Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 19:30 Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. Eins og á stefnumótaforritinu Tinder strýkur þú skjáinn til hægri eða vinstri eftir því hvort þú viljir vingast við viðkomandi eða ekki. Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér. Það virðist mjög einfalt að skrá sig inn á þetta tiltekna smáforrit, þú gerir það í gegnum símanúmerið þitt, samþykkir samskiptareglur, sem líklega fáir lesa og ert þá komin með aðgang að helling af unglingum.Óska eftir nektarmyndum „Þegar þú strýkur skjáinn til hægri þá ert þú að senda vinabeiðni. Manneskjan fær vinabeiðnina án þess að hafa í raun nokkurn tímann séð þig og þú veist í raun ekkert hver er á bak við skjáinn. Þetta er fyrir íslenska krakka og krakka um allan heim og það eru mörg þúsund íslensk börn á þessu appi,“ segir Alexandra Kristjana Ægisdóttir, móðir. Fanný Goupil-Thiercelin sem einnig á ungling tekur undir og segir að þegar hún skoðaði forritið hafi hún strax áttaði sig á að þarna væru margir falsaðir reikningar. Þeir heita jafnvel sumir „I want nudes“ eða ég vil nektarmyndir og „Couples looking for threesome“.Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér.Mynd/Stöð 2Þær áttuðu sig því fljótt á að auðvelt er að vera þarna undir fölsku flaggi. „Ég skrái mig sem fjórtán ára stelpu, set ekki mikið inn. Bara eina mynd og þennan aldur. Á innan við tuttugu mínútum er ég búin að fá skilaboð og ósk um að senda mynd af því hvernig ég er klædd“ segir Alexandra. „Ég held að börnin okkar viti ekki svo mikið af því að það getur verið að ein af þessum þrettán ára stelpum sem þau eru að tala við gæti verið fullorðin karlmaður,“ segir Fanný. Þær hafa miklar áhyggjur af því sem þær sáu þarna og vilja benda foreldrum á að vera vakandi. „Ég held að allir foreldrar ættu að ítreka fyrir börnum sínum að það sem fer á netið er alltaf á netinu. Þar á meðal þetta. Það tók mig eina sekúndu að taka skjáskot af hverjum prófil sem mig langaði að taka af. Því þarna er hlaðborð fyrir þá sem eru með eitthvað annað í huga en að eignast vini,“ segir Alexandra. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. Eins og á stefnumótaforritinu Tinder strýkur þú skjáinn til hægri eða vinstri eftir því hvort þú viljir vingast við viðkomandi eða ekki. Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér. Það virðist mjög einfalt að skrá sig inn á þetta tiltekna smáforrit, þú gerir það í gegnum símanúmerið þitt, samþykkir samskiptareglur, sem líklega fáir lesa og ert þá komin með aðgang að helling af unglingum.Óska eftir nektarmyndum „Þegar þú strýkur skjáinn til hægri þá ert þú að senda vinabeiðni. Manneskjan fær vinabeiðnina án þess að hafa í raun nokkurn tímann séð þig og þú veist í raun ekkert hver er á bak við skjáinn. Þetta er fyrir íslenska krakka og krakka um allan heim og það eru mörg þúsund íslensk börn á þessu appi,“ segir Alexandra Kristjana Ægisdóttir, móðir. Fanný Goupil-Thiercelin sem einnig á ungling tekur undir og segir að þegar hún skoðaði forritið hafi hún strax áttaði sig á að þarna væru margir falsaðir reikningar. Þeir heita jafnvel sumir „I want nudes“ eða ég vil nektarmyndir og „Couples looking for threesome“.Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér.Mynd/Stöð 2Þær áttuðu sig því fljótt á að auðvelt er að vera þarna undir fölsku flaggi. „Ég skrái mig sem fjórtán ára stelpu, set ekki mikið inn. Bara eina mynd og þennan aldur. Á innan við tuttugu mínútum er ég búin að fá skilaboð og ósk um að senda mynd af því hvernig ég er klædd“ segir Alexandra. „Ég held að börnin okkar viti ekki svo mikið af því að það getur verið að ein af þessum þrettán ára stelpum sem þau eru að tala við gæti verið fullorðin karlmaður,“ segir Fanný. Þær hafa miklar áhyggjur af því sem þær sáu þarna og vilja benda foreldrum á að vera vakandi. „Ég held að allir foreldrar ættu að ítreka fyrir börnum sínum að það sem fer á netið er alltaf á netinu. Þar á meðal þetta. Það tók mig eina sekúndu að taka skjáskot af hverjum prófil sem mig langaði að taka af. Því þarna er hlaðborð fyrir þá sem eru með eitthvað annað í huga en að eignast vini,“ segir Alexandra.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira