Henry Cejudo kláraði Dillashaw eftir 32 sekúndur Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. janúar 2019 06:58 Cejudo fagnar en Dillashaw mótmælir. Vísir/Getty UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brooklyn í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Henry Cejudo verja titil sinn gegn T.J. Dillashaw. Það var sannkallaður ofurbardagi á dagskrá í nótt þegar fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætti bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw um titil þess fyrrnefnda. Bardaginn stóð ekki lengur yfir en eftir aðeins 32 sekúndur hafði dómarinn stöðvað bardagann. Cejudo vankaði Dillashaw með hásparki og kýldi Dillashaw svo niður. Cejudo fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og reyndi Dillashaw að standa upp en Cejudo kýldi hann aftur niður áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Dillashaw var afar ósáttur þegar dómarinn stöðvaði bardagann og má segja að dómarinn hafi verið fullsnemma á ferðinni. Dillashaw var að hreyfa sig og reyna að koma sér í betri stöðu en var á sama tíma að éta högg. Dillashaw sagði að ákvörðun dómarans hefði verið hræðileg og var Dana White, forseti UFC, sammála Dillashaw. Henry Cejudo var þó hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsta titilvörn hans sem fluguvigtarmeistari UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins var fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy gegn Allen Crowder í þungavigt. Fyrstu þrír bardagar Hardy höfðu allir klárast á undir 60 sekúndum en í þetta sinn tókst honum ekki að klára bardagann svo snemma. Í 2. lotu var Hardy dæmdur úr leik fyrir kolólöglegt hnéspark. Crowder var með annað hnéð í gólfinu þegar Hardy gaf honum hnéspark í höfuðið en það er ólöglegt. Crower vann því bardagann þar sem Hardy var dæmdur úr leik. Bardagakvöldið var hin besta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00 Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Sjá meira
UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brooklyn í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Henry Cejudo verja titil sinn gegn T.J. Dillashaw. Það var sannkallaður ofurbardagi á dagskrá í nótt þegar fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætti bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw um titil þess fyrrnefnda. Bardaginn stóð ekki lengur yfir en eftir aðeins 32 sekúndur hafði dómarinn stöðvað bardagann. Cejudo vankaði Dillashaw með hásparki og kýldi Dillashaw svo niður. Cejudo fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og reyndi Dillashaw að standa upp en Cejudo kýldi hann aftur niður áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Dillashaw var afar ósáttur þegar dómarinn stöðvaði bardagann og má segja að dómarinn hafi verið fullsnemma á ferðinni. Dillashaw var að hreyfa sig og reyna að koma sér í betri stöðu en var á sama tíma að éta högg. Dillashaw sagði að ákvörðun dómarans hefði verið hræðileg og var Dana White, forseti UFC, sammála Dillashaw. Henry Cejudo var þó hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsta titilvörn hans sem fluguvigtarmeistari UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins var fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy gegn Allen Crowder í þungavigt. Fyrstu þrír bardagar Hardy höfðu allir klárast á undir 60 sekúndum en í þetta sinn tókst honum ekki að klára bardagann svo snemma. Í 2. lotu var Hardy dæmdur úr leik fyrir kolólöglegt hnéspark. Crowder var með annað hnéð í gólfinu þegar Hardy gaf honum hnéspark í höfuðið en það er ólöglegt. Crower vann því bardagann þar sem Hardy var dæmdur úr leik. Bardagakvöldið var hin besta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00 Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Sjá meira
Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00
Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00
Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45