Lofar bók fyrir næstu jól Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. janúar 2019 10:00 Sólveig, sæl og ánægð með heiðurinn, við athöfnina í Bókasafni Seltjarnarness. Mynd/Jón Svavarsson Þetta er mikill heiður og gladdi mig virkilega,“ segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur eftir að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Á bókasafni bæjarins, þar sem Sólveig tók við viðurkenningarskjali og einnar milljónar króna starfslaunum, er sýning um líf hennar og starf. „Þar eru myndir úr öllum mínum heimum, leikhúsinu, kennslunni, rithöfundarstarfinu og sem formaður menningarnefndar Seltjarnarness. Við sem þar störfuðum saman komum mörgum verkefnum á koppinn,“ segir hún og nefnir sem dæmi menningarhátíð, skráningu listaverka í eigu bæjarins og útgáfu bókar um þau, ásamt uppsetningu útilistaverksins Bollasteins, eftir Ólöfu Nordal. „Ég hætti í nefndinni 2010 eftir átta ár og sneri mér að því að skrifa glæpasögur. Leikarinn kom út árið 2012 og fékk svo góðar viðtökur að ég hélt áfram. Nú eru bækurnar orðnar fjórar, sú síðasta, Refurinn, kom út í nóvember 2017.“ Að sjálfsögðu er Sólveig með sögu í smíðum. „Hún kemur út fyrir næstu jól,“ segir hún glaðlega en kveðst ekkert rembast við að gefa út bækur með fyrirfram ákveðnu millibili. „Ég verð að leyfa hugmyndunum að setjast í mér og þroskast,“ segir hún og nefnir að Refurinn hafi tekið sinn tíma. Aðstæður sem geta skapast þegar manneskja hefur ekki tungumál til að tjá sig á, í ræðu eða riti, sóttu á mig, enda stóðu þær mér nærri, bæði út frá reynslu minni sem kennari og svo eru margir í minni fjölskyldu af erlendum uppruna. Ég vildi láta þannig settan einstakling mæta hráum, íslenskum veruleika og það var jafnvægislist.“ Bækur Sólveigar hafa verið gefnar út erlendis og nú vinnur breskt kvikmyndafyrirtæki að því að fjármagna sjónvarpsþáttaröð sem byggð er á Refnum. Sólveig er einmitt stödd í London þegar þetta spjall okkar fer fram gegnum síma. Hún segir aðalerindið þar vera að fylgja dóttur sinni, Áslaugu Torfadóttur, því fyrsta bók í hennar þýðingu úr íslensku á ensku sé að koma út, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur. „En ég ætla líka að hitta fólkið sem stendur í því að reyna að koma Refnum í breskt sjónvarp og frétta hvernig gengur.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tímamót Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Þetta er mikill heiður og gladdi mig virkilega,“ segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur eftir að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Á bókasafni bæjarins, þar sem Sólveig tók við viðurkenningarskjali og einnar milljónar króna starfslaunum, er sýning um líf hennar og starf. „Þar eru myndir úr öllum mínum heimum, leikhúsinu, kennslunni, rithöfundarstarfinu og sem formaður menningarnefndar Seltjarnarness. Við sem þar störfuðum saman komum mörgum verkefnum á koppinn,“ segir hún og nefnir sem dæmi menningarhátíð, skráningu listaverka í eigu bæjarins og útgáfu bókar um þau, ásamt uppsetningu útilistaverksins Bollasteins, eftir Ólöfu Nordal. „Ég hætti í nefndinni 2010 eftir átta ár og sneri mér að því að skrifa glæpasögur. Leikarinn kom út árið 2012 og fékk svo góðar viðtökur að ég hélt áfram. Nú eru bækurnar orðnar fjórar, sú síðasta, Refurinn, kom út í nóvember 2017.“ Að sjálfsögðu er Sólveig með sögu í smíðum. „Hún kemur út fyrir næstu jól,“ segir hún glaðlega en kveðst ekkert rembast við að gefa út bækur með fyrirfram ákveðnu millibili. „Ég verð að leyfa hugmyndunum að setjast í mér og þroskast,“ segir hún og nefnir að Refurinn hafi tekið sinn tíma. Aðstæður sem geta skapast þegar manneskja hefur ekki tungumál til að tjá sig á, í ræðu eða riti, sóttu á mig, enda stóðu þær mér nærri, bæði út frá reynslu minni sem kennari og svo eru margir í minni fjölskyldu af erlendum uppruna. Ég vildi láta þannig settan einstakling mæta hráum, íslenskum veruleika og það var jafnvægislist.“ Bækur Sólveigar hafa verið gefnar út erlendis og nú vinnur breskt kvikmyndafyrirtæki að því að fjármagna sjónvarpsþáttaröð sem byggð er á Refnum. Sólveig er einmitt stödd í London þegar þetta spjall okkar fer fram gegnum síma. Hún segir aðalerindið þar vera að fylgja dóttur sinni, Áslaugu Torfadóttur, því fyrsta bók í hennar þýðingu úr íslensku á ensku sé að koma út, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur. „En ég ætla líka að hitta fólkið sem stendur í því að reyna að koma Refnum í breskt sjónvarp og frétta hvernig gengur.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tímamót Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira