Enski boltinn

Erfiðasta vikan á 40 ára ferli stjóra Arons Einars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neil Warnock.
Neil Warnock. Getty/Athena Pictures
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, ræddi um atburði síðustu viku við blaðamenn í dag á fjölmiðlafundi fyrir leik Cardiff á móti Arsenal á morgun í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City fengu aldrei tækifæri til að spila með nýjasta leikmanni félagsins.

Cardiff City hafði borgað Nantes metfé fyrir argentínska framherjann Emiliano Sala sem átti að koma til félagsins í síðustu viku.

Sala var hins vegar farþegi í lítilli flugvél sem hvarf á leiðinni til velsku borgarinnar frá Frakklandi síðasta mánudagskvöld. Flugvélin, Sala eða flugmaðurinn hafa ekki enn fundist.

Neil Warnock tjáði sig um örlög Emiliano Sala á fundinum eins og sjá má hér fyrir neðan.





„Þú hugsar um það stanslaust 24 tíma á dag hvort þú eigir að halda áfram í þessu,“ sagði Neil Warnock á fundinum í dag.

„Ég gat ekki sofnað. Ég hef verið knattspyrnustjóri í 40 ár og þetta er langerfiðasta vikan á mínum ferli. Þar munar miklu,“ sagði Warnock.

„Þetta hefur verið mikil áfallavika og ég næ ekki enn þá almennilega yfir þetta,“ sagði Warnock.

„Þetta er líklega erfiðara fyrir mig en nokkurn annan hér því ég hafði hitt strákinn og talað við hann í sex til átta vikur,“ sagði Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×