Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2019 12:30 Stuðninsmaður áframhaldandi aðildar Breta að ESB við þinghúsið í Westminster í gær. Á meðal breytingartillagna sem eru á dagskránni er tillaga frá Jeremy Corbyn o.fl. um að samið verði að nýju við ESB og samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Vísir/EPA Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. Hinn 15. janúar síðastliðinn var Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra Bretlands felldur í neðri deild breska þingsins með 230 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 432 atkvæði gegn samningnum en 202 með honum. Í dag fjallar þingið um fimmtán breytingartillögur við frumvarpið sem var fellt 15. janúar en engin þeirra kemur frá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Engu að síður mun May sjálf hefja umræðuna og er búist við því að hún taki til máls klukkan tuttugur mínútur í eitt eftir hádegi. Á meðal þessara fimmtán tillagna á dagskránni er breytingartillaga frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og sextíu og átta þingmönnum, um að samið verði að nýju við Evrópusambandið og nýr úrsagnarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þá er á dagskránni breytingartillaga frá Yvette Cooper þingmanni Verkamannaflokksins og 138 öðrum þingmönnum sem felur í sér að tryggt verði að Bretland fari ekki úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta frestar í reynd Brexit ef enginn samningur er á borðinu sem nýtur meirihlutastuðnings þingsins. Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til Brexit og Jeremy Corbyn hefur ekkert viljað gefa út um hvort hann styðji tillögu Cooper ef breytingartillaga hans nýtur ekki brautargengis.Theresa May fyrir utan Downinstræti 10 í gær. Hún verður málshefjandi í umræðu um Brexit í breska þinginu í dag þar sem 15 breytingartillögur við úrsagnarsamning hennar eru á dagskrá. Engin þeirra kemur þó frá ríkisstjórn hennar.Vísir/EPAAlveg óvíst hvort hin ESB-ríkin samþykki að fella niður Backstop ákvæði Þá er á dagskrá tillaga sem fellir niður svokallað "Backstop" ákvæði úr úrsagnarsamningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalaginu en um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. Backstop er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Þótt breska þingið samþykki að fella þetta niður úr úrsagnarsamningnum er algjörlega óvíst hvort hin 27 ESB-ríkin samþykki þessa breytingu. Helen McEntee, Evrópumálaráðherra Írlands, kallar eftir auknu raunsæi frá Bretum og lét hafa eftir sér við Guardian í dag að ekki standi til að breyta úrsagnarsamningnum. Bretar þurfa að ganga úr í Evrópusambandinu hinn 29. mars næstkomandi því þá eru tvö ár liðin frá því að 50. gr. Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um útgöngu aðildarríkis úr sambandinu, var virkjuð. Líkur á því að Bretar gangi úr ESB án samnings eru nú taldast aukast með hverjum deginum sem líður. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. Hinn 15. janúar síðastliðinn var Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra Bretlands felldur í neðri deild breska þingsins með 230 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 432 atkvæði gegn samningnum en 202 með honum. Í dag fjallar þingið um fimmtán breytingartillögur við frumvarpið sem var fellt 15. janúar en engin þeirra kemur frá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Engu að síður mun May sjálf hefja umræðuna og er búist við því að hún taki til máls klukkan tuttugur mínútur í eitt eftir hádegi. Á meðal þessara fimmtán tillagna á dagskránni er breytingartillaga frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og sextíu og átta þingmönnum, um að samið verði að nýju við Evrópusambandið og nýr úrsagnarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þá er á dagskránni breytingartillaga frá Yvette Cooper þingmanni Verkamannaflokksins og 138 öðrum þingmönnum sem felur í sér að tryggt verði að Bretland fari ekki úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta frestar í reynd Brexit ef enginn samningur er á borðinu sem nýtur meirihlutastuðnings þingsins. Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til Brexit og Jeremy Corbyn hefur ekkert viljað gefa út um hvort hann styðji tillögu Cooper ef breytingartillaga hans nýtur ekki brautargengis.Theresa May fyrir utan Downinstræti 10 í gær. Hún verður málshefjandi í umræðu um Brexit í breska þinginu í dag þar sem 15 breytingartillögur við úrsagnarsamning hennar eru á dagskrá. Engin þeirra kemur þó frá ríkisstjórn hennar.Vísir/EPAAlveg óvíst hvort hin ESB-ríkin samþykki að fella niður Backstop ákvæði Þá er á dagskrá tillaga sem fellir niður svokallað "Backstop" ákvæði úr úrsagnarsamningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalaginu en um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. Backstop er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Þótt breska þingið samþykki að fella þetta niður úr úrsagnarsamningnum er algjörlega óvíst hvort hin 27 ESB-ríkin samþykki þessa breytingu. Helen McEntee, Evrópumálaráðherra Írlands, kallar eftir auknu raunsæi frá Bretum og lét hafa eftir sér við Guardian í dag að ekki standi til að breyta úrsagnarsamningnum. Bretar þurfa að ganga úr í Evrópusambandinu hinn 29. mars næstkomandi því þá eru tvö ár liðin frá því að 50. gr. Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um útgöngu aðildarríkis úr sambandinu, var virkjuð. Líkur á því að Bretar gangi úr ESB án samnings eru nú taldast aukast með hverjum deginum sem líður.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira