Hætta leit að vél Emiliano Sala Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2019 17:25 Frá heimavelli Cardiff City. Getty Leit hefur verið hætt að flugvélinni sem hvarf yfir Ermarsundi á mánudaginn með tvo innanborðs. Argentínski knattspyrnumaðurinn Emiliano Sala og flugmaðurinn David Ibbotson voru um borð í vélinni, en Sala hafði nýverið gengið til liðs við Cardiff City frá franska liðinu Nantes. Lögreglan á Guernsey greindi frá því nú síðdegis að eftir þriggja daga leit hafi henni nú verið hætt. Í frétt BBC kemur fram að Romina Sala, systir Emiliano, hafi biðlað til breskra yfirvalda að halda leitinni áfram. „Í hjarta mínu veit ég að Emiliano er enn á lífi.“ Talsmaður yfirvalda segir að dýpið á hafsvæðinu þar sem síðast var vitað um ferðir vélarinnar, í um 700 metra hæð, sé um hundrað metrar.Emiliano Sala og Ken Choo við undirritun samningsins.Mynd/Twitter/@CardiffCityFCSala varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff um síðustu helgi þegar þeir keyptu hann á 15 milljónir punda. Hann hafði snúið aftur til Nantes til að kveðja fyrrverandi liðsfélaga en var svo á leið aftur til Wales. Fjölmiðlar í Argentínu segja að hinn 28 ára Sala hafi sent fjölskyldu sinni skilaboð í gegnum Whatsapp forritið skömmu áður en vélin hvarf. Sagðist hann logandi hræddur, enda væri eins og vélin væri að detta í sundur. Björgunarlið hefur leitað á um 4.400 ferkílómetra svæði á sjó og landi, meðal annars á og í kringum eyjarnar Burhou, Casquets og Alderney. Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Tengdar fréttir Sala sendi liðsfélögunum skilaboð rétt fyrir slysið: Líður eins og hún sé að detta í sundur Emiliano Sala, leikmaður Cardiff sem er talinn hafa farist í flugslysi, sendi fyrrum liðsfélögum sínum skilaboð rétt áður en flugvélin hvarf. 24. janúar 2019 06:00 Sala sendi skilaboð úr flugvélinni og sagðist hræddur Sala er tuttugu og átta ára gamall Argentínumaður og miðlar í Argentínu segja að hann hafi sent fjölskyldu sinni skilaboð í gegnum Whatsapp forritið skömmu áður en vélin hvarf. 23. janúar 2019 10:12 Emiliano Sala átti að mæta á fyrstu æfinguna með Cardiff í dag Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala. 22. janúar 2019 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Leit hefur verið hætt að flugvélinni sem hvarf yfir Ermarsundi á mánudaginn með tvo innanborðs. Argentínski knattspyrnumaðurinn Emiliano Sala og flugmaðurinn David Ibbotson voru um borð í vélinni, en Sala hafði nýverið gengið til liðs við Cardiff City frá franska liðinu Nantes. Lögreglan á Guernsey greindi frá því nú síðdegis að eftir þriggja daga leit hafi henni nú verið hætt. Í frétt BBC kemur fram að Romina Sala, systir Emiliano, hafi biðlað til breskra yfirvalda að halda leitinni áfram. „Í hjarta mínu veit ég að Emiliano er enn á lífi.“ Talsmaður yfirvalda segir að dýpið á hafsvæðinu þar sem síðast var vitað um ferðir vélarinnar, í um 700 metra hæð, sé um hundrað metrar.Emiliano Sala og Ken Choo við undirritun samningsins.Mynd/Twitter/@CardiffCityFCSala varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff um síðustu helgi þegar þeir keyptu hann á 15 milljónir punda. Hann hafði snúið aftur til Nantes til að kveðja fyrrverandi liðsfélaga en var svo á leið aftur til Wales. Fjölmiðlar í Argentínu segja að hinn 28 ára Sala hafi sent fjölskyldu sinni skilaboð í gegnum Whatsapp forritið skömmu áður en vélin hvarf. Sagðist hann logandi hræddur, enda væri eins og vélin væri að detta í sundur. Björgunarlið hefur leitað á um 4.400 ferkílómetra svæði á sjó og landi, meðal annars á og í kringum eyjarnar Burhou, Casquets og Alderney.
Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Tengdar fréttir Sala sendi liðsfélögunum skilaboð rétt fyrir slysið: Líður eins og hún sé að detta í sundur Emiliano Sala, leikmaður Cardiff sem er talinn hafa farist í flugslysi, sendi fyrrum liðsfélögum sínum skilaboð rétt áður en flugvélin hvarf. 24. janúar 2019 06:00 Sala sendi skilaboð úr flugvélinni og sagðist hræddur Sala er tuttugu og átta ára gamall Argentínumaður og miðlar í Argentínu segja að hann hafi sent fjölskyldu sinni skilaboð í gegnum Whatsapp forritið skömmu áður en vélin hvarf. 23. janúar 2019 10:12 Emiliano Sala átti að mæta á fyrstu æfinguna með Cardiff í dag Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala. 22. janúar 2019 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Sala sendi liðsfélögunum skilaboð rétt fyrir slysið: Líður eins og hún sé að detta í sundur Emiliano Sala, leikmaður Cardiff sem er talinn hafa farist í flugslysi, sendi fyrrum liðsfélögum sínum skilaboð rétt áður en flugvélin hvarf. 24. janúar 2019 06:00
Sala sendi skilaboð úr flugvélinni og sagðist hræddur Sala er tuttugu og átta ára gamall Argentínumaður og miðlar í Argentínu segja að hann hafi sent fjölskyldu sinni skilaboð í gegnum Whatsapp forritið skömmu áður en vélin hvarf. 23. janúar 2019 10:12
Emiliano Sala átti að mæta á fyrstu æfinguna með Cardiff í dag Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala. 22. janúar 2019 15:15