Nota gervigreind og Instagram í nýrri herferð undir merkjum "Höldum fókus“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2019 11:30 Skjáskot úr auglýsingu sem blaðamaður fékk upp með að tengjast í gegnum Instagram. Ný herferð Samgöngustofu, Strætó og Sjóvá undir merkjum „Höldum fókus“ hófst í dag. Er þetta í fjórða sinn sem ráðist er í slíka herferð en markmið hennar er að minna ökumenn á að nota ekki farsímann undir stýri þar sem það skapar mikla hættu í umferðinni. Framleiðslustofan Tjarnargatan vinnur herferðina líkt og undanfarin ár en að þessu sinni er notast við Instagram-aðgang þeirra sem horfa á auglýsingar „Höldum fókus“ með hjálp frá gervigreind frá Google. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, og Einar Ben hjá Tjarnargötunni ræddu herferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einar Magnús sagði að því miður hefði verið ástæða til að fara í herferðina enn á ný. „Við erum alltaf að vona að við getum hætt þessu en það kom í ljós í viðhorfskönnun sem að Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs að þó að niðurstöður séu mun betri en árið á undan þá eru ennþá 25 prósent sem játa á sig að vera að skrifa skilaboð á meðan á akstri stendur í símann. Það er sem sagt fjórðungur allra svarenda en hins vegar að sama skapi segja 100 prósent allra svarenda að þetta sé hættulegt sem er mjög undarlegt. Þannig að við sjáum að við þurfum því miður að hamra á því að fólk haldi fókus, fólk haldi athyglinni á umferðinni,“ sagði Einar Magnús.Þarf að fara nýjar leiðir til að koma skilaboðunum áleiðis Spurður hvort að það væru frekar yngri ökumenn heldur en eldri sem væru að nota símann sagði Einar að þeir yngri væru í aðeins stærri áhættuhópi. „En þetta er samt alveg ótrúlega breitt í gegnum aldurshópa alveg upp úr og jafnvel foreldrar sem eru að viðhafa í ásýnd barnanna sinna.“ Einar Ben sagði að vandamálið varðandi notkun ökumanna á síma undir stýri væri mjög alvarlegt. Stöðugt þyrfti að vera að minna fólk á að nota ekki símann. „Þetta er líka þannig málefni að það þarf oft að fara nýjar leiðir til að miðla þessum skilaboðum áfram. Því þetta er eitthvað sem við vitum en við þurfum einhvern veginn að ná í gegnum „clutterið“ og undirstrika við fólk að þetta sé áhætta sem er aldrei þess virði að taka,“ sagði Einar. Hann sagði herferðina undirstrika það að á meðan sumar áhættur sem við tökum í lífinu geti verið af því góða, eins og að kynnast nýju fólki eða ferðast, þá væri áhættan við að nota símann meðan á akstri stendur aldrei þess virði að taka.„Ein persónulegasta auglýsing sem nokkur maður hefur fengið á Íslandi“ Þeir sem fara inn á holdumfokus.is er boðið að tengjast með Instagram-reikningi en þeir sem ekki eru með Instagram eða vilja ekki tengja reikninginn geta líka horft á auglýsingarnar með öðrum hætti. „En það sem gerist ef þú tengist með Instagram þá færðu í raun sérsniðna auglýsingu. Það er tekið á móti þér með nafni, það er rennt í gegnum myndirnar og hashtögg sem þú notar og við sérsníðum upplifun út frá því hvernig þitt líf er á net og samfélagsmiðlum,“ segir Einar Ben en gervigreindin les Instagram-reikning notandans. „Og ég held að ég geti fullyrt að þetta sé þá ein persónulegasta auglýsing sem nokkur maður hefur fengið á Íslandi.“ Einar Magnús sagði herferðina mjög áhrifamikla. „Og það er til mikils að vinna. 25 prósent af öllum bílslysum í Bandaríkjunum eru vegna farsímanotkunar og þetta er orðin algengari dánarorsök í umferðinni á meðal ungmenna í Bandaríkjunum heldur en ölvunarakstur. Það er engin ástæða, ekki nokkur ástæða, að ætla að það sé skárra hér á Íslandi þó að við eigum erfitt með að festa hönd á.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Samfélagsmiðlar Samgöngur Strætó Tryggingar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Ný herferð Samgöngustofu, Strætó og Sjóvá undir merkjum „Höldum fókus“ hófst í dag. Er þetta í fjórða sinn sem ráðist er í slíka herferð en markmið hennar er að minna ökumenn á að nota ekki farsímann undir stýri þar sem það skapar mikla hættu í umferðinni. Framleiðslustofan Tjarnargatan vinnur herferðina líkt og undanfarin ár en að þessu sinni er notast við Instagram-aðgang þeirra sem horfa á auglýsingar „Höldum fókus“ með hjálp frá gervigreind frá Google. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, og Einar Ben hjá Tjarnargötunni ræddu herferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einar Magnús sagði að því miður hefði verið ástæða til að fara í herferðina enn á ný. „Við erum alltaf að vona að við getum hætt þessu en það kom í ljós í viðhorfskönnun sem að Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs að þó að niðurstöður séu mun betri en árið á undan þá eru ennþá 25 prósent sem játa á sig að vera að skrifa skilaboð á meðan á akstri stendur í símann. Það er sem sagt fjórðungur allra svarenda en hins vegar að sama skapi segja 100 prósent allra svarenda að þetta sé hættulegt sem er mjög undarlegt. Þannig að við sjáum að við þurfum því miður að hamra á því að fólk haldi fókus, fólk haldi athyglinni á umferðinni,“ sagði Einar Magnús.Þarf að fara nýjar leiðir til að koma skilaboðunum áleiðis Spurður hvort að það væru frekar yngri ökumenn heldur en eldri sem væru að nota símann sagði Einar að þeir yngri væru í aðeins stærri áhættuhópi. „En þetta er samt alveg ótrúlega breitt í gegnum aldurshópa alveg upp úr og jafnvel foreldrar sem eru að viðhafa í ásýnd barnanna sinna.“ Einar Ben sagði að vandamálið varðandi notkun ökumanna á síma undir stýri væri mjög alvarlegt. Stöðugt þyrfti að vera að minna fólk á að nota ekki símann. „Þetta er líka þannig málefni að það þarf oft að fara nýjar leiðir til að miðla þessum skilaboðum áfram. Því þetta er eitthvað sem við vitum en við þurfum einhvern veginn að ná í gegnum „clutterið“ og undirstrika við fólk að þetta sé áhætta sem er aldrei þess virði að taka,“ sagði Einar. Hann sagði herferðina undirstrika það að á meðan sumar áhættur sem við tökum í lífinu geti verið af því góða, eins og að kynnast nýju fólki eða ferðast, þá væri áhættan við að nota símann meðan á akstri stendur aldrei þess virði að taka.„Ein persónulegasta auglýsing sem nokkur maður hefur fengið á Íslandi“ Þeir sem fara inn á holdumfokus.is er boðið að tengjast með Instagram-reikningi en þeir sem ekki eru með Instagram eða vilja ekki tengja reikninginn geta líka horft á auglýsingarnar með öðrum hætti. „En það sem gerist ef þú tengist með Instagram þá færðu í raun sérsniðna auglýsingu. Það er tekið á móti þér með nafni, það er rennt í gegnum myndirnar og hashtögg sem þú notar og við sérsníðum upplifun út frá því hvernig þitt líf er á net og samfélagsmiðlum,“ segir Einar Ben en gervigreindin les Instagram-reikning notandans. „Og ég held að ég geti fullyrt að þetta sé þá ein persónulegasta auglýsing sem nokkur maður hefur fengið á Íslandi.“ Einar Magnús sagði herferðina mjög áhrifamikla. „Og það er til mikils að vinna. 25 prósent af öllum bílslysum í Bandaríkjunum eru vegna farsímanotkunar og þetta er orðin algengari dánarorsök í umferðinni á meðal ungmenna í Bandaríkjunum heldur en ölvunarakstur. Það er engin ástæða, ekki nokkur ástæða, að ætla að það sé skárra hér á Íslandi þó að við eigum erfitt með að festa hönd á.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Samfélagsmiðlar Samgöngur Strætó Tryggingar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent