Sagði fórnarlömb Larry Nassar njóta þess að vera í sviðsljósinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:00 Larry Nassar fyrir dómi í fyrra. vísir/getty John Engler, sem fyrir ári síðan var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan til bráðabirgða, sagði af sér sem rektor í síðustu viku vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um fórnarlömb læknisins Larry Nassar. Nassar, sem var íþróttalæknir við Ríkisháskólann í Michigan og læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, hefur hlotið þrjá refsidóma fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum en dómarnir telja samtals yfir 300 ár. Engler, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Michigan, var skipaður rektor til bráðabirgða eftir að Lou Anna Simon sagði af sér sem rektor í kjölfar gagnrýni sem hún fékk fyrir það hvernig hún tók á máli Nassar.John Engler var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan fyrir ári í kjölfar máls Larry Nassar.vísir/getty„Njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar“ Engler var fyrr í mánuðinum í viðtali við Detroit News. Þar lét hann hafa það eftir sér að einhverjar þeirra stúlkna sem voru fórnarlömb Nassar væru að njóta athyglinnar sem málið veitti þeim. „Þetta mál hefur snert marga, þar á meðal stúlkur sem hafa lifað af en eru ekki í sviðsljósinu. Þær hafa að einhverju leyti átt auðveldara með að takast á við málið heldur en þær sem hafa verið í sviðsljósinu og njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar,“ sagði Engler í viðtalinu við Detroit News. Þessi ummæli Engler, sem áður hefur verið sakaður um fjandskap í garð fórnarlamba Nassar, sættu mikilli gagnrýni. Meðal þeirra sem gagnrýndu rektorinn var forseti stjórnar skólans sem sagði þau illa ígrunduð og ekki til þess fallin að hjálpa fórnarlömbum Nassar eða háskólanum að takast á við málið. Engler sagði í kjölfarið af sér.Fimleikaþjálfarinn Tom Brennan og fimleikakonan Gwen Anderson, ein af fórnarlömbum Nassar, sem kom fyrir dóm í fyrra og lýsti brotum hans gegn sér.vísir/gettyTaldi þeim trú um að hann væri að veita þeim læknismeðferð Hátt í 300 stúlkur og konur hafa stigið fram og sakað Nassar um að hafa misnotað sig kynferðislega. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa brotið gegn tíu stúlkum. Var hann dæmdur fyrir þau brot sem og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Það vakti mikla athygli í janúar í fyrra þegar 156 stúlkur og konur sögðu frá brotum Nassar fyrir dómi. Á meðal þeirra sem það gerðu voru fimleikakonurnar Jordyn Wieber og Aly Raisman sem báðar kepptu á Ólympíuleikunum árið 2012 fyrir hönd Bandaríkjanna. Þá sagði ein fremsta fimleikakona heims, Simone Biles, frá því á Twitter að hún hefði einnig verið misnotuð af Nassar. Fyrir dómi lýstu stúlkurnar því hvernig Nassar hefði brotið gegn þeim kynferðislega en talið þeim trú um að hann væri að veita þeim meðferð við til dæmis bakverkjum og meiðslum í nára. „Meðferð“ Nassar fólst í því að káfa á kynfærum stúlknanna og stinga fingrum inn í leggöng þeirra sem og káfa á rassi þeirra og brjóstum. Í sumum tilfellum voru foreldrar stúlknanna viðstaddir þegar Nassar veitti þeim „meðferðina.“ Þeir urðu hins vegar einskis varir, bæði vegna þess að Nassar gekk alltaf úr skugga um að foreldrarnir sæju ekki það sem fram fór en líka vegna þess að stúlkurnar og foreldrar þeirra treystu lækninum sem sagður var sá færasti í bransanum þegar kom að íþróttameiðslum.Fyrrverandi rektor háskólans ákærður fyrir að ljúga að lögreglunni Síðan að lögreglan hóf að rannsaka Nassar árið 2016 hafa spjótin ekki aðeins beinst gegn honum heldur einnig þeim stofnunum sem gerðu honum kleift að starfa óáreittur með barnungum stúlkum í tugi ára og misnota þær á meðan. Þar á meðal eru Bandaríska fimleikasambandið sem og ríkisháskólinn í Michigan en skólinn samþykkti á síðasta ári að greiða fórnarlömbum Nassar samtals 500 milljónir dollara í skaðabætur vegna kynferðisbrota hans. Þá sætir fyrrverandi rektor skólans, fyrrnefnd Lou Anna Simon, ákæru fyrir að ljúga að lögregluyfirvöldum um rannsókn skólans á Nassar árið 2014. Skólinn hóf rannsókn á lækninum eftir að Amanda Thomashow, 24 ára gömul kona sem leitað hafði til Nassar vegna bakverkja, kvartaði til skólans vegna kynferðisofbeldis sem hún sagði Nassar hafa beitt sig. Skólayfirvöld rannsökuðu málið og komust að þeirri niðurstöðu að Nassar hefði ekki gert neitt rangt. Simon á síðar að hafa sagt lögregluyfirvöldum að hún hafi heyrt af því að kvartað hefði verið undan „einhverjum íþróttalækni skólans“ en lögreglan telur að hún hafi vitað að umræddur læknir var Nassar. Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
John Engler, sem fyrir ári síðan var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan til bráðabirgða, sagði af sér sem rektor í síðustu viku vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um fórnarlömb læknisins Larry Nassar. Nassar, sem var íþróttalæknir við Ríkisháskólann í Michigan og læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, hefur hlotið þrjá refsidóma fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum en dómarnir telja samtals yfir 300 ár. Engler, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Michigan, var skipaður rektor til bráðabirgða eftir að Lou Anna Simon sagði af sér sem rektor í kjölfar gagnrýni sem hún fékk fyrir það hvernig hún tók á máli Nassar.John Engler var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan fyrir ári í kjölfar máls Larry Nassar.vísir/getty„Njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar“ Engler var fyrr í mánuðinum í viðtali við Detroit News. Þar lét hann hafa það eftir sér að einhverjar þeirra stúlkna sem voru fórnarlömb Nassar væru að njóta athyglinnar sem málið veitti þeim. „Þetta mál hefur snert marga, þar á meðal stúlkur sem hafa lifað af en eru ekki í sviðsljósinu. Þær hafa að einhverju leyti átt auðveldara með að takast á við málið heldur en þær sem hafa verið í sviðsljósinu og njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar,“ sagði Engler í viðtalinu við Detroit News. Þessi ummæli Engler, sem áður hefur verið sakaður um fjandskap í garð fórnarlamba Nassar, sættu mikilli gagnrýni. Meðal þeirra sem gagnrýndu rektorinn var forseti stjórnar skólans sem sagði þau illa ígrunduð og ekki til þess fallin að hjálpa fórnarlömbum Nassar eða háskólanum að takast á við málið. Engler sagði í kjölfarið af sér.Fimleikaþjálfarinn Tom Brennan og fimleikakonan Gwen Anderson, ein af fórnarlömbum Nassar, sem kom fyrir dóm í fyrra og lýsti brotum hans gegn sér.vísir/gettyTaldi þeim trú um að hann væri að veita þeim læknismeðferð Hátt í 300 stúlkur og konur hafa stigið fram og sakað Nassar um að hafa misnotað sig kynferðislega. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa brotið gegn tíu stúlkum. Var hann dæmdur fyrir þau brot sem og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Það vakti mikla athygli í janúar í fyrra þegar 156 stúlkur og konur sögðu frá brotum Nassar fyrir dómi. Á meðal þeirra sem það gerðu voru fimleikakonurnar Jordyn Wieber og Aly Raisman sem báðar kepptu á Ólympíuleikunum árið 2012 fyrir hönd Bandaríkjanna. Þá sagði ein fremsta fimleikakona heims, Simone Biles, frá því á Twitter að hún hefði einnig verið misnotuð af Nassar. Fyrir dómi lýstu stúlkurnar því hvernig Nassar hefði brotið gegn þeim kynferðislega en talið þeim trú um að hann væri að veita þeim meðferð við til dæmis bakverkjum og meiðslum í nára. „Meðferð“ Nassar fólst í því að káfa á kynfærum stúlknanna og stinga fingrum inn í leggöng þeirra sem og káfa á rassi þeirra og brjóstum. Í sumum tilfellum voru foreldrar stúlknanna viðstaddir þegar Nassar veitti þeim „meðferðina.“ Þeir urðu hins vegar einskis varir, bæði vegna þess að Nassar gekk alltaf úr skugga um að foreldrarnir sæju ekki það sem fram fór en líka vegna þess að stúlkurnar og foreldrar þeirra treystu lækninum sem sagður var sá færasti í bransanum þegar kom að íþróttameiðslum.Fyrrverandi rektor háskólans ákærður fyrir að ljúga að lögreglunni Síðan að lögreglan hóf að rannsaka Nassar árið 2016 hafa spjótin ekki aðeins beinst gegn honum heldur einnig þeim stofnunum sem gerðu honum kleift að starfa óáreittur með barnungum stúlkum í tugi ára og misnota þær á meðan. Þar á meðal eru Bandaríska fimleikasambandið sem og ríkisháskólinn í Michigan en skólinn samþykkti á síðasta ári að greiða fórnarlömbum Nassar samtals 500 milljónir dollara í skaðabætur vegna kynferðisbrota hans. Þá sætir fyrrverandi rektor skólans, fyrrnefnd Lou Anna Simon, ákæru fyrir að ljúga að lögregluyfirvöldum um rannsókn skólans á Nassar árið 2014. Skólinn hóf rannsókn á lækninum eftir að Amanda Thomashow, 24 ára gömul kona sem leitað hafði til Nassar vegna bakverkja, kvartaði til skólans vegna kynferðisofbeldis sem hún sagði Nassar hafa beitt sig. Skólayfirvöld rannsökuðu málið og komust að þeirri niðurstöðu að Nassar hefði ekki gert neitt rangt. Simon á síðar að hafa sagt lögregluyfirvöldum að hún hafi heyrt af því að kvartað hefði verið undan „einhverjum íþróttalækni skólans“ en lögreglan telur að hún hafi vitað að umræddur læknir var Nassar.
Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15
Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00