Agnes, Eva og Heiðdís til FlyOver Iceland Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 10:01 Agnes, Eva og Heiðdís munu stýra FlyOver Iceland. Mynd/Samsett FlyOver Iceland hefur ráðið Agnesi Gunnarsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins, Evu Eiríksdóttur sem markaðsstjóra og Heiðdísi Einarsdóttur sem sölustjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FlyOver Iceland. Flyover Iceland er í tilkynningu lýst sem „einstakri háloftaheimsókn“ þar sem gestum er boðið í sýndarflugferð yfir náttúru Íslands. Notast er við nýjustu tækni í kvikmyndagerð til að gefa sem sannasta mynd af stórkostlegu landslagi landsins. FlyOver Iceland er til húsa á Fiskislóð úti á Granda en stefnt er að opnun í sumar. Agnes var framkvæmdastjóri Perlan Museum á árunum 2015 til 2017. Þar tók hún þátt í uppbyggingu einnar stærstu fjárfestingar í ferðaþjónustu á Íslandi. Þar áður var hún framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska Gámafélaginu. Agnes hefur starfað sem stundakennari við Háskólann á Bifröst frá árinu 2013 og hefur einnig starfað sem viðskiptaráðgjafi hjá Verus ehf. Hún hefur Mastersgráðu í stjórnun og markaðssetningu frá Háskólanum á Bifröst. Eva var markaðsstjóri Norðurflug Helicopter Tours frá 2017-2018. Þar áður var hún verkefnastjóri hjá félaginu. Eva starfaði nýlega hjá Svartagaldri, tæknifyrirtæki í stafrænni markaðssetningu, og hefur þar að auki bakgrunn úr ferðaþjónustu. Hún er með MS gráðu í Nýsköpun og Viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands. Heiðdís var þjónustustjóri hjá Þjóðminjasafni Íslands frá árinu 2017. Þar áður starfaði hún Hjá Höfuðborgarstofu, fyrst sem verkefnastjóri Gestakorts Reykjavíkur og seinna sem verkefnastjóri erlendra samskipta og markaðs- og kynningarmála. Heiðdís er með MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Vistaskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
FlyOver Iceland hefur ráðið Agnesi Gunnarsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins, Evu Eiríksdóttur sem markaðsstjóra og Heiðdísi Einarsdóttur sem sölustjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FlyOver Iceland. Flyover Iceland er í tilkynningu lýst sem „einstakri háloftaheimsókn“ þar sem gestum er boðið í sýndarflugferð yfir náttúru Íslands. Notast er við nýjustu tækni í kvikmyndagerð til að gefa sem sannasta mynd af stórkostlegu landslagi landsins. FlyOver Iceland er til húsa á Fiskislóð úti á Granda en stefnt er að opnun í sumar. Agnes var framkvæmdastjóri Perlan Museum á árunum 2015 til 2017. Þar tók hún þátt í uppbyggingu einnar stærstu fjárfestingar í ferðaþjónustu á Íslandi. Þar áður var hún framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska Gámafélaginu. Agnes hefur starfað sem stundakennari við Háskólann á Bifröst frá árinu 2013 og hefur einnig starfað sem viðskiptaráðgjafi hjá Verus ehf. Hún hefur Mastersgráðu í stjórnun og markaðssetningu frá Háskólanum á Bifröst. Eva var markaðsstjóri Norðurflug Helicopter Tours frá 2017-2018. Þar áður var hún verkefnastjóri hjá félaginu. Eva starfaði nýlega hjá Svartagaldri, tæknifyrirtæki í stafrænni markaðssetningu, og hefur þar að auki bakgrunn úr ferðaþjónustu. Hún er með MS gráðu í Nýsköpun og Viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands. Heiðdís var þjónustustjóri hjá Þjóðminjasafni Íslands frá árinu 2017. Þar áður starfaði hún Hjá Höfuðborgarstofu, fyrst sem verkefnastjóri Gestakorts Reykjavíkur og seinna sem verkefnastjóri erlendra samskipta og markaðs- og kynningarmála. Heiðdís er með MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands.
Vistaskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira