Skipasiglingar valda reiði í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2019 11:15 Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja að til greina komi að senda flugmóðurskip til Taívan, sem myndi án efa valda usla í Kína. EPA/JEON HEON-KYUN Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af ríki þeirra og hafa ekki útilokað að beita hervaldi til þvinga sameiningu ríkjanna. Bandarískum herskipum var siglt um svæðið þrisvar sinnum í fyrra og segja yfirvöld Í bandaríkjunum að til greina komi að fljúga flugmóðurskipi um svæðið, þrátt fyrir að Kínverjar hafi þróað sérstakar eldflaugar til að granda stórum herskipum.Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipumForsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja siglingum sem þessum ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Það er þó ljóst að Bandaríkin hafa fjölgað siglingum á svæðinu og þá sérstaklega um Suður-Kínahaf, þar sem yfirvöld í Kína hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp sem og flotastöðvar og flugvellir og hefur vopnum verið komið þar fyrir. Kínverjar hafa beitt Taívan auknum þrýstingi á síðustu árum eftir að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta landsins árið 2016. Hún er sjálfstæðissinni. Síðan þá hafa yfirvöld í Kína reglulega sent herflugvélar og skip í kringum Taívan. Fyrr í gær hafði herþotum og sprengjuflugvélum verið flogið fram hjá Taívan, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti landsins. Talskona Utanríkisráðuneyti Kína segir siglinguna vera áhyggjuefni og hvatti hún Bandaríkin til að fylgja „eitt Kína“ stefnunni. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa sífellt auknar áhyggjur af því að Kínverjar geri innrás í Taívan. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í byrjun árs að til greina kæmi að gera innrás í Taívan. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af ríki þeirra og hafa ekki útilokað að beita hervaldi til þvinga sameiningu ríkjanna. Bandarískum herskipum var siglt um svæðið þrisvar sinnum í fyrra og segja yfirvöld Í bandaríkjunum að til greina komi að fljúga flugmóðurskipi um svæðið, þrátt fyrir að Kínverjar hafi þróað sérstakar eldflaugar til að granda stórum herskipum.Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipumForsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja siglingum sem þessum ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Það er þó ljóst að Bandaríkin hafa fjölgað siglingum á svæðinu og þá sérstaklega um Suður-Kínahaf, þar sem yfirvöld í Kína hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp sem og flotastöðvar og flugvellir og hefur vopnum verið komið þar fyrir. Kínverjar hafa beitt Taívan auknum þrýstingi á síðustu árum eftir að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta landsins árið 2016. Hún er sjálfstæðissinni. Síðan þá hafa yfirvöld í Kína reglulega sent herflugvélar og skip í kringum Taívan. Fyrr í gær hafði herþotum og sprengjuflugvélum verið flogið fram hjá Taívan, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti landsins. Talskona Utanríkisráðuneyti Kína segir siglinguna vera áhyggjuefni og hvatti hún Bandaríkin til að fylgja „eitt Kína“ stefnunni. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa sífellt auknar áhyggjur af því að Kínverjar geri innrás í Taívan. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í byrjun árs að til greina kæmi að gera innrás í Taívan.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent