Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2019 12:15 Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Vísir/Vilhelm Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. Murat Arslan var ekki einn þeirra þrjú þúsund dómara sem voru handteknir eftir hreinsanir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfar svokallaðs Gulen-máls sumarið 2016. Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Skúli segir að samtökin hafi leitast eftir því að veita tyrkneskum stjórnvöldum aðhald eftir að hreinsanir Erdogans hófust. Murat hélt áfram einhverjum samskiptum við Alþjóðasamtök dómara þó að hann vissi að því fylgdi áhætta fyrir sig persónulega. Eftir aðalfund Alþjóðasamtaka dómara í Mexíkó haustið 2017 sendi Murat tölvupóst þar sem hann þakkaði samtökunum fyrir stuðninginn. Stuttu síðar var hann handtekinn heima í Tyrklandi og hefur nú verið dæmdur í tíu ára fangelsi af ástæðum sem liggja ekki fyrir.Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands hefur ráðist til atlögu gegn öllum andstæðingum sínum, raunverulegum sem ímynduðum, frá því að ætlað valdarán í Tyrklandi misheppnaðist sumarið 2016. Alls hafa 4.000 dómarar verið handteknir frá þeim tíma.Vísir/EPALíklega sviptur eignum sínum Skúli segir að líklega hafi Murat Arslan hafi verið sviptur eignum sínum og að fjölskylda hans sé á vonarvöl. „Þetta eru um 4.000 dómarar eða fjórðungur allra tyrkneskra dómara sem hafa verið reknir. Þar með er ekki sagt að þeir hafi allir verið handteknir og settir í gæsluvarðhald. Það er talað um að 2.500 dómarar hafi verið handteknir og setið í gæsluvarðhaldi og núna erum við farin að sjá dóma yfir þessum mönnum. Auðvitað var maður að vonast til þess að þetta myndi leysast og menn yrðu ekki hafðir í haldi áfram þótt það væri búið að svipta þá embættinu,“ segir Skúli. Annað hafi svo komið á daginn því nýlegir dómar sýni að tyrknesk stjórnvöld ætli ekki að láta það duga að svipta dómarana embættum. Enn hærra hafi verið reitt til höggs eins og tíu ára fangelsisdómur yfir Murat Arslan er til vitnis um.Ingibjörg Þorsteinsdóttir er formaður Dómarafélags Íslands. Með henni á myndinni er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.Vísir/ANTONFunda með Guðlaugi Þór síðar í dag Skúli Magnússon mun ásamt Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, ganga á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til að vekja athygli á máli Murats. Munu þau óska eftir að ráðherra spyrjist fyrir um málið og grípi til viðeigandi aðgerða í framhaldi af því. Það eru ekki bara dómarar, embættismenn og fræðimenn sem eru fórnarlömb hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta því 230 blaðamenn hafa verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016 og 68 þeirra sitja nú í fangelsi. Tyrkland Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. Murat Arslan var ekki einn þeirra þrjú þúsund dómara sem voru handteknir eftir hreinsanir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfar svokallaðs Gulen-máls sumarið 2016. Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Skúli segir að samtökin hafi leitast eftir því að veita tyrkneskum stjórnvöldum aðhald eftir að hreinsanir Erdogans hófust. Murat hélt áfram einhverjum samskiptum við Alþjóðasamtök dómara þó að hann vissi að því fylgdi áhætta fyrir sig persónulega. Eftir aðalfund Alþjóðasamtaka dómara í Mexíkó haustið 2017 sendi Murat tölvupóst þar sem hann þakkaði samtökunum fyrir stuðninginn. Stuttu síðar var hann handtekinn heima í Tyrklandi og hefur nú verið dæmdur í tíu ára fangelsi af ástæðum sem liggja ekki fyrir.Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands hefur ráðist til atlögu gegn öllum andstæðingum sínum, raunverulegum sem ímynduðum, frá því að ætlað valdarán í Tyrklandi misheppnaðist sumarið 2016. Alls hafa 4.000 dómarar verið handteknir frá þeim tíma.Vísir/EPALíklega sviptur eignum sínum Skúli segir að líklega hafi Murat Arslan hafi verið sviptur eignum sínum og að fjölskylda hans sé á vonarvöl. „Þetta eru um 4.000 dómarar eða fjórðungur allra tyrkneskra dómara sem hafa verið reknir. Þar með er ekki sagt að þeir hafi allir verið handteknir og settir í gæsluvarðhald. Það er talað um að 2.500 dómarar hafi verið handteknir og setið í gæsluvarðhaldi og núna erum við farin að sjá dóma yfir þessum mönnum. Auðvitað var maður að vonast til þess að þetta myndi leysast og menn yrðu ekki hafðir í haldi áfram þótt það væri búið að svipta þá embættinu,“ segir Skúli. Annað hafi svo komið á daginn því nýlegir dómar sýni að tyrknesk stjórnvöld ætli ekki að láta það duga að svipta dómarana embættum. Enn hærra hafi verið reitt til höggs eins og tíu ára fangelsisdómur yfir Murat Arslan er til vitnis um.Ingibjörg Þorsteinsdóttir er formaður Dómarafélags Íslands. Með henni á myndinni er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.Vísir/ANTONFunda með Guðlaugi Þór síðar í dag Skúli Magnússon mun ásamt Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, ganga á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til að vekja athygli á máli Murats. Munu þau óska eftir að ráðherra spyrjist fyrir um málið og grípi til viðeigandi aðgerða í framhaldi af því. Það eru ekki bara dómarar, embættismenn og fræðimenn sem eru fórnarlömb hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta því 230 blaðamenn hafa verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016 og 68 þeirra sitja nú í fangelsi.
Tyrkland Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira