Bergþór ætlar ekki að segja af sér Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 07:37 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Aðsend Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst berjast áfram fyrir þeirri stefnu á þingi sem flokkur hans byggir á. Þetta segir Bergþór í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag en Bergþór hefur verið í leyfi frá störfum þingsins í ótiltekinn tíma frá því Klaustursmálið kom upp í nóvember síðastliðnum. Hann segir í greininni að það sé óskemmtileg lífsreynsla að koma sjálfum sér á óvart, það viti margir af eigin reynslu og aðrir megi trúa honum Bergþór rifjar upp kvöldið umrædda á Klaustri en hann segir ekkert þeirra hafa hugsað til þess að þau væru að tala við fleiri en þeirra litla hóp og ekki datt þeim í hug að nokkur yrði móðgaður eða sár af tali þeirra. Hann segir að honum þótti það slæm þróun að vita til þess að legið var á hleri þegar annað fólk talar saman á veitingahúsi og fannst einnig vont að fjölmiðlar skyldu birta slíkt drykkjuraus opinberlega og enn verra hversu margir voru ánægðir með hvort tveggja. „En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér,“ skrifar Bergþór sem segist hafa margt við upptökuna og ýmis viðbrögð við henni að athuga. Honum finnst athyglisvert hversu hart sé barist gegn því að þau sem voru hleruð fái aðgang að öllum gögnum sem til eru og gætu líklega sýnt hvernig var í raun staðið að hleruninni. „En ekkert af þessu finnst mér þó eins slæmt og sumt af því sem ég sjálfur hef sagt þetta kvöld. Upptakan var að vísu ólögmæt, hún virðist klippt saman og margt í fréttaflutningi af tali okkar og talsmáta hefur verið tekið úr samhengi, en í mínum huga er aðalatriðið að margt af því sem ég hef sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggjudómar og fáránlegar hugleiðingar heldur einnig stundum með orðbragði sem kemur mér mjög illilega á óvart að ég hafi notað.“ Hann segist hafa ákveðið að taka sér launalaust leyfi til að ná áttum og líta í spegilinn á þennan mann sem þarna hafði talið með orðbragði sem Bergþór hefði ekki getað ímyndað sér að hann ætti til. Bergþór segist hafa leitað til áfengisráðgjafa og sálfræðings og hefur átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem hafa þekkt hann lengi. „Ég er miður mín yfir mörgu sem ég sagði þetta kvöld og sérstaklega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skiljanlega sárt þegar upptaka af samtalinu var spiluð fyrir alþjóð. Ég ber ábyrgð á eigin orðum og finnst virkilega leiðinlegt að hafa látið þau verstu þeirra falla. Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina.“ Hann ætlar að starfa áfram á þingi eftir bestu getu og fagnar hverjum þeim sem vill eiga við hann samstarf um raunveruleg brýn málefni en mun ekki erfa það við neinn sem fer aðrar leiðir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst berjast áfram fyrir þeirri stefnu á þingi sem flokkur hans byggir á. Þetta segir Bergþór í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag en Bergþór hefur verið í leyfi frá störfum þingsins í ótiltekinn tíma frá því Klaustursmálið kom upp í nóvember síðastliðnum. Hann segir í greininni að það sé óskemmtileg lífsreynsla að koma sjálfum sér á óvart, það viti margir af eigin reynslu og aðrir megi trúa honum Bergþór rifjar upp kvöldið umrædda á Klaustri en hann segir ekkert þeirra hafa hugsað til þess að þau væru að tala við fleiri en þeirra litla hóp og ekki datt þeim í hug að nokkur yrði móðgaður eða sár af tali þeirra. Hann segir að honum þótti það slæm þróun að vita til þess að legið var á hleri þegar annað fólk talar saman á veitingahúsi og fannst einnig vont að fjölmiðlar skyldu birta slíkt drykkjuraus opinberlega og enn verra hversu margir voru ánægðir með hvort tveggja. „En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér,“ skrifar Bergþór sem segist hafa margt við upptökuna og ýmis viðbrögð við henni að athuga. Honum finnst athyglisvert hversu hart sé barist gegn því að þau sem voru hleruð fái aðgang að öllum gögnum sem til eru og gætu líklega sýnt hvernig var í raun staðið að hleruninni. „En ekkert af þessu finnst mér þó eins slæmt og sumt af því sem ég sjálfur hef sagt þetta kvöld. Upptakan var að vísu ólögmæt, hún virðist klippt saman og margt í fréttaflutningi af tali okkar og talsmáta hefur verið tekið úr samhengi, en í mínum huga er aðalatriðið að margt af því sem ég hef sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggjudómar og fáránlegar hugleiðingar heldur einnig stundum með orðbragði sem kemur mér mjög illilega á óvart að ég hafi notað.“ Hann segist hafa ákveðið að taka sér launalaust leyfi til að ná áttum og líta í spegilinn á þennan mann sem þarna hafði talið með orðbragði sem Bergþór hefði ekki getað ímyndað sér að hann ætti til. Bergþór segist hafa leitað til áfengisráðgjafa og sálfræðings og hefur átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem hafa þekkt hann lengi. „Ég er miður mín yfir mörgu sem ég sagði þetta kvöld og sérstaklega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skiljanlega sárt þegar upptaka af samtalinu var spiluð fyrir alþjóð. Ég ber ábyrgð á eigin orðum og finnst virkilega leiðinlegt að hafa látið þau verstu þeirra falla. Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina.“ Hann ætlar að starfa áfram á þingi eftir bestu getu og fagnar hverjum þeim sem vill eiga við hann samstarf um raunveruleg brýn málefni en mun ekki erfa það við neinn sem fer aðrar leiðir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira