Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2019 11:30 Gunnar Rúnar Gunnarsson tók sæti í stjórn félagsins tveimur mánuðum áður en það var úrskurðað gjaldþrota. Getty/Nattapong Wongloungud Byggingafélagið XS verk ehf. var þann 21. desember síðastliðinn tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnarmaður þess var Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem reglulega hefur ratað í fjölmiðla á síðustu árum fyrir margvísleg afbrot og störf sín sem „útfararstjóri“ - sem er einstaklingur sem leppar einkahlutafélög á barmi gjaldþrots til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði. Til að mynda var Gunnar dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí í fyrra fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri tveggja slíkra félaga. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir fjórtán refsiverð brot, til að mynda kynferðisglæpi og fjársvik. Gunnar hét áður Gunnar Finnur Egilsson en lét breyta nafni sínu eftir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn andlega veikri konu. Umrætt byggingafélag sem Gunnar Rúnar fór fyrir hét áður Cleanson ehf. og var starfsemi þess sögð lúta að rekstri bón- og þvottastöðvar. Félagið var stofnað árið 2015 og á næstu árum átti það eftir að skipta nokkrum sinnum um lögheimili.Sjá einnig: Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuðiÞann 16. október síðastliðin verður svo umturnun á félaginu. Nafni þess var breytt, verður að XS verk ehf., auk þess tilgangur þess verður að halda utan um almenna verktakavinnu við húsbyggingar, viðhald og uppsetningu innréttinga. Það er þá sem stjórn félagsins er skipt út og umræddur Gunnar Rúnar Gunnarsson stígur inn í framkvæmdastjórn þess, tekur við prókúruumboðinu og er skipaður stjórnarmaður. Rétt rúmum tveimur mánuðum síðar úrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Vignir Hreinsson, stjórnarmaður í Cleanson ehf., forvera XS verks, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. Hann hafi einfaldlega selt félagið og að upphæð viðskiptanna væri trúnaðarmál. Skiptastjóri búsins segir í skilaboðum til fréttastofu að engin sjáanleg starfsemi hafi verið í félaginu við gjaldþrotið. Erfitt sé að meta hversu stórt gjaldþrotið er á þessari stundu, enda enn hægt að lýsa kröfum í búið, en að það hafi verið Tollstjóri sem fór fram á að félag Gunnars yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fréttaskýringaþátturinn Brestur fjallaði vorið 2015 um kennitöluflakk og var þar meðal annars rætt við útfararstjóra. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Gjaldþrot Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Byggingafélagið XS verk ehf. var þann 21. desember síðastliðinn tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnarmaður þess var Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem reglulega hefur ratað í fjölmiðla á síðustu árum fyrir margvísleg afbrot og störf sín sem „útfararstjóri“ - sem er einstaklingur sem leppar einkahlutafélög á barmi gjaldþrots til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði. Til að mynda var Gunnar dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí í fyrra fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri tveggja slíkra félaga. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir fjórtán refsiverð brot, til að mynda kynferðisglæpi og fjársvik. Gunnar hét áður Gunnar Finnur Egilsson en lét breyta nafni sínu eftir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn andlega veikri konu. Umrætt byggingafélag sem Gunnar Rúnar fór fyrir hét áður Cleanson ehf. og var starfsemi þess sögð lúta að rekstri bón- og þvottastöðvar. Félagið var stofnað árið 2015 og á næstu árum átti það eftir að skipta nokkrum sinnum um lögheimili.Sjá einnig: Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuðiÞann 16. október síðastliðin verður svo umturnun á félaginu. Nafni þess var breytt, verður að XS verk ehf., auk þess tilgangur þess verður að halda utan um almenna verktakavinnu við húsbyggingar, viðhald og uppsetningu innréttinga. Það er þá sem stjórn félagsins er skipt út og umræddur Gunnar Rúnar Gunnarsson stígur inn í framkvæmdastjórn þess, tekur við prókúruumboðinu og er skipaður stjórnarmaður. Rétt rúmum tveimur mánuðum síðar úrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Vignir Hreinsson, stjórnarmaður í Cleanson ehf., forvera XS verks, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. Hann hafi einfaldlega selt félagið og að upphæð viðskiptanna væri trúnaðarmál. Skiptastjóri búsins segir í skilaboðum til fréttastofu að engin sjáanleg starfsemi hafi verið í félaginu við gjaldþrotið. Erfitt sé að meta hversu stórt gjaldþrotið er á þessari stundu, enda enn hægt að lýsa kröfum í búið, en að það hafi verið Tollstjóri sem fór fram á að félag Gunnars yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fréttaskýringaþátturinn Brestur fjallaði vorið 2015 um kennitöluflakk og var þar meðal annars rætt við útfararstjóra. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þættinum.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00
Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14
Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00