Þjóðaröryggisráðgjafi Trump: Munu bregðast við ef starfsmenn sendiráðsins í Venesúela verði beittir ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2019 19:15 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. AP/Manuel Balce Ceneta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni bregðast við af krafti, verði starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Venesúela beittir ofbeldi eða ógnunum. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, ákvað fyrr í vikunni að slíta stjórnmálasamskiptum ríkjanna og gaf Bandaríkjamönnum 72 sólarhringa að flytja starfsmenn sendiráðsins úr landi.Yfirvöld í Bandaríkjunum höfnuðu því þó á þeim grundvelli að samskipti ríkjanna myndu halda áfram í gegnum Juan Guaidó, sem þjóðþingið hefur skipað sem starfandi forseta Venesúela. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Fresturinn sem Maduro gaf Bandaríkjamönnum er nú liðinn Í gærkvöldi gaf Utanríkisráðuneyti Venesúela hins vegar út að fresturinn hefði verið lengdur í 30 daga.. Maduro og Guaidó berjast nú um hilli hermanna í Venesúela en herinn mun að öllum líkindum ráða því hvort Maduro haldi völdum eða ekki. Stuðningsmenn Guaidó dreifðu bæklingum til hermanna í dag þar sem þeir voru hvattir til að hafna stjórn Maduro og lofað náðun hjálpi þeir að koma lýðræðinu á í Venesúela á ný, eins og það var orðað samkvæmt AP fréttaveitunni.„Við erum að bíða eftir ykkur, hermenn Venesúela,“ sagði Guaidó á blaðamannafundi í dag. Þá hvatti hann hermenn til að skjóta ekki á mótmælendur en tugir þeirra eru sagðir hafa verið skotnir til bana á undanförnum dögum. Maduro varði deginum í að fylgjast með heræfingum og ræða við hermenn í Venesúela. Æðstu hershöfðingjar Venesúela hafa lýst yfir hollustu við Maduro á undanförnum dögum. Það er þó ekki víst hvort óbreyttir hermenn styðji við bakið á Maduro. Fjölskyldur þeirra hafa þurft að berjast við matarskort, óðaverðbólgu, glæpi og fleira. Talið er að rúmlega þrjár milljónir manna hafi flúið Venesúela á undanförnum árum. Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni bregðast við af krafti, verði starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Venesúela beittir ofbeldi eða ógnunum. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, ákvað fyrr í vikunni að slíta stjórnmálasamskiptum ríkjanna og gaf Bandaríkjamönnum 72 sólarhringa að flytja starfsmenn sendiráðsins úr landi.Yfirvöld í Bandaríkjunum höfnuðu því þó á þeim grundvelli að samskipti ríkjanna myndu halda áfram í gegnum Juan Guaidó, sem þjóðþingið hefur skipað sem starfandi forseta Venesúela. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Fresturinn sem Maduro gaf Bandaríkjamönnum er nú liðinn Í gærkvöldi gaf Utanríkisráðuneyti Venesúela hins vegar út að fresturinn hefði verið lengdur í 30 daga.. Maduro og Guaidó berjast nú um hilli hermanna í Venesúela en herinn mun að öllum líkindum ráða því hvort Maduro haldi völdum eða ekki. Stuðningsmenn Guaidó dreifðu bæklingum til hermanna í dag þar sem þeir voru hvattir til að hafna stjórn Maduro og lofað náðun hjálpi þeir að koma lýðræðinu á í Venesúela á ný, eins og það var orðað samkvæmt AP fréttaveitunni.„Við erum að bíða eftir ykkur, hermenn Venesúela,“ sagði Guaidó á blaðamannafundi í dag. Þá hvatti hann hermenn til að skjóta ekki á mótmælendur en tugir þeirra eru sagðir hafa verið skotnir til bana á undanförnum dögum. Maduro varði deginum í að fylgjast með heræfingum og ræða við hermenn í Venesúela. Æðstu hershöfðingjar Venesúela hafa lýst yfir hollustu við Maduro á undanförnum dögum. Það er þó ekki víst hvort óbreyttir hermenn styðji við bakið á Maduro. Fjölskyldur þeirra hafa þurft að berjast við matarskort, óðaverðbólgu, glæpi og fleira. Talið er að rúmlega þrjár milljónir manna hafi flúið Venesúela á undanförnum árum.
Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00
Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16
Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30
Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40
Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13