Þessar skelltu sér á bretti í Bláfjöllum fyrir nokkrum árum.Vísir/Vilhelm
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag frá klukkan 14 til 21. Er þetta í fyrsta skiptið í ár sem skíðasvæðið er opnað. Starfsmenn Bláfjalla vekja athygli á að utan troðinna brauta geti verið stutt niður í grjót en fyrir gönguskíðafólkið verður þriggja kílómetra löng braut klár um klukkan 14 í dag.