Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:54 Karl Gauti Hjaltason á þingi í dag. vísir/vilhelm Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. Þingmennirnir tveir voru reknir úr Flokki fólksins í lok nóvember í fyrra vegna Klaustursmálsins en þeir voru á meðal þingmannanna sex sem þar tóku þátt í umræðu sem nú er vel þekkt um miðjan nóvember í fyrra. Fyrsti þingfundur ársins hófst klukkan 15 og að loknum tilkynningum forseta kvaddi Karl Gauti sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Beindi hann orðum sínum að Steingrími og var ansi heitt í hamsi. „Ég kem hér upp undir fundarstjórn forseta til að benda á hið augljósa. Ég er annar tveggja þingmanna sem með bréfi hinn 3. desember síðastliðinn tilkynntu forseta að þeir hygðust starfa á þingi utan flokka og hafa með sér samstarf og óskaði jafnframt eftir því að sérstakt tillit yrði tekið til þessarar samstöðu okkar í störfum þingsins,“ sagði Karl Gauti og bætti við að hann og Ólafur hefðu ekki fengið nein svör við erindi sínu. „Svar forseta og forsætisnefndar til okkar liggur í augum uppi. Það verður og er ekkert tillit tekið til þessa erindis,“ sagði Karl Gauti og hækkaði nokkuð róminn. Hann sneri sér svo að forseta þingsins: „Og við þessar stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutuð ein einasta mínúta. Þetta er óboðlegt herra forseti.“Lýsti furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta Næstur tók Ólafur Ísleifsson til máls. Lýsti hann furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta að fulltrúi tveggja óháðra þingmanna sem hefðu með sér samstarf fengu ekki úthlutað einni mínútu í umræðunum nema þá í andsvörum. „Af hálfu skrifstofu Alþingis var okkur boðið að halda fimm mínútna ræðu sem við undum glaðir við en svo bregður við að skömmu áður en umræðan átti að hefjast er okkur tilkynnt sú ákvörðun forseta að fulltrúi okkar yrði ekki á mælendaskrá. Ég áfellist engan í þessu efni og alls ekki skrifstofu Alþingis. Ég bar þá von í brjósti að forseti vildi vera forseti allra þingmanna og greiddi honum því atkvæði mitt í forsetakjöri. En ég hlýt að viðurkenna að ákvörðun forseta í dag, auk ýmislegs annars sem við hefur borið að undanförnu, hefur ekki styrkt þessa trú mína. Orð forseta í ræðu sinni hér á undan um vinsemd og virðingu í samskiptum þingmanna vöktu athygli mína og ég þykist átta mig vel á innihaldi þeirra,“ sagði Ólafur.Kvaðst ekki hafa fengið neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni Forseti Alþingis tók svo til máls og sagði að honum hefðu ekki borist neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni. „Þau skilaboð komust aldrei þangað þannig að þegar gengið var frá samkomulagi um þessa umræðu á vettvangi formanna þingflokka lá engin slík beiðni fyrir. Forseti telur sig af þeim ástæðum ekki geta horfið var frá því samkomulagi sem búið var að gera um umræðuna og þann ramma sem um hana gildir,“ sagði Steingrímur. Hét hann þingmönnunum því svo að réttur þeirra, eins og hann væri til staðar í þingsköpum varðandi til að mynda umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og eldhúsdag, yrði virtur. Alþingi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. Þingmennirnir tveir voru reknir úr Flokki fólksins í lok nóvember í fyrra vegna Klaustursmálsins en þeir voru á meðal þingmannanna sex sem þar tóku þátt í umræðu sem nú er vel þekkt um miðjan nóvember í fyrra. Fyrsti þingfundur ársins hófst klukkan 15 og að loknum tilkynningum forseta kvaddi Karl Gauti sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Beindi hann orðum sínum að Steingrími og var ansi heitt í hamsi. „Ég kem hér upp undir fundarstjórn forseta til að benda á hið augljósa. Ég er annar tveggja þingmanna sem með bréfi hinn 3. desember síðastliðinn tilkynntu forseta að þeir hygðust starfa á þingi utan flokka og hafa með sér samstarf og óskaði jafnframt eftir því að sérstakt tillit yrði tekið til þessarar samstöðu okkar í störfum þingsins,“ sagði Karl Gauti og bætti við að hann og Ólafur hefðu ekki fengið nein svör við erindi sínu. „Svar forseta og forsætisnefndar til okkar liggur í augum uppi. Það verður og er ekkert tillit tekið til þessa erindis,“ sagði Karl Gauti og hækkaði nokkuð róminn. Hann sneri sér svo að forseta þingsins: „Og við þessar stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutuð ein einasta mínúta. Þetta er óboðlegt herra forseti.“Lýsti furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta Næstur tók Ólafur Ísleifsson til máls. Lýsti hann furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta að fulltrúi tveggja óháðra þingmanna sem hefðu með sér samstarf fengu ekki úthlutað einni mínútu í umræðunum nema þá í andsvörum. „Af hálfu skrifstofu Alþingis var okkur boðið að halda fimm mínútna ræðu sem við undum glaðir við en svo bregður við að skömmu áður en umræðan átti að hefjast er okkur tilkynnt sú ákvörðun forseta að fulltrúi okkar yrði ekki á mælendaskrá. Ég áfellist engan í þessu efni og alls ekki skrifstofu Alþingis. Ég bar þá von í brjósti að forseti vildi vera forseti allra þingmanna og greiddi honum því atkvæði mitt í forsetakjöri. En ég hlýt að viðurkenna að ákvörðun forseta í dag, auk ýmislegs annars sem við hefur borið að undanförnu, hefur ekki styrkt þessa trú mína. Orð forseta í ræðu sinni hér á undan um vinsemd og virðingu í samskiptum þingmanna vöktu athygli mína og ég þykist átta mig vel á innihaldi þeirra,“ sagði Ólafur.Kvaðst ekki hafa fengið neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni Forseti Alþingis tók svo til máls og sagði að honum hefðu ekki borist neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni. „Þau skilaboð komust aldrei þangað þannig að þegar gengið var frá samkomulagi um þessa umræðu á vettvangi formanna þingflokka lá engin slík beiðni fyrir. Forseti telur sig af þeim ástæðum ekki geta horfið var frá því samkomulagi sem búið var að gera um umræðuna og þann ramma sem um hana gildir,“ sagði Steingrímur. Hét hann þingmönnunum því svo að réttur þeirra, eins og hann væri til staðar í þingsköpum varðandi til að mynda umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og eldhúsdag, yrði virtur.
Alþingi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira