Þorramatur 101 26. janúar 2019 08:45 Rófustappa, hákarl, svið. smjör, flatkökur, rúgbrauð, hangikjöt, lundabaggar, hrútspungar, lifrarpylsa. blóðmör, rúllupylsa, súr hvalur, harðfiskur og sviðasulta. Hangikjöt, hrútspungar, lifrarpylsa, blóðmör, rófustappa, hákarl, svið og lundabaggar eru víða á boðstólum um þessar mundir. Á Múlakaffi er sannkölluð Þorrahátíð og matreiðslumenn í óða önn að hafa til vinsælan Þorramat. Nanna Rögnvaldsdóttir.Nanna Rögnvaldsdóttir, einn helsti matargúrú þjóðarinnar, segir þorramat hafa verið oft á borðum á æskuheimili sínu. „Ég er alin upp á honum, meira og minna, og súrmatur og annað slíkt tengist þorranum ekkert sérstaklega í mínum huga, þetta var á borðum nánast daglega allt árið heima í sveitinni, og allt heimager nema hákarlinn, sem reyndar var ekki oft á boðstólum. Ég borða þetta allt saman en ég hef aldrei verið hrifin af því sem feitast er, súrsuðum bringukollum og slagvefjunni sem núna er kölluðu lundabaggi. Lundabaggarnir sem ég ólst upp á voru allt öðruvísi en enn feitari. Mér finnst súrmatur samt bara góður ef hann er almennilega súr og þannig fær maður hann varla í búð. Ég var að borða bæði nýja og súrsaða sviðasultu í gær og ég þurfti tvo bita af hvoru til að vera viss um hvort væri hvað, sú súrsaða var svo lítið súr að það var eiginlega enginn munur,“ segir Nanna. Hún segist sakna meiri fjölbreytni og myndi gjarnan vilja eldsúra blóðmör og reykta folaldatungu sem henni þykir algjört sælgæti. „Gallinn við þennan staðlaða þorramat sem allir eru með er að hann gefur fólki svo skakka mynd af því hvað var borðað - ég hitti oft fólk sem heldur að Íslendingar hafi varla borðað nokkuð annað í gamla daga, sem er fjarri lagi, eða að maturinn hafi verið nánast óbreyttur frá landnámsöld fram á þá tuttugustu. Auðvitað gerir þetta sitt til að halda gömlum matarhefðum og réttum á lofti en það er svo margt annað sem hefur gleymst af því að það rataði ekki á þorrabakkann. - Uppáhaldið mitt, ætli það væri ekki eldsúr blóðmör - en slíkt sælgæti hef ég ekki fengið síðan mamma dó. En ef ég fer út fyrir hefðbundinn þorrabakka, þá ætla ég að nefna reykta folaldatungu,“ segir Nanna.Jóhannes Stefánsson, Halldór Ásgeirsson og Guðjón Harðarson matreiðslumenn á Múlakaffi.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Birtist í Fréttablaðinu Matur Þorrablót Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Hangikjöt, hrútspungar, lifrarpylsa, blóðmör, rófustappa, hákarl, svið og lundabaggar eru víða á boðstólum um þessar mundir. Á Múlakaffi er sannkölluð Þorrahátíð og matreiðslumenn í óða önn að hafa til vinsælan Þorramat. Nanna Rögnvaldsdóttir.Nanna Rögnvaldsdóttir, einn helsti matargúrú þjóðarinnar, segir þorramat hafa verið oft á borðum á æskuheimili sínu. „Ég er alin upp á honum, meira og minna, og súrmatur og annað slíkt tengist þorranum ekkert sérstaklega í mínum huga, þetta var á borðum nánast daglega allt árið heima í sveitinni, og allt heimager nema hákarlinn, sem reyndar var ekki oft á boðstólum. Ég borða þetta allt saman en ég hef aldrei verið hrifin af því sem feitast er, súrsuðum bringukollum og slagvefjunni sem núna er kölluðu lundabaggi. Lundabaggarnir sem ég ólst upp á voru allt öðruvísi en enn feitari. Mér finnst súrmatur samt bara góður ef hann er almennilega súr og þannig fær maður hann varla í búð. Ég var að borða bæði nýja og súrsaða sviðasultu í gær og ég þurfti tvo bita af hvoru til að vera viss um hvort væri hvað, sú súrsaða var svo lítið súr að það var eiginlega enginn munur,“ segir Nanna. Hún segist sakna meiri fjölbreytni og myndi gjarnan vilja eldsúra blóðmör og reykta folaldatungu sem henni þykir algjört sælgæti. „Gallinn við þennan staðlaða þorramat sem allir eru með er að hann gefur fólki svo skakka mynd af því hvað var borðað - ég hitti oft fólk sem heldur að Íslendingar hafi varla borðað nokkuð annað í gamla daga, sem er fjarri lagi, eða að maturinn hafi verið nánast óbreyttur frá landnámsöld fram á þá tuttugustu. Auðvitað gerir þetta sitt til að halda gömlum matarhefðum og réttum á lofti en það er svo margt annað sem hefur gleymst af því að það rataði ekki á þorrabakkann. - Uppáhaldið mitt, ætli það væri ekki eldsúr blóðmör - en slíkt sælgæti hef ég ekki fengið síðan mamma dó. En ef ég fer út fyrir hefðbundinn þorrabakka, þá ætla ég að nefna reykta folaldatungu,“ segir Nanna.Jóhannes Stefánsson, Halldór Ásgeirsson og Guðjón Harðarson matreiðslumenn á Múlakaffi.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Birtist í Fréttablaðinu Matur Þorrablót Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira