Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2019 10:13 Ungur piltur horfir á ökumenn bruna yfir á rauðu ljósi við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla í morgun. Vísir/Kolbeinn Tumi Á þeim hálftíma sem stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla sinnti gangbrautarvörslu á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun var allt með kyrrum kjörum. Um er að ræða gönguljós þar sem slys varð í gærmorgun þegar bíl var ekið á þrettán ára stúlku. Þá var lögreglumaður á mótorhjóli sem fylgdist með gangi mála. Hann giskaði á að líklega hefðu um fjörutíu börn farið yfir gönguljósin við Meistaravelli á þessum hálftíma. Hann sagði að lögreglan yrði á svæðinu fyrstu tvo til þrjá morgnana til að vekja athygli á gatnamótunum. Hvort það var vera lögreglumannsins, vestisklædda gangbrautavarðarins, fjölmiðla eða slysið í gær þá virtust ökumenn aka gætilega á Hringbrautinni í morgun. Augnablikum eftir að gangbrautarvörðurinn var farinn til vinnu í Vesturbæjarskóla og lögreglumaður horfinn á braut mætti ungur drengur á svæðið og hugðist fara yfir. Hann ýtti á takkann og beið eftir grænu ljósi. Á því augnabliki sem umferðarljósið varð rautt ók ökumaður á stórum jeppa yfir. Blaðamaður náði augnablikinu á mynd eins og sjá má að ofan. Ungi drengurinn fór að öllu með gát þegar gönguljósið varð grænt, horfði til beggja hliða áður en hann lagði af stað yfir götuna.Frá vettvangi slyssins í gærmorgun.Vísir/TumiSegjast reglulega sjá bíla aka yfir á rauðu Jóhannes Tryggvason, foreldri barna í Vesturbæjarskóla sem búsett eru sunnanmegin við Hringbraut, stóð sjálfur vaktina í gulu vesti á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í morgun. Hann tjáði blaðamanni að til stæði að gera það áfram og bæði eiginkona hans og tengdafaðir ætluðu að skipta vöktunum á milli sín. Fleiri væru velkomnir. Gatnamótin væru hættulegri en gönguljósin við Meistaravelli ef eitthvað væri. Við gönguljósin á Meistaravöllum var stuðningsfulltrúi í skólanum, klæddur í gult vesti. Hann fylgdi börnunum yfir sem flest hver voru ein á ferð. Þó rakst blaðamaður á tvo feður með börn sín. Báðir sögðust reglulega sjá bíla keyra of hratt og strauja yfir á rauðu ljósi. Uppi varð fótur og fit í FB-hópnum Vesturbærinn eftir slysið í gær. Sem betur fer slasaðist stúlkan ekki alvarlega en hún var þrettán ára og á leið í Hagaskóla. Lögreglumaðurinn sem blaðamaður ræddi við í morgun hafði ekki orðið var við mörg börn eða unglinga á leiðinni yfir gönguljósin í suðurátt, þ.e. í áttina að Hagaskóla.Ungi drengurinn heldur sína leið norður yfir Hringbraut áleiðis í Vesturbæjarskóla. Hann hafði varann á og horfði til beggja hliða á leið yfir götuna.Vísir/Kolbeinn TumiTifandi tímasprengja Foreldrar og íbúar bæjarins telja margir aðeins tímaspursmál hvenær slys yrði á gönguljósunum. Foreldrar sunnan Hringbrautar segjast í lengri tíma hafa óskað eftir gangbrautarvörslu við Hringbraut, á gatnamótunum við Framnesveg, en fengið þau svör frá skólastjóra að svæðið sunnan Hringbrautar heyrði ekki undir Vesturbæjarskóla heldur Grandaskóla. Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar í næstu viku með fulltrúum Vegagerðarinnar, lögreglu og íbúum þar sem málið verður frekar til umræðu. Í tveggja ára gamalli skýrslu um umferð vestan Kringlumýrarbrautar sem unnin var fyrir borgina er lagt til að lækka hámarkshraða víða og fjölga 30 km/klst svæðum. Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Á þeim hálftíma sem stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla sinnti gangbrautarvörslu á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun var allt með kyrrum kjörum. Um er að ræða gönguljós þar sem slys varð í gærmorgun þegar bíl var ekið á þrettán ára stúlku. Þá var lögreglumaður á mótorhjóli sem fylgdist með gangi mála. Hann giskaði á að líklega hefðu um fjörutíu börn farið yfir gönguljósin við Meistaravelli á þessum hálftíma. Hann sagði að lögreglan yrði á svæðinu fyrstu tvo til þrjá morgnana til að vekja athygli á gatnamótunum. Hvort það var vera lögreglumannsins, vestisklædda gangbrautavarðarins, fjölmiðla eða slysið í gær þá virtust ökumenn aka gætilega á Hringbrautinni í morgun. Augnablikum eftir að gangbrautarvörðurinn var farinn til vinnu í Vesturbæjarskóla og lögreglumaður horfinn á braut mætti ungur drengur á svæðið og hugðist fara yfir. Hann ýtti á takkann og beið eftir grænu ljósi. Á því augnabliki sem umferðarljósið varð rautt ók ökumaður á stórum jeppa yfir. Blaðamaður náði augnablikinu á mynd eins og sjá má að ofan. Ungi drengurinn fór að öllu með gát þegar gönguljósið varð grænt, horfði til beggja hliða áður en hann lagði af stað yfir götuna.Frá vettvangi slyssins í gærmorgun.Vísir/TumiSegjast reglulega sjá bíla aka yfir á rauðu Jóhannes Tryggvason, foreldri barna í Vesturbæjarskóla sem búsett eru sunnanmegin við Hringbraut, stóð sjálfur vaktina í gulu vesti á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í morgun. Hann tjáði blaðamanni að til stæði að gera það áfram og bæði eiginkona hans og tengdafaðir ætluðu að skipta vöktunum á milli sín. Fleiri væru velkomnir. Gatnamótin væru hættulegri en gönguljósin við Meistaravelli ef eitthvað væri. Við gönguljósin á Meistaravöllum var stuðningsfulltrúi í skólanum, klæddur í gult vesti. Hann fylgdi börnunum yfir sem flest hver voru ein á ferð. Þó rakst blaðamaður á tvo feður með börn sín. Báðir sögðust reglulega sjá bíla keyra of hratt og strauja yfir á rauðu ljósi. Uppi varð fótur og fit í FB-hópnum Vesturbærinn eftir slysið í gær. Sem betur fer slasaðist stúlkan ekki alvarlega en hún var þrettán ára og á leið í Hagaskóla. Lögreglumaðurinn sem blaðamaður ræddi við í morgun hafði ekki orðið var við mörg börn eða unglinga á leiðinni yfir gönguljósin í suðurátt, þ.e. í áttina að Hagaskóla.Ungi drengurinn heldur sína leið norður yfir Hringbraut áleiðis í Vesturbæjarskóla. Hann hafði varann á og horfði til beggja hliða á leið yfir götuna.Vísir/Kolbeinn TumiTifandi tímasprengja Foreldrar og íbúar bæjarins telja margir aðeins tímaspursmál hvenær slys yrði á gönguljósunum. Foreldrar sunnan Hringbrautar segjast í lengri tíma hafa óskað eftir gangbrautarvörslu við Hringbraut, á gatnamótunum við Framnesveg, en fengið þau svör frá skólastjóra að svæðið sunnan Hringbrautar heyrði ekki undir Vesturbæjarskóla heldur Grandaskóla. Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar í næstu viku með fulltrúum Vegagerðarinnar, lögreglu og íbúum þar sem málið verður frekar til umræðu. Í tveggja ára gamalli skýrslu um umferð vestan Kringlumýrarbrautar sem unnin var fyrir borgina er lagt til að lækka hámarkshraða víða og fjölga 30 km/klst svæðum.
Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22
Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15
Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00