Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2019 21:00 Þingflokksformaður Pírata segir geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Íslandi algerlega óviðunandi en ekkert hefði verið gert til að bæta úr því þrátt fyrir ábendingar bæði alþjóðlegra og innlendra stofnana. Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata á að bann við pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð væri algjört og án undantekninga í lýðræðisríkjum. Þetta væri hvergi mikilvægara en í fangelsum þar sem stjórnvöld hefðu svift fólk frelsi sínu. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum hefði um árabil skorað á íslensk stjórnvöld að bæta úr alvarlegum skorti á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. „Ríkisendurskoðun benti á þennan skort í skýrslu sinni árið 2010 og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað hvatt ráðuneyti hæstvirts ráðherra til að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga undanfarin ár án teljandi viðbragða eða úrbóta að hálfu ráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að núverandi fyrirkomulag tryggi ekki vernd fanga frá pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu í fangelsum landsins,” sagði Sunna. Hún spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að una við þetta og hvenær mætti búast við úrbótum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þær ábendingar sem Sunna nefndi teknar alvarlega í heilbrigðisráðuneytinu. Samningur Sjúkratrygginga við heilsugæsluna í Árbæ um alhliða heilbrigðisþjónustu á dagtíma við fanga á Hólmsheiði væri á lokastigi. „Geðheilbrigðisþjónusta, það er að segja geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur, eru hluti samningsins. Það er sérstakur undirsamningur við geðsvið Landsspítalans. Þannig að þessi samningur er á lokastigi og síðan er hugmyndin að þetta módel verði fært yfir á önnur fangelsi í landinu í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á svæðinu og geðdeildir viðkomandi sjúkrahúsa,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata segir geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Íslandi algerlega óviðunandi en ekkert hefði verið gert til að bæta úr því þrátt fyrir ábendingar bæði alþjóðlegra og innlendra stofnana. Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata á að bann við pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð væri algjört og án undantekninga í lýðræðisríkjum. Þetta væri hvergi mikilvægara en í fangelsum þar sem stjórnvöld hefðu svift fólk frelsi sínu. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum hefði um árabil skorað á íslensk stjórnvöld að bæta úr alvarlegum skorti á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. „Ríkisendurskoðun benti á þennan skort í skýrslu sinni árið 2010 og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað hvatt ráðuneyti hæstvirts ráðherra til að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga undanfarin ár án teljandi viðbragða eða úrbóta að hálfu ráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að núverandi fyrirkomulag tryggi ekki vernd fanga frá pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu í fangelsum landsins,” sagði Sunna. Hún spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að una við þetta og hvenær mætti búast við úrbótum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þær ábendingar sem Sunna nefndi teknar alvarlega í heilbrigðisráðuneytinu. Samningur Sjúkratrygginga við heilsugæsluna í Árbæ um alhliða heilbrigðisþjónustu á dagtíma við fanga á Hólmsheiði væri á lokastigi. „Geðheilbrigðisþjónusta, það er að segja geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur, eru hluti samningsins. Það er sérstakur undirsamningur við geðsvið Landsspítalans. Þannig að þessi samningur er á lokastigi og síðan er hugmyndin að þetta módel verði fært yfir á önnur fangelsi í landinu í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á svæðinu og geðdeildir viðkomandi sjúkrahúsa,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira