Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2019 12:04 Samgönguáætlun með breytingartillögum meirihlutans var samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem samgönguráðherra er meðal annars gert að útfæra veggjöld vegna framkvæmda á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið. Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður samgöngunefndar stýrði fundinum þegar samgönguáætlun var afgreidd enda er hann framsögumaður málsins í nefndinni. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og formaður nefndarinnar mætti í fyrsta sinn til fundar eftir að hann kom aftur á þing. Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata gerðu athugasemdir við að hann gegndi áfram formennsku og lagði Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu um að kosinn yrði nýr formaður.Tilmæli til ráðherra að hann ráðist í gjaldheimtuna Þeirri tillögu var vísað frá og sögð eiga heima á vettvangi þingflokksformanna enda eru það þeir sem semja um skipan í nefndir þingsins og þrjú formannsembætti stjórnarandstöðunnar.Jón Gunnarrson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmJón Gunnarsson segir nefndarálit og samgönguáætlun hafa verið samþykkt með fyrirvara þriggja þingmanna. „Í því felast tilmæli til samgönguráðherra og í raun samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir því að hefja hér framkvæmdir í samgöngumálum á grundvelli gjaldtöku. Fara þar með í mjög stórstígar framkvæmdir á næstu árum,“ segir Jón. Samgönguráðherra þurfi að fylgja málinu eftir með frumvarpi á vorþingi þar sem gjaldtakan og þau verk sem heyrðu undir þau yrðu útfærð nánar og síðan þurfi Alþingi að endurútfæra samgönguáætlun á haustþingi. Hins vegar þýðir samþykkt samgönguáætlunar í dag að Vegagerðin getur boðið út eða hafið fjölmörg verkefni sem eru á hennar áætlun á þessu ári.Fyrirhugað að nota gróðann í vegaframkvæmdir Þótt ekki liggi endanlega fyrir hvaða verkefni það eru sem fara myndu í gjaldtöku segir Jón nokkur verkefni þó augljós. Boðið væri upp á nokkrar leiðir, eins og alfjármögnun með veggjöldum og samfjármögnun með framlögum úr ríkissjóði og veggjöldum. „En fyrir liggur samt sem áður hið augljósa að þarna er alveg sérstaklega um að ræða þessar höfuðleiðir þar sem slysatíðnin er mest. Hér í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem þörfin er í raun að fara í mjög stórstíga framkvæmdir til að bæta vegakerfið. Þetta mun fela í sér að stigin verða bæði stærri og betri skref,“ segir Jón. Þetta þýði að þar sem áður var fyrirhugað að fara í tveir plús einn veg verði farið í fulla tvöföldun og mislæg gatnamót. En þar er verið að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg austur fyrir Selfoss og Reykjanesbraut. „Síðan þarf auðvitað að meta í nýrri samgönguáætlun í haust hvað verður gert við það fjármagn sem losnar um í samgönguáætlun við þessa ákvörðun. Þar eru bæði verkefni innan höfuðborgarsvæðisins sem og mögulega annars staðar,“ sagði Jón Gunnarsson. Gengið væri út frá að verkefni í gjaldtöku verði greidd upp á um tuttugu árum eins og í Hvalfjarðargöngum og veggjöldin verði lægri en lægstu gjöld voru í Hvalfjarðargöngum. Alþingi Árborg Samgöngur Vegtollar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Samgönguáætlun með breytingartillögum meirihlutans var samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem samgönguráðherra er meðal annars gert að útfæra veggjöld vegna framkvæmda á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið. Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður samgöngunefndar stýrði fundinum þegar samgönguáætlun var afgreidd enda er hann framsögumaður málsins í nefndinni. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og formaður nefndarinnar mætti í fyrsta sinn til fundar eftir að hann kom aftur á þing. Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata gerðu athugasemdir við að hann gegndi áfram formennsku og lagði Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu um að kosinn yrði nýr formaður.Tilmæli til ráðherra að hann ráðist í gjaldheimtuna Þeirri tillögu var vísað frá og sögð eiga heima á vettvangi þingflokksformanna enda eru það þeir sem semja um skipan í nefndir þingsins og þrjú formannsembætti stjórnarandstöðunnar.Jón Gunnarrson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmJón Gunnarsson segir nefndarálit og samgönguáætlun hafa verið samþykkt með fyrirvara þriggja þingmanna. „Í því felast tilmæli til samgönguráðherra og í raun samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir því að hefja hér framkvæmdir í samgöngumálum á grundvelli gjaldtöku. Fara þar með í mjög stórstígar framkvæmdir á næstu árum,“ segir Jón. Samgönguráðherra þurfi að fylgja málinu eftir með frumvarpi á vorþingi þar sem gjaldtakan og þau verk sem heyrðu undir þau yrðu útfærð nánar og síðan þurfi Alþingi að endurútfæra samgönguáætlun á haustþingi. Hins vegar þýðir samþykkt samgönguáætlunar í dag að Vegagerðin getur boðið út eða hafið fjölmörg verkefni sem eru á hennar áætlun á þessu ári.Fyrirhugað að nota gróðann í vegaframkvæmdir Þótt ekki liggi endanlega fyrir hvaða verkefni það eru sem fara myndu í gjaldtöku segir Jón nokkur verkefni þó augljós. Boðið væri upp á nokkrar leiðir, eins og alfjármögnun með veggjöldum og samfjármögnun með framlögum úr ríkissjóði og veggjöldum. „En fyrir liggur samt sem áður hið augljósa að þarna er alveg sérstaklega um að ræða þessar höfuðleiðir þar sem slysatíðnin er mest. Hér í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem þörfin er í raun að fara í mjög stórstíga framkvæmdir til að bæta vegakerfið. Þetta mun fela í sér að stigin verða bæði stærri og betri skref,“ segir Jón. Þetta þýði að þar sem áður var fyrirhugað að fara í tveir plús einn veg verði farið í fulla tvöföldun og mislæg gatnamót. En þar er verið að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg austur fyrir Selfoss og Reykjanesbraut. „Síðan þarf auðvitað að meta í nýrri samgönguáætlun í haust hvað verður gert við það fjármagn sem losnar um í samgönguáætlun við þessa ákvörðun. Þar eru bæði verkefni innan höfuðborgarsvæðisins sem og mögulega annars staðar,“ sagði Jón Gunnarsson. Gengið væri út frá að verkefni í gjaldtöku verði greidd upp á um tuttugu árum eins og í Hvalfjarðargöngum og veggjöldin verði lægri en lægstu gjöld voru í Hvalfjarðargöngum.
Alþingi Árborg Samgöngur Vegtollar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira