Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2019 13:09 Aldísi Hafsteinsdóttur formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga líst vel á tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í gær. Þar kom fram að bæta þarf í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ánægð með tillögurnar. „Ég held ég geti sagt að mér lítist mjög vel á þessar tillögur þær eru mjög metnaðarfullar. Þetta eru 40 tillögur sem taka á mjög mikilvægum þáttum. Ef að eftirfylgnin tekst eins og við vonumst öll til þá á þetta að verða til þess að bæta mjög lífskjör stórra hópa,“ segir Aldís. Meðal tillagna átakshópsins er að ríki og sveitarfélög ræði saman um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins og stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar um uppbyggingu húsnæðis til að lækka fjármagnskostnað. Aldís segir að mörg sveitarfélög séu þegar farin af stað. „Það eru mjög mörg sveitarfélög að íhuga og jafnvel sækja um stofnframlög til almennra leiguíbúða. Það sem vantar kannski þar eru meiri framlög í stofnframlögin því margir bíða eftir afgreiðslu umsóknum. En það er ekki spurning það eru fjölmörg sveitarfélög að horfa til þess að geta byggt upp leiguhúsnæði með þessum hætti,“. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á föstudag og býst Aldís við að vel verði vel í tillögurnar. „Það er stjórnarfundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn og þar munum við ræða þessar tillögur. Ég á ekki von á öðru en að sveitarfélögin eins og aðrir sem hafa komið að þessari viðamiklu vinnu eigi eftir að lýsa yfir ánægju sinni í heild með þetta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Húsnæðismál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í gær. Þar kom fram að bæta þarf í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ánægð með tillögurnar. „Ég held ég geti sagt að mér lítist mjög vel á þessar tillögur þær eru mjög metnaðarfullar. Þetta eru 40 tillögur sem taka á mjög mikilvægum þáttum. Ef að eftirfylgnin tekst eins og við vonumst öll til þá á þetta að verða til þess að bæta mjög lífskjör stórra hópa,“ segir Aldís. Meðal tillagna átakshópsins er að ríki og sveitarfélög ræði saman um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins og stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar um uppbyggingu húsnæðis til að lækka fjármagnskostnað. Aldís segir að mörg sveitarfélög séu þegar farin af stað. „Það eru mjög mörg sveitarfélög að íhuga og jafnvel sækja um stofnframlög til almennra leiguíbúða. Það sem vantar kannski þar eru meiri framlög í stofnframlögin því margir bíða eftir afgreiðslu umsóknum. En það er ekki spurning það eru fjölmörg sveitarfélög að horfa til þess að geta byggt upp leiguhúsnæði með þessum hætti,“. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á föstudag og býst Aldís við að vel verði vel í tillögurnar. „Það er stjórnarfundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn og þar munum við ræða þessar tillögur. Ég á ekki von á öðru en að sveitarfélögin eins og aðrir sem hafa komið að þessari viðamiklu vinnu eigi eftir að lýsa yfir ánægju sinni í heild með þetta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Húsnæðismál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira