„Fólk er alveg tryllt þarna, kaupa 200 eggjabakka og eitthvað. Ég þorði varla inn þegar ég sá stemmninguna fyrir utan,“ segir Árni. Fólk hafi verið með fjöldan allan af klósettpappírspakkningum og allar frosnar vörur hafi verið farnar, eða svo gott sem.
„Það er verið að rífa allt út úr þessari búð.“
Verslunin er ein þriggja sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að verði sé að loka búðinni með mikilli eftirsjá. Þakka þau kærlega fyrir samskipti við viðskiptavini undanfarin ár.
Til stóð að selja allar vörur á 30% afslætti í dag og á morgun en Guðmundur reiknar með því að búðin tæmist í dag.
Merkti bugun í augum starfsfólks
Í framhaldinu verður Bónus í Faxafeni lokað í lok febrúar og Smiðjuvegi 1. apríl.Árni mælir með því að fólk sem ætlar í búðina grípi vin með sér.
„Það er praktískt. Þú verður eiginlega að byrja á því að fara í röð og gera út frá röðinni,“ segir Árni.
Hann hafi gert góð kaup.
Svona dót sem endist, mjög praktískt. Nú á ég nóg af tannkremi og svona rugli.Hann hafi þó áhyggjur af gamalli konu sem staðið hafi fyrir aftan hann.
Hún hafi horfið í mannhafið. Vonandi sé í lagi með hana.
Álagið hafi greinilega verið mikið á starfsfólkinu.
Árni segist hafa merkt ákveðna bugun í augum þeirra sem flest eru ung að árum.
Enginn að ryðjast
„Það var svo mikið álag á kerfinu. Það þarf að reikna út afsláttarprósentur á allar vörur svo þetta gengur hægt fyrir sig.Svo eru allir með svo mikið. Þetta var pínu nötts en samt engin brjálæðisglampi í augum fólks.
Enginn hlaupandi eða að ryðjast.“
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, keypti verslanirnar þrjár af Högum.
Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að opna verslun við Hallveigarstíg í febrúar. Fær flest starfsfólk í verslun Bónus á Hallveigarstíg vinnu í nýju búðinni.