Gagnrýna að ekki eigi að leiðrétta skerðingar að fullu Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2019 14:03 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi þessi mál vandlega. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu félagasmálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig staðið verði að leiðréttingum skerðinga bóta elli- og örorkulífeyrisþega vegna búsetu þeirra í öðrum löndum. En umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að Tryggingastofnun hefði í um áratug rangtúlkað lög og EES reglugerð um samræmingu almannatrygginga og þar með skert bætur þessara hópa vegna búsetu í útlöndum með ólögmætum hætti. „Afleiðingarnar af þessu að eru að mikill fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur þurft að búa við ólögmætar skerðingar að hálfu ríkisins. Íslenska ríkið hefur ólöglega skert tekjulægsta hópinn á Íslandi um marga milljarða,” segir Halldóra. Sumir þeirra sem skerðingarnar hafi bitnað á hafi þurft að búa í fjötrum fátæktar í mörg ár á bótum sem varla dugi fyrir mat hvað þá húsnæðiskostnaði. Tryggingastofnun boði breytingar á framkvæmd mála um mánaðarmótin og síðan verði farið í að meta mál hvers og eins. „Hvenær munu örorkulífeyrisþegar fá endurgreitt það sem skert hefur verið ólöglega undanfarin á rog áratugi? Þá er upp skýr krafa frá hagsmunasamtökum örorkulífeyrisþega að greitt verði tíu ár aftur í tímann. Mun ráðherra gera það,” spurði Halldóra. Ásmundur Einar Daðason sagði Tryggingastofnun vera að skoða þessi mál en niðurstaða lægi ekki ekki fyrir. Stofnunin væri að skoða fjögur ár aftur í tímann varðandi leiðréttingar en ekki tíu. Halldóra var ekki sátt við þessi svör. „Nú talar ráðherra um fjögur ár. og það hefur komið í ljós að það er verið að bera fyrir sig fyrningu. Þetta sé fyrnt og þess vegan sé ekki farið tíu ár aftur í tímann eins og hagsmunasamtök eru að fara fram á. Er ráðherra skylt að bera fyrir sig fyrningu eða er þetta bara ákvörðun,” segir Halldóra. „Það er mikilvægt að fara vel yfir málið til að hafa það algerlega rétt núna hvernig brugðist verður við. Í öðru lagi er mikilvægt að það fari fram samtal á milli félagasmálaráðuneytisins og fjármálavaldsins og fjármálaráðuneytisins um hvernig brugðist skuli við þessu bæði til framtíðar og á leiðréttingunni afturvirkt,” sagði Ásmundur Einar Daðason. Alþingi Félagsmál Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi þessi mál vandlega. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu félagasmálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig staðið verði að leiðréttingum skerðinga bóta elli- og örorkulífeyrisþega vegna búsetu þeirra í öðrum löndum. En umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að Tryggingastofnun hefði í um áratug rangtúlkað lög og EES reglugerð um samræmingu almannatrygginga og þar með skert bætur þessara hópa vegna búsetu í útlöndum með ólögmætum hætti. „Afleiðingarnar af þessu að eru að mikill fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur þurft að búa við ólögmætar skerðingar að hálfu ríkisins. Íslenska ríkið hefur ólöglega skert tekjulægsta hópinn á Íslandi um marga milljarða,” segir Halldóra. Sumir þeirra sem skerðingarnar hafi bitnað á hafi þurft að búa í fjötrum fátæktar í mörg ár á bótum sem varla dugi fyrir mat hvað þá húsnæðiskostnaði. Tryggingastofnun boði breytingar á framkvæmd mála um mánaðarmótin og síðan verði farið í að meta mál hvers og eins. „Hvenær munu örorkulífeyrisþegar fá endurgreitt það sem skert hefur verið ólöglega undanfarin á rog áratugi? Þá er upp skýr krafa frá hagsmunasamtökum örorkulífeyrisþega að greitt verði tíu ár aftur í tímann. Mun ráðherra gera það,” spurði Halldóra. Ásmundur Einar Daðason sagði Tryggingastofnun vera að skoða þessi mál en niðurstaða lægi ekki ekki fyrir. Stofnunin væri að skoða fjögur ár aftur í tímann varðandi leiðréttingar en ekki tíu. Halldóra var ekki sátt við þessi svör. „Nú talar ráðherra um fjögur ár. og það hefur komið í ljós að það er verið að bera fyrir sig fyrningu. Þetta sé fyrnt og þess vegan sé ekki farið tíu ár aftur í tímann eins og hagsmunasamtök eru að fara fram á. Er ráðherra skylt að bera fyrir sig fyrningu eða er þetta bara ákvörðun,” segir Halldóra. „Það er mikilvægt að fara vel yfir málið til að hafa það algerlega rétt núna hvernig brugðist verður við. Í öðru lagi er mikilvægt að það fari fram samtal á milli félagasmálaráðuneytisins og fjármálavaldsins og fjármálaráðuneytisins um hvernig brugðist skuli við þessu bæði til framtíðar og á leiðréttingunni afturvirkt,” sagði Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi Félagsmál Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent