Erlent

Lögregluþjóni hrósað fyrir að skjóta föður í skóla dóttur hans

Samúel Karl Ólason skrifar
Á myndbandinu má sjá lögregluþjóna vísa Landeros úr byggingunni og í kjölfar þess að hann streitist á móti ætla þeir að handtaka hann.
Á myndbandinu má sjá lögregluþjóna vísa Landeros úr byggingunni og í kjölfar þess að hann streitist á móti ætla þeir að handtaka hann.
Lögreglan í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum hefur birt myndband úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem skutu faðir til bana í skóla dóttur hans. Atvikið átti sér stað þann 11. janúar en myndbandið var birt í gær eftir að saksóknarar komust að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónarnir tveir hefðu ekki brotið af sér í starfi.

Uppruna atviksins má rekja til þess að Charles Landeros skráði dóttur sína í Cascade skólann í Eugene, í óþökk móður stúlkunnar sem er með forræði yfir henni. Skólinn kallaði Landeros, sem var 30 ára gamall og fyrrverandi hermaður, á fund og sömuleiðis Steve Timm, öryggisvörð skólans sem er lögregluþjónn, samkvæmt frétt NBC.



Þegar Timm komst að því málið sneri að forræðisdeilu kallaði hann annan lögregluþjón á svæðið.

Á myndbandinu má sjá lögregluþjóna vísa Landeros úr byggingunni og í kjölfar þess að hann streitist á móti ætla þeir að handtaka hann. Í átökum við Aaron Johns, annan lögregluþjóninn, dró Landeros fram byssu og hleypti tveimur skotum af sem hæfðu Timm næstum því. Hann skaut Landeros þá til bana.

Við rannsókn lögreglunnar kom í ljós að Landeros var með umtalsvert af skotfærum á sér og í bíl sínum. Saksóknarar segja Timm hafa bjargað lífi Johns, eigin lífi og mögulega fjölmargra annarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×