Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 12:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. Hann telur að nýta megi tæknina betur til að hafa eftirlit með veiðum bæði íslenskra og erlendra skipa í lögsögunni. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu kemur fram að stofnunin sé illa í stakk búin til að sinna lögbundnu eftirliti sínu með fiskveiðum. Ósamræmi sé í framkvæmd á vigtun sjávarafla við hafnir landsins og eftirlitsmenn nái ekki að sinna eftirliti sínum sem skyldi um borð í fiskiskipum. Ríkisendurskoðun kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að brottkast á fiski sé mun meira en haldið hafi verið fram. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði í fréttum okkar fyrir helgi að það væri öllum ljóst að efla þyrfti starfsemi Fiskistofu en erfitt hafi reynst að áætla umfang brottkastsins vegna þess að það færi eðli málsins samkvæmt fram í laumi. Hann segist meðal annars vera tilbúinn til að skoða að myndavélar verði settar um borð í fiskiskip til að vinna gegn brottkasti en það er aðferð sem er meðal annars notuð innan Evrópusambandsins. „Það var eitt af því sem ég setti nú fram til skemmtilegrar umræðu. Þó ekki væri til annars en fá viðbrögð við því með hvaða hætti fólk gæti séð það fyrir sér. Til dæmis að reyna að nýta tækni í þágu þess að hafa eftirlit með veiðum okkar í eigin hafi. Og jafnvel veiðum útlendinga í okkar lögsögu. Ég vil skoða það,“ segir Kristján Þór. Hann geri sér hins vegar um leið grein fyrir að það kunni að vera ýmsir vankantar á slíku eftirliti. En það hljóti að vera hægt að nýta tæknina betur á þessum sviðum sem öðrum. Ríkisendurskoðun hvetur til þess í skýrslu sinni að samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með fiskveiðum verði nánara.Er það eitthvað sem þú munt ræða við dómsmálaráðherra; að efla það samstarf? „Alveg tvímælalaust. Ég tel að þegar við förum að reyna að endurgera starfsemi Fiskistofu og veiðieftirlitsins alls sé óhjákvæmilegt að Landhelgisgæslan verði þáttur í þeirri vinnu.“En er ekki alveg augljóst að það þarf þá að efla Fiskistofu með auknum mannskap og fjármunum? „Ekki bara Fiskistofu. Við þurfum að efla fiskveiðieftirlitið og það kann að vera að við þurfum að gera einhverjar breytingar á starfsemi Fiskistofu. Við þurfum að gera einhverjar breytingar á lögum og reglum. Það kann að vera að við þurfum að draga fleiri að borðinu. Það kann að vera að við þurfum að grípa til einhverra nýrri aðferða við eftirlit og svo framvegis. Það eru ótal þættir sem við þurfum að skoða. Menn hafa nálgast á síðustu árum en aldrei orðið neitt úr verki,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22 Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. Hann telur að nýta megi tæknina betur til að hafa eftirlit með veiðum bæði íslenskra og erlendra skipa í lögsögunni. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu kemur fram að stofnunin sé illa í stakk búin til að sinna lögbundnu eftirliti sínu með fiskveiðum. Ósamræmi sé í framkvæmd á vigtun sjávarafla við hafnir landsins og eftirlitsmenn nái ekki að sinna eftirliti sínum sem skyldi um borð í fiskiskipum. Ríkisendurskoðun kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að brottkast á fiski sé mun meira en haldið hafi verið fram. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði í fréttum okkar fyrir helgi að það væri öllum ljóst að efla þyrfti starfsemi Fiskistofu en erfitt hafi reynst að áætla umfang brottkastsins vegna þess að það færi eðli málsins samkvæmt fram í laumi. Hann segist meðal annars vera tilbúinn til að skoða að myndavélar verði settar um borð í fiskiskip til að vinna gegn brottkasti en það er aðferð sem er meðal annars notuð innan Evrópusambandsins. „Það var eitt af því sem ég setti nú fram til skemmtilegrar umræðu. Þó ekki væri til annars en fá viðbrögð við því með hvaða hætti fólk gæti séð það fyrir sér. Til dæmis að reyna að nýta tækni í þágu þess að hafa eftirlit með veiðum okkar í eigin hafi. Og jafnvel veiðum útlendinga í okkar lögsögu. Ég vil skoða það,“ segir Kristján Þór. Hann geri sér hins vegar um leið grein fyrir að það kunni að vera ýmsir vankantar á slíku eftirliti. En það hljóti að vera hægt að nýta tæknina betur á þessum sviðum sem öðrum. Ríkisendurskoðun hvetur til þess í skýrslu sinni að samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með fiskveiðum verði nánara.Er það eitthvað sem þú munt ræða við dómsmálaráðherra; að efla það samstarf? „Alveg tvímælalaust. Ég tel að þegar við förum að reyna að endurgera starfsemi Fiskistofu og veiðieftirlitsins alls sé óhjákvæmilegt að Landhelgisgæslan verði þáttur í þeirri vinnu.“En er ekki alveg augljóst að það þarf þá að efla Fiskistofu með auknum mannskap og fjármunum? „Ekki bara Fiskistofu. Við þurfum að efla fiskveiðieftirlitið og það kann að vera að við þurfum að gera einhverjar breytingar á starfsemi Fiskistofu. Við þurfum að gera einhverjar breytingar á lögum og reglum. Það kann að vera að við þurfum að draga fleiri að borðinu. Það kann að vera að við þurfum að grípa til einhverra nýrri aðferða við eftirlit og svo framvegis. Það eru ótal þættir sem við þurfum að skoða. Menn hafa nálgast á síðustu árum en aldrei orðið neitt úr verki,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22 Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22
Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00
Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58