Leikmaður Cardiff í flugvél sem hrapaði í Ermarsund Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2019 09:07 Emiliano Sala var nýverið keyptur til Cardiff. Getty/Cardiff City FC Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Argentínumaðurinn Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni Piper Malibu, og hefur það verið staðfest af yfirvöldum í Frakklandi. Talið er að hann hafi verið einn, ásamt flugmanni á ferð. Leit stendur nú yfir en flugvélin hvarf af ratsjám skammt undan ströndum Frakklands. Yfirvöld í Bretlandi hafa sent leitaraðila til aðstoðar við leitina. Nánar tiltekið er talið að flugvélin hafi hrapað norður af eyjunni Alderney en veðurskilyrði hafa gert leitina erfiða. Leitarskilyrði hafa skánað verulega nú í morgun.Samkvæmt BBC hafði flugvélinni verið flogið í um fimm þúsund feta hæð. Flugmaður hennar hafði svo samband við flugumferðarstjórn og bað um heimild til að lækka flugið. Flugvélin hvarf svo af ratsjám í um 2.300 feta hæð. Notast er við tvær þyrlur, tvær flugvélar og einn björgunarbát við leitina. Engin neyðarboð bárust frá flugvélinni en fregnir hafa borist af því að blys hafi sést á svæðinu. Engin ummerki um flugvélina hafa þó fundist. Lögreglan sendi frá sér skilaboð skömmu fyrir hádegi og segir búið að leita á rúmlega þúsund ferkílómetra svæði. Enn hafi ekkert fundist.Le Monde segir hinn 28 ára gamla Sala hafa kastað kveðju á liðsfélaga sína í Nantes í gær áður en hann lagði af stað til Cardiff. Cardiff City keypti Sala, sem er frá Argentínu, þann 19. janúar á fimmtán milljónir punda, sem er metupphæð fyrir félagið. Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því í gærkvöldi.La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH — Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes. Forsvarsmenn Nantes hafa tilkynnt að bikarleiki liðsins gegn L'Entente, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað. @EmilianoSala1: "I can't wait to start training, meet my new teammates and get down to work." https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019 Searching for the light aircraft PA 46 Malibu resumed at 8am this morning. No trace has currently been foundIt was en route from Nantes, France to Cardiff, Wales with 2 peopleMore info when available— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 22, 2019 Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Argentínumaðurinn Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni Piper Malibu, og hefur það verið staðfest af yfirvöldum í Frakklandi. Talið er að hann hafi verið einn, ásamt flugmanni á ferð. Leit stendur nú yfir en flugvélin hvarf af ratsjám skammt undan ströndum Frakklands. Yfirvöld í Bretlandi hafa sent leitaraðila til aðstoðar við leitina. Nánar tiltekið er talið að flugvélin hafi hrapað norður af eyjunni Alderney en veðurskilyrði hafa gert leitina erfiða. Leitarskilyrði hafa skánað verulega nú í morgun.Samkvæmt BBC hafði flugvélinni verið flogið í um fimm þúsund feta hæð. Flugmaður hennar hafði svo samband við flugumferðarstjórn og bað um heimild til að lækka flugið. Flugvélin hvarf svo af ratsjám í um 2.300 feta hæð. Notast er við tvær þyrlur, tvær flugvélar og einn björgunarbát við leitina. Engin neyðarboð bárust frá flugvélinni en fregnir hafa borist af því að blys hafi sést á svæðinu. Engin ummerki um flugvélina hafa þó fundist. Lögreglan sendi frá sér skilaboð skömmu fyrir hádegi og segir búið að leita á rúmlega þúsund ferkílómetra svæði. Enn hafi ekkert fundist.Le Monde segir hinn 28 ára gamla Sala hafa kastað kveðju á liðsfélaga sína í Nantes í gær áður en hann lagði af stað til Cardiff. Cardiff City keypti Sala, sem er frá Argentínu, þann 19. janúar á fimmtán milljónir punda, sem er metupphæð fyrir félagið. Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því í gærkvöldi.La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH — Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes. Forsvarsmenn Nantes hafa tilkynnt að bikarleiki liðsins gegn L'Entente, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað. @EmilianoSala1: "I can't wait to start training, meet my new teammates and get down to work." https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019 Searching for the light aircraft PA 46 Malibu resumed at 8am this morning. No trace has currently been foundIt was en route from Nantes, France to Cardiff, Wales with 2 peopleMore info when available— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 22, 2019
Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira