Verð á kókaíni lækkað talsvert síðasta árið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2019 11:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, áætlar að um átta hundruð manns leiti hjálpar á Vogi vegna neyslu örvandi fíkniefna á ári hverju. Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og engin merki eru um að dregið hafi úr neyslunni heldur hefur hún þvert á móti farið stöðugt vaxandi. Þessi þróun er gríðarlegt áhyggjuefni að sögn yfirlæknis á Vogi en þangað leita um átta hundruð manns hjálpar á ári vegna neyslu örvandi fíkniefna. Örvandi vímuefnaneysla er alvarlegasta vímuefnafíknin á Íslandi, en hún herjar mest á fólk milli tvítugs og þrítugs. „Þetta eru um átta hundruð sem hafa verið að koma á hverju ári til okkar með örvandi lyfjafíkn til okkar. Það hefur ekki orðið neitt lát á því. Engin merki um að það sé að draga neitt úr því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Eins og sést á grafinu hefur kókaínfíkn vaxið stöðugt síðustu ár. Valgerður segir að á árinu 2018 hafi ekkert lát verið þar á en áfram fjölgaði greiningunum.Aukin eftirspurn „Það sem við sjáum er að það sé aukin neysla. Það er það sem við sjáum og gerum þá ráð fyrir því að það sé aukin eftirspurn og kannski er það vegna þess að fólk hefur betur efni á því en áður, þetta er dýrara vímuefni og það hlýtur þá líka að vera nóg framboð,“ segir Valgerður. Valgerður segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Kókaín er mjög öflugt og fljótvirkt örvandi vímuefni og hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu einstaklings á meðan hann notar það og líka eftirköstin alvarleg.“ Þá hefur verð á kókaíni lækkað samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum á götunni. „Það hefur lækkað talsvert, örugglega svona um fjórðung á síðasta ári,“ segir Valgerður, en í október síðastliðnum kostaði grammið fjórtán þúsund krónur en árin þar á undan hefur verð fyrir grammið haldist nokkuð stöðugt í rúmum sautján þúsund krónum. Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og engin merki eru um að dregið hafi úr neyslunni heldur hefur hún þvert á móti farið stöðugt vaxandi. Þessi þróun er gríðarlegt áhyggjuefni að sögn yfirlæknis á Vogi en þangað leita um átta hundruð manns hjálpar á ári vegna neyslu örvandi fíkniefna. Örvandi vímuefnaneysla er alvarlegasta vímuefnafíknin á Íslandi, en hún herjar mest á fólk milli tvítugs og þrítugs. „Þetta eru um átta hundruð sem hafa verið að koma á hverju ári til okkar með örvandi lyfjafíkn til okkar. Það hefur ekki orðið neitt lát á því. Engin merki um að það sé að draga neitt úr því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Eins og sést á grafinu hefur kókaínfíkn vaxið stöðugt síðustu ár. Valgerður segir að á árinu 2018 hafi ekkert lát verið þar á en áfram fjölgaði greiningunum.Aukin eftirspurn „Það sem við sjáum er að það sé aukin neysla. Það er það sem við sjáum og gerum þá ráð fyrir því að það sé aukin eftirspurn og kannski er það vegna þess að fólk hefur betur efni á því en áður, þetta er dýrara vímuefni og það hlýtur þá líka að vera nóg framboð,“ segir Valgerður. Valgerður segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Kókaín er mjög öflugt og fljótvirkt örvandi vímuefni og hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu einstaklings á meðan hann notar það og líka eftirköstin alvarleg.“ Þá hefur verð á kókaíni lækkað samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum á götunni. „Það hefur lækkað talsvert, örugglega svona um fjórðung á síðasta ári,“ segir Valgerður, en í október síðastliðnum kostaði grammið fjórtán þúsund krónur en árin þar á undan hefur verð fyrir grammið haldist nokkuð stöðugt í rúmum sautján þúsund krónum.
Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira