Hæfi og traust skiptir jafn miklu máli og gott verð Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. janúar 2019 13:15 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það skipti miklu máli að fá hæfa eigendur með gott orðspor að hlut ríkisins að fjármálafyrirtækjum en að horfa eingöngu til þess að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin. Sala á bönkunum er hins vegar ekki á dagskrá á næstunni og hefur ríkisstjórnin frestað lagabreytingum vegna þess fram á haust. Ríkissjóður á 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. Samkvæmt gildandi lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er ráðherra einungis heimilt að selja eignarhlut í Landsbankanum umfram 70 prósent af hlut ríkisins af heildarhlutafé bankans. Semsagt að hámarki 30 prósenta hlut. Frumvarp til breytinga á lögunum hafði verið boðað í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og stóð til að leggja það fram í nóvember. Eins og kom fram í fréttum okkar í gærkvöldi þá hefur nú verið tekin ákvörðun um að fresta framlagningu þess og verður það ekki lagt fram á yfirstandandi þingi. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður Peningastefnunefndar Seðlabankans, segir í grein í nýjasta hefti Vísbendingar að það sé full ástæða til að fara varlega þegar ríkisbankar eru seldir einkaaðilum. Þeir sem vilji greiða hæsta verðið fyrir bankann, sækist mest eftir því að verða eigendur, séu oft þeir sem eru síst til þess fallnir að eiga og reka banka. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það sé jafnvel mikilvægara að fá trausta eigendur að bönkunum en að selja þá hæstbjóðanda. „Ég get tekið undir þetta. Þetta er stutt af hvítbókinni sömuleiðis, í þeim kafla hvítbókarinnar sem fjallar um eignarhaldið. Það skiptir okkur mjög miklu máli að fá eigendur sem hugsa til langs tíma. Hins vegar verður það að viðurkennast að um leið og menn hafa til dæmis skráð banka og sett hann á markað þá hafa þeir ekki fulla stjórn á því hvernig eignarhaldið þróast til lengri tíma nema bara þessa almennu lagaumgjörð um eignarhald,“ segir Bjarni. Bjarni segist vonast til þess að sérstök umræða um hvítbókina fari fram í lok þess mánaðar. Engin ákvörðun hafi hins vegar tekin um sölu bankanna. Ríkisstjórnin vilji gera hlutina í réttri röð. „Það er alveg ljóst að við erum að tala hér um gríðarlega stóra eignarhluti sem getur verið flókið mál að koma í verð. Það þarf að horfa til aðstæðna og þess fyrirkomulags sem gæti komið til álita. Við erum svona að þreifa okkur áfram með það en mér finnst mikilvægt að sú vinna haldi áfram.“ Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Þröngsýni um fjármálakerfið Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. 11. janúar 2019 08:00 Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. 22. janúar 2019 18:30 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það skipti miklu máli að fá hæfa eigendur með gott orðspor að hlut ríkisins að fjármálafyrirtækjum en að horfa eingöngu til þess að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin. Sala á bönkunum er hins vegar ekki á dagskrá á næstunni og hefur ríkisstjórnin frestað lagabreytingum vegna þess fram á haust. Ríkissjóður á 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. Samkvæmt gildandi lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er ráðherra einungis heimilt að selja eignarhlut í Landsbankanum umfram 70 prósent af hlut ríkisins af heildarhlutafé bankans. Semsagt að hámarki 30 prósenta hlut. Frumvarp til breytinga á lögunum hafði verið boðað í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og stóð til að leggja það fram í nóvember. Eins og kom fram í fréttum okkar í gærkvöldi þá hefur nú verið tekin ákvörðun um að fresta framlagningu þess og verður það ekki lagt fram á yfirstandandi þingi. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður Peningastefnunefndar Seðlabankans, segir í grein í nýjasta hefti Vísbendingar að það sé full ástæða til að fara varlega þegar ríkisbankar eru seldir einkaaðilum. Þeir sem vilji greiða hæsta verðið fyrir bankann, sækist mest eftir því að verða eigendur, séu oft þeir sem eru síst til þess fallnir að eiga og reka banka. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það sé jafnvel mikilvægara að fá trausta eigendur að bönkunum en að selja þá hæstbjóðanda. „Ég get tekið undir þetta. Þetta er stutt af hvítbókinni sömuleiðis, í þeim kafla hvítbókarinnar sem fjallar um eignarhaldið. Það skiptir okkur mjög miklu máli að fá eigendur sem hugsa til langs tíma. Hins vegar verður það að viðurkennast að um leið og menn hafa til dæmis skráð banka og sett hann á markað þá hafa þeir ekki fulla stjórn á því hvernig eignarhaldið þróast til lengri tíma nema bara þessa almennu lagaumgjörð um eignarhald,“ segir Bjarni. Bjarni segist vonast til þess að sérstök umræða um hvítbókina fari fram í lok þess mánaðar. Engin ákvörðun hafi hins vegar tekin um sölu bankanna. Ríkisstjórnin vilji gera hlutina í réttri röð. „Það er alveg ljóst að við erum að tala hér um gríðarlega stóra eignarhluti sem getur verið flókið mál að koma í verð. Það þarf að horfa til aðstæðna og þess fyrirkomulags sem gæti komið til álita. Við erum svona að þreifa okkur áfram með það en mér finnst mikilvægt að sú vinna haldi áfram.“
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Þröngsýni um fjármálakerfið Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. 11. janúar 2019 08:00 Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. 22. janúar 2019 18:30 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00
Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00
Þröngsýni um fjármálakerfið Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. 11. janúar 2019 08:00
Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. 22. janúar 2019 18:30
Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30