Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa snúið baki við eigin gildum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2019 18:33 Þorgerður Katrín kallaði eftir virðingu í samskiptum og frelsi til að fara eigin leiðir í stjórnmálum. Vísir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðustu árum horfið frá þeim gildum, á borð við víðsýni, sem eitt sinn hafi einkennt flokkinn og á þeim forsendum hafi hún fundið sig knúna til að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Viðreisn, flokk sem hverfist um öll hennar helstu baráttumál á borð við alþjóðasamstarf, jafnrétti og frjálslyndi. Þetta sagði Þorgerður Katrín í viðtali á Þingvöllum í dag en Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stýrði viðtalinu. Páll varði drjúgum hluta viðtalsins í að spyrja út í fortíð hennar í stjórnmálum, hrunárin og veru hennar í Sjálfstæðisflokknum. Um miðbik þáttarins fann Þorgerður Katrín sig knúna til að segja „Páll ég veit að þú ert í Sjálfstæðisflokknum en mig langar til að fara að tala um framtíðina líka.“ Páll spurði Þorgerði Katrínu hvort hún hefði upplifað andúð af hálfu Sjálfstæðismanna sem hafi litið á brotthvarf Þorgarðar sem svik eða óheilindi gagnvart því sem þeir stóðu fyrir: „Það eru til þeir, einhverjir svona harðkjarna Sjálfstæðismenn gamlir, sem myndu lýsa þessu svona: „heyrðu við bárum þennan stjórnmálamann, þessa stjórnmálakonu á höndum okkar við kusum hana inn á þing, við kusum hana til mestu trúnaðarstarfa, við treystum henni best, við kusum hana, hún var ráðherrann okkar, hún var varaformaðurinn okkar og svo bara fer hún frá okkur,“ segir Páll. Þorgerður Katrín svaraði því til að hún hefði orðið vör við ákveðna heift af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna sem hafi oftar en ekki verið karlmenn. Hún segist reyna að taka það ekki inn á sig þegar stjórnmálamenn „skjóti á hana“ í kaffiteríunni á Alþingi og víðar. Hún segist gera sér grein fyrir því að hún sé ekki sú vinsælasta innan raða Sjálfstæðisflokksins. „Það eru ráðherra þarna sem eru að gera bæði góða hluti en líka alveg ógeðslega leiðinlega og vonda hluti,“ segir Þorgerður Katrín. Varðandi spurningu Páls segist hún trúa því að hún hafi verið kosin til áhrifa-og trúnaðarstarfa vegna þess að hún hafi eitthvað fram að færa og að hún hafi staðið undir traustinu. Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn, umfram aðra flokka, ætti að hafa skilning á frelsi einstaklingsins og frelsi til orða og athafna.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar nýtur sín vel innan flokks sem nái betur utan um skoðanir hennar og sýn í stjórnmálum.Hættuleg þróun að snúa baki við gildi á borð við víðsýni Þorgerður Katrín segir að henni finnist miður að fylgjast með þeirri þróun sem hafi átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum; hann hafi horfið frá sínum gildum og neitað að takast á við nýja tíma. Það sé mikil gerjun í pólitíkinni sem sé mikil áskorun fyrir flokka sem séu meira en 80 ára gamlir. Þorgerði finnst erfitt að horfa upp á þróunina ekki síst vegna þess að hún hafi upphaflega gengið til liðs við Sjálfstæðisflokksinn vegna utanríkismála. „Út af öryggis-og varnarmálum flokksins, út af þessari víðu sýn sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði meðal annars hvernig hann kom árið 1949 að NATO - inngöngunni og gerði það með stæl, árið 1970 – aðili að EFTA og stóð fyrir því að gera EES samninginn. Allt í einu á síðustu árum er verið að snúa svolítið baki við þessari víðsýni sem einkenndi flokkinn og forystumenn flokksins í gegnum tíðina og það er hættulegt.“ Þorgerður Katrín segist virða alla sem eru í Sjálfstæðisflokknum. „Þó ég sakni þess að það þurfi að taka ákvarðanir í ýmsum málaflokkum, í sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu að þá er þetta fólk sem er að reyna að sinna vinnunni og sinna henni vel, við skulum bara draga það fram.“ Henni finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu ekki talaðir mikið niður því þeir vinni mikilvægt starf í lýðræðissamfélagi. „Við skulum virða hvort annað en við skulum þá líka leyfa okkur að fara áfram á okkar eigin forsendum en ekki einhverju fyrirframgefnu innan einhverrar flokksmaskínu.“ Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðustu árum horfið frá þeim gildum, á borð við víðsýni, sem eitt sinn hafi einkennt flokkinn og á þeim forsendum hafi hún fundið sig knúna til að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Viðreisn, flokk sem hverfist um öll hennar helstu baráttumál á borð við alþjóðasamstarf, jafnrétti og frjálslyndi. Þetta sagði Þorgerður Katrín í viðtali á Þingvöllum í dag en Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stýrði viðtalinu. Páll varði drjúgum hluta viðtalsins í að spyrja út í fortíð hennar í stjórnmálum, hrunárin og veru hennar í Sjálfstæðisflokknum. Um miðbik þáttarins fann Þorgerður Katrín sig knúna til að segja „Páll ég veit að þú ert í Sjálfstæðisflokknum en mig langar til að fara að tala um framtíðina líka.“ Páll spurði Þorgerði Katrínu hvort hún hefði upplifað andúð af hálfu Sjálfstæðismanna sem hafi litið á brotthvarf Þorgarðar sem svik eða óheilindi gagnvart því sem þeir stóðu fyrir: „Það eru til þeir, einhverjir svona harðkjarna Sjálfstæðismenn gamlir, sem myndu lýsa þessu svona: „heyrðu við bárum þennan stjórnmálamann, þessa stjórnmálakonu á höndum okkar við kusum hana inn á þing, við kusum hana til mestu trúnaðarstarfa, við treystum henni best, við kusum hana, hún var ráðherrann okkar, hún var varaformaðurinn okkar og svo bara fer hún frá okkur,“ segir Páll. Þorgerður Katrín svaraði því til að hún hefði orðið vör við ákveðna heift af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna sem hafi oftar en ekki verið karlmenn. Hún segist reyna að taka það ekki inn á sig þegar stjórnmálamenn „skjóti á hana“ í kaffiteríunni á Alþingi og víðar. Hún segist gera sér grein fyrir því að hún sé ekki sú vinsælasta innan raða Sjálfstæðisflokksins. „Það eru ráðherra þarna sem eru að gera bæði góða hluti en líka alveg ógeðslega leiðinlega og vonda hluti,“ segir Þorgerður Katrín. Varðandi spurningu Páls segist hún trúa því að hún hafi verið kosin til áhrifa-og trúnaðarstarfa vegna þess að hún hafi eitthvað fram að færa og að hún hafi staðið undir traustinu. Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn, umfram aðra flokka, ætti að hafa skilning á frelsi einstaklingsins og frelsi til orða og athafna.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar nýtur sín vel innan flokks sem nái betur utan um skoðanir hennar og sýn í stjórnmálum.Hættuleg þróun að snúa baki við gildi á borð við víðsýni Þorgerður Katrín segir að henni finnist miður að fylgjast með þeirri þróun sem hafi átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum; hann hafi horfið frá sínum gildum og neitað að takast á við nýja tíma. Það sé mikil gerjun í pólitíkinni sem sé mikil áskorun fyrir flokka sem séu meira en 80 ára gamlir. Þorgerði finnst erfitt að horfa upp á þróunina ekki síst vegna þess að hún hafi upphaflega gengið til liðs við Sjálfstæðisflokksinn vegna utanríkismála. „Út af öryggis-og varnarmálum flokksins, út af þessari víðu sýn sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði meðal annars hvernig hann kom árið 1949 að NATO - inngöngunni og gerði það með stæl, árið 1970 – aðili að EFTA og stóð fyrir því að gera EES samninginn. Allt í einu á síðustu árum er verið að snúa svolítið baki við þessari víðsýni sem einkenndi flokkinn og forystumenn flokksins í gegnum tíðina og það er hættulegt.“ Þorgerður Katrín segist virða alla sem eru í Sjálfstæðisflokknum. „Þó ég sakni þess að það þurfi að taka ákvarðanir í ýmsum málaflokkum, í sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu að þá er þetta fólk sem er að reyna að sinna vinnunni og sinna henni vel, við skulum bara draga það fram.“ Henni finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu ekki talaðir mikið niður því þeir vinni mikilvægt starf í lýðræðissamfélagi. „Við skulum virða hvort annað en við skulum þá líka leyfa okkur að fara áfram á okkar eigin forsendum en ekki einhverju fyrirframgefnu innan einhverrar flokksmaskínu.“
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira