Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. janúar 2019 18:00 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. Menntamálaráðherra kynnti efni frumvarpsins í ráðuneytinu í morgun. Það felst í ríkisstyrkjum sem einkareknir fjölmiðlar geta sótt um. Styrkirnir verða í formi endurgreiðslu á allt að 25% við rekstur ritstjórnar og er þar vísað til launakostnaðar starfsmanna á ritstjórn. Hámarksfjárhæð styrks til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári en fjölmiðlar þurfa að beina umsókn til fjölmiðlanefndar sem metur hvort skilyrði fyrir styrk séu fyrir hendi. „Hér er í fyrsta sinn verið að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. Þetta eru ákveðin straumhvörf. Þessi ríkisstjórn hefur sagt að hún ætli að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og jafna leikinn. Og við munum halda áfram á þessari vegferð. Það sem mér fannst líka brýnt er að við skyldum stíga þetta skref en alls staðar á Norðurlöndunum er verið að styrkja þetta rekstrarumhverfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla til að geta fengið endurgreiðslu eru meðal annars þær að fjölmiðill þarf að vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Hann þarf að hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um styrk berst til fjölmiðlanefndar. Markmiðið með fjölmiðlinum þarf að vera miðlun frétta og efnið þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning. Þá þurfa starfsmenn í fullu starfi að vera þrír að lágmarki og fjölmiðillinn má ekki vera í vanskilum við hið opinbera eða lífeyrissjóði. Þá þurfa prentmiðlar, sem sækja um styrkinn, að koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar og hljóð- og myndmiðlar þurfa að miðla nýju efni daglega til að geta fengið styrkinn. Ljóst var frá upphafi að setja þyrfti þak á kostnaðinn sem fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. Lilja segir að 50 milljóna króna þakið sé að danskri fyrirmynd. Frumvarpið er búið að fara í kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna þess verði 300-400 milljónir króna á ári. Lilja segir einhug um frumvarpið í ríkisstjórninni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. Menntamálaráðherra kynnti efni frumvarpsins í ráðuneytinu í morgun. Það felst í ríkisstyrkjum sem einkareknir fjölmiðlar geta sótt um. Styrkirnir verða í formi endurgreiðslu á allt að 25% við rekstur ritstjórnar og er þar vísað til launakostnaðar starfsmanna á ritstjórn. Hámarksfjárhæð styrks til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári en fjölmiðlar þurfa að beina umsókn til fjölmiðlanefndar sem metur hvort skilyrði fyrir styrk séu fyrir hendi. „Hér er í fyrsta sinn verið að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. Þetta eru ákveðin straumhvörf. Þessi ríkisstjórn hefur sagt að hún ætli að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og jafna leikinn. Og við munum halda áfram á þessari vegferð. Það sem mér fannst líka brýnt er að við skyldum stíga þetta skref en alls staðar á Norðurlöndunum er verið að styrkja þetta rekstrarumhverfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla til að geta fengið endurgreiðslu eru meðal annars þær að fjölmiðill þarf að vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Hann þarf að hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um styrk berst til fjölmiðlanefndar. Markmiðið með fjölmiðlinum þarf að vera miðlun frétta og efnið þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning. Þá þurfa starfsmenn í fullu starfi að vera þrír að lágmarki og fjölmiðillinn má ekki vera í vanskilum við hið opinbera eða lífeyrissjóði. Þá þurfa prentmiðlar, sem sækja um styrkinn, að koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar og hljóð- og myndmiðlar þurfa að miðla nýju efni daglega til að geta fengið styrkinn. Ljóst var frá upphafi að setja þyrfti þak á kostnaðinn sem fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. Lilja segir að 50 milljóna króna þakið sé að danskri fyrirmynd. Frumvarpið er búið að fara í kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna þess verði 300-400 milljónir króna á ári. Lilja segir einhug um frumvarpið í ríkisstjórninni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00
Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15