Engin sérstök ástæða að baki skotárásinni mannskæðu í Las Vegas Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 23:30 Mikil skelfing greip um sig er Paddock hóf skothríðina. Getty/David Becker Það er niðurstaða bandarísku Alríkislögreglunnar FBI að engin ein sérstök ástæða hafi búið að baki skotárásinni í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2017 þar sem 58 létust er Stephen Paddock lét kúlunum rigna yfir tónleikagesti á Route 91 Harvest tónleikahátíðinni. Þetta kemur fram í lokaskýrslu FBI vegna rannsóknar á skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Paddock lokaði sig inni í hótelherbergi ofarlega á hótelinu. Þar var hann vel vopnum búinn og lét sem fyrr segir byssukúlunum rigna yfir tónleikagesti. Alls slösuðust tæplega 900 manns í árásinni.Sjá einnig: Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Aaron Rouse, yfirmaður rannsóknarinnar, segir að Paddock hafi ekki verið hluti af neinum hóp eða hryðjuverkasamtökum og hafi, eftir því sem FBI kemst næst, ekki framið árásina í nafni einhvers málstaðar.Stephen Paddock var 64 ára gamall.Þá hafi árásin ekki framin sem einhvers konar hefndaraðgerð gagnvart spilavítum í borginni en Paddock hafði undanfarin tvö ár fyrir árásina tapað háum fjárhæðum í spilavítum. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að Paddock hafði greitt allar spilaskuldir sínar áður en hann framdi árásina. Útlit er fyrir að það sem helst hafi vakið fyrir Paddock hafi verið að öðlast einhvers konar frægð eða þá að reyna að valda eins miklum skaða og hægt var. Paddock skildi hins vegar ekki eftir nein bréf eða upplýsingar sem varpað gátu frekari ljósi á ástæður skotárásinnar. Paddock framdi sjálfsmorð í hótelherberginu og er talið líklegt að hann hafi alltaf haft slíkt í hyggju. „Hann var einn að verki. Hann framdi hræðilegt voðaverk. Hann féll fyrir eigin hendi. Ef hann hefði viljað skilja eftir skilaboð hefði hann gert það. Það sem eftir stendur er að hann vildi ekki að neinn myndi vita ástæðuna,“ sagði Rouse. Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas 4. ágúst 2018 14:22 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Það er niðurstaða bandarísku Alríkislögreglunnar FBI að engin ein sérstök ástæða hafi búið að baki skotárásinni í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2017 þar sem 58 létust er Stephen Paddock lét kúlunum rigna yfir tónleikagesti á Route 91 Harvest tónleikahátíðinni. Þetta kemur fram í lokaskýrslu FBI vegna rannsóknar á skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Paddock lokaði sig inni í hótelherbergi ofarlega á hótelinu. Þar var hann vel vopnum búinn og lét sem fyrr segir byssukúlunum rigna yfir tónleikagesti. Alls slösuðust tæplega 900 manns í árásinni.Sjá einnig: Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Aaron Rouse, yfirmaður rannsóknarinnar, segir að Paddock hafi ekki verið hluti af neinum hóp eða hryðjuverkasamtökum og hafi, eftir því sem FBI kemst næst, ekki framið árásina í nafni einhvers málstaðar.Stephen Paddock var 64 ára gamall.Þá hafi árásin ekki framin sem einhvers konar hefndaraðgerð gagnvart spilavítum í borginni en Paddock hafði undanfarin tvö ár fyrir árásina tapað háum fjárhæðum í spilavítum. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að Paddock hafði greitt allar spilaskuldir sínar áður en hann framdi árásina. Útlit er fyrir að það sem helst hafi vakið fyrir Paddock hafi verið að öðlast einhvers konar frægð eða þá að reyna að valda eins miklum skaða og hægt var. Paddock skildi hins vegar ekki eftir nein bréf eða upplýsingar sem varpað gátu frekari ljósi á ástæður skotárásinnar. Paddock framdi sjálfsmorð í hótelherberginu og er talið líklegt að hann hafi alltaf haft slíkt í hyggju. „Hann var einn að verki. Hann framdi hræðilegt voðaverk. Hann féll fyrir eigin hendi. Ef hann hefði viljað skilja eftir skilaboð hefði hann gert það. Það sem eftir stendur er að hann vildi ekki að neinn myndi vita ástæðuna,“ sagði Rouse.
Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas 4. ágúst 2018 14:22 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15