Theriot er talinn vera vopnaður og hættulegur.
Fógetinn í Ascension (Gonzales er í umdæmi hans) sagði frá því á Facebook að Theriot væri leitað fyrr í kvöld og að hann hefði myrt föður sinn og fósturmóður sína. Seinna kom í ljós að hann er einnig grunaður um að hafa myrt þau Billy, Tanner og Summer Ernest í Walker, sem er í umdæmi fógetans í Livingston.
Bobby Webre, fógeti Ascension, segir foreldra Theriot hafa nýverið rekið hann af heimili þeirra og sagt honum að snúa ekki aftur. Þá þekkti hann einnig einn af hinum þremur sem hann er grunaður um að hafa myrt.