Forsetanum hefur verið ráðlagt af læknum að hvílast í tvo sólarhringa að lokinni aðgerð og mun varaforsetinn Hamilton Mourao þá vera starfandi forseti landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans.

Bolsonaro vann sigur í forsetakosningunum í Brasilíu á síðasta ári og sór hann embættiseið á nýársdag. Hann skráði sig inn á sjúkrahús í Sao Paulo í gær og birti af því tilefni myndband á Twitter þar sem hann ræddi meðal annars slysið í Minas Gerais.
Um forte abraço a todos e até breve! Deus no comando! pic.twitter.com/SegyTyNrolBúist er við að aðgerðin taki um þrjár klukkustundir og að forsetinn þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu í um tíu daga. Er búið að koma þar upp búnaði til að Bolsonaro geti sinn embættisskyldum á meðan hann jafnar sig að fullu.
— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 27, 2019
Að neðan má sjá myndband af stunguárásinni sem varð í Minas Gerais í september.
#eleições2018 | O candidato Jair Bolsonaro sofreu um atentado agora em Juiz de Fora. Segundo seu filho, Flavio Bolsonaro, o candidato foi atingido por uma facada superficial, mas passa bem pic.twitter.com/5a9VM3Ap5X
— EL PAÍS Brasil (@elpais_brasil) September 6, 2018