Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 17:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. Sara varð fyrst í þriðja sæti á eftir þeim Samönthu Briggs og Jamie Greene í Dúbaí í desember og um síðustu helgi varð hún í þriðja sæti á Wodapalooza mótinu í Miami á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Kari Pearce. Samantha Briggs og Tia-Clair Toomey eru báðar komnar með þátttökurétt á heimsleikunum en hinir fá þrettán önnur mót í viðbót til að tryggja sér sætið. Eitt af þeim mótum verður einmitt haldið hér á Íslandi í maí. „Ég er ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni,“ skrifaði Sara inn á Instagram síðuna sína. Hún endaði með 564 stig og var bara 22 stigum frá öðrum sætinu en meira en hundrað stigum frá efsta sætinu. Sara lenti í því að rifbeinsbrotna á heimsleikunum í fyrra og þurfti þá að hætta keppni. Hún hefur verið að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Tia-Clair Toomey hefur unnið heimsleikana tvö undanfarin ár og fékk 676 stig á Wodapalooza mótinu sem er frábær árangur. Sara náði sem dæmi ekki að vera fyrir ofan hana í neinni grein. Toomey stoppar hins vegar ekki fleiri frá því að vinna sér sæti á heimsleikunum því ef Ástralinn keppir aftur á móti og vinnur þá mun sú í öðru sæti fá lausa sætið. „Ferðalagið sjálft er besti hlutinn af þessu öllu saman og þetta var stórkostleg upplifun að keppa á Wodapalooza. Ég gerði nokkur mistök og það var nóg af klaufagangi hjá mér en ég barðist vel fyrir mínu og fékk að upplifa ótrúlegt andrúmsloft,“ skrifaði Sara á Instagram-síðu sína. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur verið með á síðustu fjórum heimsleikum og endaði í þriðja sæti bæði 2015 og 2016.Hér fyrir neðan má sjá færslu Söru. „Not quite there yet but on my way back. The journey is the best part of this , amazing weekend competing @thewodapalooza , few mistakes made and a lot of clumsiness but a good fight and a unreal atmosphere. So thankful for all the volunteers and staff for making this event happen, and of course to the fans for cheering and giving me goosebumps each time I hear my name called.“ CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. Sara varð fyrst í þriðja sæti á eftir þeim Samönthu Briggs og Jamie Greene í Dúbaí í desember og um síðustu helgi varð hún í þriðja sæti á Wodapalooza mótinu í Miami á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Kari Pearce. Samantha Briggs og Tia-Clair Toomey eru báðar komnar með þátttökurétt á heimsleikunum en hinir fá þrettán önnur mót í viðbót til að tryggja sér sætið. Eitt af þeim mótum verður einmitt haldið hér á Íslandi í maí. „Ég er ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni,“ skrifaði Sara inn á Instagram síðuna sína. Hún endaði með 564 stig og var bara 22 stigum frá öðrum sætinu en meira en hundrað stigum frá efsta sætinu. Sara lenti í því að rifbeinsbrotna á heimsleikunum í fyrra og þurfti þá að hætta keppni. Hún hefur verið að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Tia-Clair Toomey hefur unnið heimsleikana tvö undanfarin ár og fékk 676 stig á Wodapalooza mótinu sem er frábær árangur. Sara náði sem dæmi ekki að vera fyrir ofan hana í neinni grein. Toomey stoppar hins vegar ekki fleiri frá því að vinna sér sæti á heimsleikunum því ef Ástralinn keppir aftur á móti og vinnur þá mun sú í öðru sæti fá lausa sætið. „Ferðalagið sjálft er besti hlutinn af þessu öllu saman og þetta var stórkostleg upplifun að keppa á Wodapalooza. Ég gerði nokkur mistök og það var nóg af klaufagangi hjá mér en ég barðist vel fyrir mínu og fékk að upplifa ótrúlegt andrúmsloft,“ skrifaði Sara á Instagram-síðu sína. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur verið með á síðustu fjórum heimsleikum og endaði í þriðja sæti bæði 2015 og 2016.Hér fyrir neðan má sjá færslu Söru. „Not quite there yet but on my way back. The journey is the best part of this , amazing weekend competing @thewodapalooza , few mistakes made and a lot of clumsiness but a good fight and a unreal atmosphere. So thankful for all the volunteers and staff for making this event happen, and of course to the fans for cheering and giving me goosebumps each time I hear my name called.“
CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira