Engin sérstök ástæða að baki skotárásinni mannskæðu í Las Vegas Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 23:30 Mikil skelfing greip um sig er Paddock hóf skothríðina. Getty/David Becker Það er niðurstaða bandarísku Alríkislögreglunnar FBI að engin ein sérstök ástæða hafi búið að baki skotárásinni í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2017 þar sem 58 létust er Stephen Paddock lét kúlunum rigna yfir tónleikagesti á Route 91 Harvest tónleikahátíðinni. Þetta kemur fram í lokaskýrslu FBI vegna rannsóknar á skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Paddock lokaði sig inni í hótelherbergi ofarlega á hótelinu. Þar var hann vel vopnum búinn og lét sem fyrr segir byssukúlunum rigna yfir tónleikagesti. Alls slösuðust tæplega 900 manns í árásinni.Sjá einnig: Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Aaron Rouse, yfirmaður rannsóknarinnar, segir að Paddock hafi ekki verið hluti af neinum hóp eða hryðjuverkasamtökum og hafi, eftir því sem FBI kemst næst, ekki framið árásina í nafni einhvers málstaðar.Stephen Paddock var 64 ára gamall.Þá hafi árásin ekki framin sem einhvers konar hefndaraðgerð gagnvart spilavítum í borginni en Paddock hafði undanfarin tvö ár fyrir árásina tapað háum fjárhæðum í spilavítum. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að Paddock hafði greitt allar spilaskuldir sínar áður en hann framdi árásina. Útlit er fyrir að það sem helst hafi vakið fyrir Paddock hafi verið að öðlast einhvers konar frægð eða þá að reyna að valda eins miklum skaða og hægt var. Paddock skildi hins vegar ekki eftir nein bréf eða upplýsingar sem varpað gátu frekari ljósi á ástæður skotárásinnar. Paddock framdi sjálfsmorð í hótelherberginu og er talið líklegt að hann hafi alltaf haft slíkt í hyggju. „Hann var einn að verki. Hann framdi hræðilegt voðaverk. Hann féll fyrir eigin hendi. Ef hann hefði viljað skilja eftir skilaboð hefði hann gert það. Það sem eftir stendur er að hann vildi ekki að neinn myndi vita ástæðuna,“ sagði Rouse. Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas 4. ágúst 2018 14:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Það er niðurstaða bandarísku Alríkislögreglunnar FBI að engin ein sérstök ástæða hafi búið að baki skotárásinni í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2017 þar sem 58 létust er Stephen Paddock lét kúlunum rigna yfir tónleikagesti á Route 91 Harvest tónleikahátíðinni. Þetta kemur fram í lokaskýrslu FBI vegna rannsóknar á skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Paddock lokaði sig inni í hótelherbergi ofarlega á hótelinu. Þar var hann vel vopnum búinn og lét sem fyrr segir byssukúlunum rigna yfir tónleikagesti. Alls slösuðust tæplega 900 manns í árásinni.Sjá einnig: Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Aaron Rouse, yfirmaður rannsóknarinnar, segir að Paddock hafi ekki verið hluti af neinum hóp eða hryðjuverkasamtökum og hafi, eftir því sem FBI kemst næst, ekki framið árásina í nafni einhvers málstaðar.Stephen Paddock var 64 ára gamall.Þá hafi árásin ekki framin sem einhvers konar hefndaraðgerð gagnvart spilavítum í borginni en Paddock hafði undanfarin tvö ár fyrir árásina tapað háum fjárhæðum í spilavítum. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að Paddock hafði greitt allar spilaskuldir sínar áður en hann framdi árásina. Útlit er fyrir að það sem helst hafi vakið fyrir Paddock hafi verið að öðlast einhvers konar frægð eða þá að reyna að valda eins miklum skaða og hægt var. Paddock skildi hins vegar ekki eftir nein bréf eða upplýsingar sem varpað gátu frekari ljósi á ástæður skotárásinnar. Paddock framdi sjálfsmorð í hótelherberginu og er talið líklegt að hann hafi alltaf haft slíkt í hyggju. „Hann var einn að verki. Hann framdi hræðilegt voðaverk. Hann féll fyrir eigin hendi. Ef hann hefði viljað skilja eftir skilaboð hefði hann gert það. Það sem eftir stendur er að hann vildi ekki að neinn myndi vita ástæðuna,“ sagði Rouse.
Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas 4. ágúst 2018 14:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15