Lífið

James Corden býst við því að verða rekinn á hverjum degi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden léttur í viðtali hjá Ellen.
Corden léttur í viðtali hjá Ellen.
Það er ekki á hverjum degi sem Ellen DeGeneres fær annað spjallþáttastjórnanda í settið í viðtal en það gerðist í síðustu viku þegar sjálfur James Corden var mættur í viðtal og úr varð skemmtilegt spjall.

Í mars verður þáttur Corden fjögurra ára og því er hann ekki eins reynslumikill og Ellen sem hefur verið með sinn þátt í 16 ár.

„Fyrst þegar ég flutti hingað leigðum við allt. Ég leigðu mér húsgögn og allt því ég var alveg viss um að ég yrði rekinn strax. Það væri hræðilegt að þurfa fara aftur til London með skottið á milli lappanna og þurfa einnig að losa sig við sófa,“ segir Corden sem gerði sér fyrst grein fyrir því fyrir um einu ári að hann yrði ekkert endilega rekinn.

„Við keyptum okkur hús fyrir ári síðan og í kjölfarið fannst okkur viðeigandi að kaupa loksins sófa. Ég held reyndar enn þá á hverjum degi að ég verði rekinn en við sjáum til. Ég á eitt og hálft ár eftir af samningi mínum og svo kemur þetta í ljós.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×