Leggja til að úrræði fyrir fyrstu kaupendur nái til fleiri Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2019 12:30 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Þannig geti fólk sem ekki hafi átt fasteign í þrjú ár einnig nýtt sér séreignarsparnað eins og fyrstu kaupendur til að safna eigin fé til íbúðarkaupa. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð frá árinu 2017, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, þingmönnum úr flokki Pírata og Flokki fólksins. Þorsteinn segir lífeyriskerfið hafa breyst frá því lögin voru sett með hækkun iðgjalds á almenna markaðnum um 3,5 prósent í tilgreinda séreign, lífeyrissparnað sem geti m.a. nýst fólki til kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega fyrir tekjulægstu hópana sem eru hvað ólíklegastir til að nýta sér viðbótina. Það er að segja hina aukalegu séreign við 4,2 prósentin. Þá séu lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum til að mynda að fólk sem hafi misst húsnæði og ekki átt íbúð undanfarin þrjú ár geti nýtt sér úrræðið eins og fyrstu kaupendur hafði það ekki nýtt úrræðið áður. Þannig að þarna myndi að mínu viti fjölga verulega í hópi þeirra sem ættu möguleika á að nýta sér séreign sem sparnaðarúrræði til húsnæðiskaupa,” segir Þorsteinn. „Það var stór hópur einstaklinga sem missti húsnæði sitt á hrunárunum og eftir hrun sem ekki hefur getað nýtt þetta úrræði til að koma aftur inn á fasteignamarkaðinn. Af því að skilyrðin um það eða heimildin var bundin við fyrstu kaup,” segir Þorsteinn. Séreignarsparnaðarleiðin hafi réttilega verið gagnrýnd fyrir að hún nái ekki til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar og þurfi kannski mest á þessu úrræði að halda og breytingarnar geti auðveldað þeim hópi að nýta sér þetta úrræði til söfnunar eiginfjár til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá er lagt til að ekki verði miðað við samfelldan sparnað heldur sparnað á undangengnum 120 mánuðum sem nýta megi til kaupa á fasteign. „Það hefur sýnt sig að tekjulægstu hóparnir nýta viðbótar séreignarsparnaðurinn síst. Þannig að þetta stækkar þann hóp sem ætti kost á að nýta þessa leið,” segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Þannig geti fólk sem ekki hafi átt fasteign í þrjú ár einnig nýtt sér séreignarsparnað eins og fyrstu kaupendur til að safna eigin fé til íbúðarkaupa. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð frá árinu 2017, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, þingmönnum úr flokki Pírata og Flokki fólksins. Þorsteinn segir lífeyriskerfið hafa breyst frá því lögin voru sett með hækkun iðgjalds á almenna markaðnum um 3,5 prósent í tilgreinda séreign, lífeyrissparnað sem geti m.a. nýst fólki til kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega fyrir tekjulægstu hópana sem eru hvað ólíklegastir til að nýta sér viðbótina. Það er að segja hina aukalegu séreign við 4,2 prósentin. Þá séu lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum til að mynda að fólk sem hafi misst húsnæði og ekki átt íbúð undanfarin þrjú ár geti nýtt sér úrræðið eins og fyrstu kaupendur hafði það ekki nýtt úrræðið áður. Þannig að þarna myndi að mínu viti fjölga verulega í hópi þeirra sem ættu möguleika á að nýta sér séreign sem sparnaðarúrræði til húsnæðiskaupa,” segir Þorsteinn. „Það var stór hópur einstaklinga sem missti húsnæði sitt á hrunárunum og eftir hrun sem ekki hefur getað nýtt þetta úrræði til að koma aftur inn á fasteignamarkaðinn. Af því að skilyrðin um það eða heimildin var bundin við fyrstu kaup,” segir Þorsteinn. Séreignarsparnaðarleiðin hafi réttilega verið gagnrýnd fyrir að hún nái ekki til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar og þurfi kannski mest á þessu úrræði að halda og breytingarnar geti auðveldað þeim hópi að nýta sér þetta úrræði til söfnunar eiginfjár til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá er lagt til að ekki verði miðað við samfelldan sparnað heldur sparnað á undangengnum 120 mánuðum sem nýta megi til kaupa á fasteign. „Það hefur sýnt sig að tekjulægstu hóparnir nýta viðbótar séreignarsparnaðurinn síst. Þannig að þetta stækkar þann hóp sem ætti kost á að nýta þessa leið,” segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira