Innlent

Mótmæltu kynferðisofbeldi og Klaustursmönnum við Alþingishúsið

Heimir Már Pétursson skrifar
Fimm konur með klút fyrir andliti og með sólgleraugu frömdu táknrænan gjörning við Alþingi í dag þegar þær settu „Fokk ofbeldi“-húfu á styttuna af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á þing á Íslandi.

Ein þeirra fór upp álstiga til að setja húfuna á styttuna en ekki leið á löngu áður en þingvörður kom á vettvang og bað konurnar vinsamlega um að fjarlægja húfuna. Þær urðu við því. Með þessu uppátæki vildu konurnar mótmæla kynferðislegu ofbeldi á Alþingi.

Myndband af atvikinu má sjá efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×