Sport

Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib Nurmagomedov.
Khabib Nurmagomedov. vísir/getty
Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas.

„Hann berst ekki aftur í Vegas eftir að bræður hans fengu svona harkalega meðferð,“ sagði Ali Abdelaziz, umboðsmaður Khabib. „Hann elskar Madison Square Garden og saknar þess að berjast í New York.“

Khabib fékk níu mánaða bann fyrir lætin eftir bardaga hans gegn Conor McGregor. Hann getur náð því banni niður í sex mánuði með samfélagsþjónustu.

Frændi Khabib, Abubakar Nurmagomedov, og liðsfélagi hans, Zubaira Tukhugov, fengu báðir eins árs bann og 25 þúsund dollara sekt sem Khabib ætlar að greiða. Það sem meira er þá neitar hann að berjast fyrr en að þeir tveir eru komnir úr banni. Khabib mun því berjast í fyrsta lagi í nóvember.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×