20% háskólanema hafa neytt lyfja sem þeim var ekki ávísað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. janúar 2019 19:45 Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir lyfjaneyslu meðal háskólanema hafa aukist jafnt og þétt í takt við aukna lyfjanotkun á Íslandi almennt, en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu um geðheilbrigði sem stendur yfir í HR í vikunni. „20% háskólanema hafa á einhverjum tímapunkti tekið lyf sem hafa verið ávísuð á einhvern annan og þetta eru fyrst og fremst tveir flokkar lyfja. Annars vegar lyf sem eru tekin í þeim tilgangi að bæta námsárangurinn og hins vegar sem fólk tekur vegna álagseinkenna, verkja, svefnleysis og kvíða,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Vísir/Anton BrinkÞað er svipað hlutfall og gengur og gerist í nágrannaríkjum. Hann segir lyfin geta vissulega hjálpað þeim sem glími til dæmis við ofvirkini og athyglisbresti, en geta haft öfug áhrif á aðra. „Það eru hættur sem þessu fylgir. Það jafnvel ýtir ennþá meira undir kvíða og svefnleysi og þetta getur leitt til ávana í þessi lyf og það verður lægri og lægri þröskuldurinn til þess að taka þessi lyf við aðrar aðstæður.“10,3% nemenda við HR með einkenni þunglyndis Ingvar Eysteinsson, mastersnemi í klínískri sálfræði, vann rannsókn meðal nemenda Háskólans í Reykjavík en niðurstöður hennar gefa til kynna að 10,3% nemenda við skólann verði fyrir truflun í daglegu lífi vegna þunglyndis og 9,3% vegna kvíða. „Samkvæmt okkar rannsókn virðast töluvert færri vera að glíma við þessi vandamál heldur en að fyrr hefur verið ætlað,“ segir Ingvar. Vísar hann þar til nýlegrar rannsóknar frá árinu 2017 sem náði einnig til nemenda við Háskólann í Reykjavík. Þrátt fyrir það er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum. „Það sem við vorum að gera var að leggja mat á algengi mismunandi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal háskólanema með því að nota einkennalista og auk þess notuðum við spurningalista þar sem við spurðum fólk út í þeirra mat á truflun vegna kvíða, þunglyndis og streitu,“ útskýrir Ingvar. „Ég held að það sé rík ástæða til að bregðast við þessum vandamálum.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir lyfjaneyslu meðal háskólanema hafa aukist jafnt og þétt í takt við aukna lyfjanotkun á Íslandi almennt, en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu um geðheilbrigði sem stendur yfir í HR í vikunni. „20% háskólanema hafa á einhverjum tímapunkti tekið lyf sem hafa verið ávísuð á einhvern annan og þetta eru fyrst og fremst tveir flokkar lyfja. Annars vegar lyf sem eru tekin í þeim tilgangi að bæta námsárangurinn og hins vegar sem fólk tekur vegna álagseinkenna, verkja, svefnleysis og kvíða,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Vísir/Anton BrinkÞað er svipað hlutfall og gengur og gerist í nágrannaríkjum. Hann segir lyfin geta vissulega hjálpað þeim sem glími til dæmis við ofvirkini og athyglisbresti, en geta haft öfug áhrif á aðra. „Það eru hættur sem þessu fylgir. Það jafnvel ýtir ennþá meira undir kvíða og svefnleysi og þetta getur leitt til ávana í þessi lyf og það verður lægri og lægri þröskuldurinn til þess að taka þessi lyf við aðrar aðstæður.“10,3% nemenda við HR með einkenni þunglyndis Ingvar Eysteinsson, mastersnemi í klínískri sálfræði, vann rannsókn meðal nemenda Háskólans í Reykjavík en niðurstöður hennar gefa til kynna að 10,3% nemenda við skólann verði fyrir truflun í daglegu lífi vegna þunglyndis og 9,3% vegna kvíða. „Samkvæmt okkar rannsókn virðast töluvert færri vera að glíma við þessi vandamál heldur en að fyrr hefur verið ætlað,“ segir Ingvar. Vísar hann þar til nýlegrar rannsóknar frá árinu 2017 sem náði einnig til nemenda við Háskólann í Reykjavík. Þrátt fyrir það er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum. „Það sem við vorum að gera var að leggja mat á algengi mismunandi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal háskólanema með því að nota einkennalista og auk þess notuðum við spurningalista þar sem við spurðum fólk út í þeirra mat á truflun vegna kvíða, þunglyndis og streitu,“ útskýrir Ingvar. „Ég held að það sé rík ástæða til að bregðast við þessum vandamálum.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira