114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2019 10:15 Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár. Vísir Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. Starfsmannaleigan var mest með um 80 starfsmenn, flesta pólska, á mála hjá sér fyrir hrun en annar stofnenda, og andlit leigunnar, var Sverrir Einar Eiríksson sem reglulega hefur ratað í fréttir á undanförnum árum fyrir skrautlega viðskiptasögu. Proventus var hins vegar tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009. „Það fór með þetta eins og flest önnur fyrirtæki í þessum geira,“ sagði Sverrir Einar í samtali við Viðskiptablaðið skömmu eftir hrun og bætti við að starfsemi félagsins hafi dregist saman um 70% á örfáum mánuðum. Gengisþróun hafi leikið erlenda verkamenn grátt. „Þetta er ofboðsleg kjaraskerðing sem segja má að jafngildi þrjátíu prósenta launalækkun,“ sagði Sverrir í forsíðufrétt Fréttablaðsins.Umfjöllun um Promentus sem birtist í Viðskiptablaðinu í upphafi árs 2008.Þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota sat Sverrir hins vegar ekki í stjórn félagsins, en hafði þó prókúruumboð. Eini stjórnarmaður félagsins var pólskur maður sem hafði flúið landið vegna skulda. Meðal kröfuhafa var lífeyrissjóðurinn Gildi, sem gerði rúmlega 40 milljóna króna kröfu í búið. Sverrir kærði sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum í tengslum við gjaldþrotaskipti Proventus. Hann sakaði sýslumanninn auk starfsmannanna tveggja um að falsa aðfaragerð sem gjaldþrotaskiptin voru byggð á. Sverrir lét þó ekki gjaldþrot Proventus stöðva sig heldur skipti um kúrs. Hann gerðist gullkaupamaður, stundaði demantaviðskipti, opnaði smálánafyrirtæki, bauð 95% íbúðalán og rak veitingastaði; til að mynda Gömlu Smiðjuna og Þrastalund í Grímsnesi. Nánar má fræðast um viðskiptasögu hans hér.UppfærtFyrirtækið Valbjörg ehf. vill koma því á framfæri að efni fréttarinnar, starfsmannaleigan Proventus, tengist ekki á nokkurn hátt starfsmannaleigunni sem rekin er undir merkjum Proventus í dag. Um sitthvort fyrirtækið er að ræða, þrátt fyrir að nöfn þeirra kunni að gefa annað til kynna. Gjaldþrot Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. 9. júlí 2009 14:25 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. Starfsmannaleigan var mest með um 80 starfsmenn, flesta pólska, á mála hjá sér fyrir hrun en annar stofnenda, og andlit leigunnar, var Sverrir Einar Eiríksson sem reglulega hefur ratað í fréttir á undanförnum árum fyrir skrautlega viðskiptasögu. Proventus var hins vegar tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009. „Það fór með þetta eins og flest önnur fyrirtæki í þessum geira,“ sagði Sverrir Einar í samtali við Viðskiptablaðið skömmu eftir hrun og bætti við að starfsemi félagsins hafi dregist saman um 70% á örfáum mánuðum. Gengisþróun hafi leikið erlenda verkamenn grátt. „Þetta er ofboðsleg kjaraskerðing sem segja má að jafngildi þrjátíu prósenta launalækkun,“ sagði Sverrir í forsíðufrétt Fréttablaðsins.Umfjöllun um Promentus sem birtist í Viðskiptablaðinu í upphafi árs 2008.Þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota sat Sverrir hins vegar ekki í stjórn félagsins, en hafði þó prókúruumboð. Eini stjórnarmaður félagsins var pólskur maður sem hafði flúið landið vegna skulda. Meðal kröfuhafa var lífeyrissjóðurinn Gildi, sem gerði rúmlega 40 milljóna króna kröfu í búið. Sverrir kærði sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum í tengslum við gjaldþrotaskipti Proventus. Hann sakaði sýslumanninn auk starfsmannanna tveggja um að falsa aðfaragerð sem gjaldþrotaskiptin voru byggð á. Sverrir lét þó ekki gjaldþrot Proventus stöðva sig heldur skipti um kúrs. Hann gerðist gullkaupamaður, stundaði demantaviðskipti, opnaði smálánafyrirtæki, bauð 95% íbúðalán og rak veitingastaði; til að mynda Gömlu Smiðjuna og Þrastalund í Grímsnesi. Nánar má fræðast um viðskiptasögu hans hér.UppfærtFyrirtækið Valbjörg ehf. vill koma því á framfæri að efni fréttarinnar, starfsmannaleigan Proventus, tengist ekki á nokkurn hátt starfsmannaleigunni sem rekin er undir merkjum Proventus í dag. Um sitthvort fyrirtækið er að ræða, þrátt fyrir að nöfn þeirra kunni að gefa annað til kynna.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. 9. júlí 2009 14:25 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10
Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. 9. júlí 2009 14:25
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30
Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37