hann sagðist ekki átta sig á hinum tillögunum og sagði þær í takt við umræðu sem þegar hefur komið fram. Til að mynda hefur skólatíma unglingadeilda í skólum sumra sveitarfélaga verið seinkað en Óttarr benti á að þá séu starfsmenn og nemendur komnir á skjön við restina af fjölskyldunni og samfélaginu og mögulega erfitt að skipuleggja sig.Þvælukenndur málflutningur á köflum Óttarr sagði að það væri um að gera að taka umræðuna og hvatti til skoðanaskipta en benti á að þegar þingsályktunartillagan var sett fram þá hefðu harðorðar aðfinnslur borist til þingsins. Hann sagði að honum þætti málflutningur andstæðinga klukkubreytingarinnar á köflum þvælukenndur. Hann sagði þetta ekki smekksmál fyrir sér, klukkubreytingin hafi raunveruleg áhrif á líðan fólks. Honum finnst þessar tillögur forsætisráðuneytisins bera þess merki að það sé full varlega stigið til jarðar. Tvær þeirra boða nánast óbreytt ástand. Hans mat er að Íslendingar eigi að gera breytingu á klukkunni, það sé eðlilegra og henti fólki vel en sagðist hafa skilning á því að svona mál taki tíma og það þurfi að bjóða upp á frekari skoðanaskipti.Skammdegið getur reynst mörgum erfitt yfir myrkustu mánuðina.Vísir/GettyÞótti heppilegra að vera nær Evrópu í tímaÍ greinargerð forsætisráðuneytisins er saga klukkubreytinga á Íslandi rakin. Frá árinu 1939 hafði klukkunni verið flýtt á sumrin og seinkað á veturna. Frá 1968 var miðað við svokallaðan sumartíma allan ársins hring. Færsla klukkunnar tvisvar á ári þótti óheppileg og ákveðið var að falla frá henni. Rökin fyrir því að miða fastan tíma árið um kring við sumartíma voru fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. Heppilegra þótti að vera nær Evrópu í tíma og talið var jákvætt að dagsbirta myndi nýtast betur á vökutíma landsmanna. Neikvæð áhrif myrkari vetrarmorgna voru talin minni en ávinningur af birtu síðdegis. Frá 1968 hefur staðartími á Íslandi miðast við miðtíma Greenwich. Er þannig misræmi milli staðartíma og sólartíma miðað við hnattræna legu landsins sem þýðir að í Reykjavík er sól hæst á lofti um kl. 13:30 en ekki um kl. 12:30 eins og vera ætti ef miðað væri við tímabelti samkvæmt hnattstöðu. Upphaflega neyðarráðstöfun Sumartími var upphaflega neyðarráðstöfun sem gripið var til í heimsstyrjöldinni fyrri. Mun Þýskaland hafa orðið fyrst ríkja til að taka hann upp, árið 1915, en ýmsar aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Með því að flýta klukkunni var talið að betra samræmi fengist milli vinnustunda og birtustunda og þannig væri hægt að spara dýrmætt eldsneyti. Flestar þjóðir felldu sumartímann niður að stríðinu loknu en í síðari heimsstyrjöldinni gripu mörg ríki til sumartímans aftur. Færsla klukkunnar tvisvar á ári var talin fela í sér sparnað í lýsingu en ókostirnir voru samt sem áður taldir vera miklir. Forsætisráðuneytið nefnir í greinargerð sinni að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur kynnt drög að tilskipun þar sem lagt er til að horfið verði frá því að breyta klukkunni tvisvar sinnum á ári í ríkjum Evrópusambandsins og þess í stað miða við sama tíma árið um kring. Er því haldið fram að mikill meirihluti almennings í ríkjum ESB sé hlynntur þeirri breytingu, eða 84 prósent samkvæmt könnun sem greint er frá í tillögunni. Umræða um tímareikning rakinÁ vef Almanaks Háskóla Íslands er saga umræðna um tímareikning rakin. Þar er meðal annars greint frá því að í kjölfar breytinganna 1968 hafi ríkt friður um tímareikninginn í aldarfjórðung. Það var svo 1994 sem fram kom þingmál þar sem lögð var til breyting, raunar í þá átt að flýta klukkunni enn frekar til að íslenskur tími væri meira í takt við tíma helstu markaðslanda okkar að sumri til og að auka framleiðni í atvinnulífinu. Í kjölfar þeirrar tillögu var lagt fram frumvarp 1995 sem var endurflutt 1998 og 2000 og þingsályktunartillaga sama efnis 2006. 2010 kom fram tillaga sem gekk í þá átt að seinka klukkunni og í kjölfarið tillögur sama efnis 2013, 2014 og 2015. Í umsögnum sem bárust þinginu vegna síðarnefndu tillagnanna var fyrst og fremst bent á lýðheilsurök. Á sviði læknavísinda og geðræktar kom fram jákvætt viðhorf til þess að færa klukkuna nær sólargangi en á hinn bóginn hafa til dæmis íþróttasamtök bent á skertan möguleika til útivistar síðdegis.
Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52