Guðni: Ég er ánægður og stoltur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2019 16:44 Guðni þakkar fyrir sig eftir kjörið í dag. Vísir/Daníel Guðni Bergsson fékk yfirburðakosningu til formanns KSÍ í dag. Hann var stoltur af stuðningnum sem hann fékk. „Ég er ánægður og stoltur. Ég hlakka til komandi tveggja ára í starfi,“ sagði Guðni ánægður með niðurstöðuna. Hann neitar því ekki að hann hafi fengið mjög sterk skilaboð í dag og sterka staðfestingu á hans störfum fyrir KSÍ. „Bæði fyrir mín störf og störf okkar allra innan KSÍ. Þetta er bara samvinna. Við erum heild og ég held að starfið okkar hafi verið markvisst og gott undanfarin tvö ár,“ sagði Guðni. „En á sama tíma vil ég horfa fram veginn, hvernig við getum gert enn betur fyrir okkar aðildarfélög.“ Hann segir að það muni margt bíða nýrrar stjórnar KSÍ og hans sjálfs. „Það er ýmislegt sem er fram undan, til dæmis frumvarp um endurgreiðslur vegna íþróttamannvirkja, jöfnun ferðakostnaðar, sjálfboðaliðastarfið sem á undir högg að sækja. Það þarf að passa upp á þátttöku kvenna. “ „En ekki síst hvernig við getum saman bætt rekstrarumhverfi aðildarfélaganna okkar og í raun og veru bætt fótboltann almennt í landinu. Þetta er langur listi verkefna sem bíður okkar.“ Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála, sem komu fyrst fram í framboði hans fyrir tveimur árum. „Við förum núna yfir það mál með stjórninni á næstunni og tökum jákvæð skref í því sambandi. Eins og ég hef sagt áður, ég held að það verði framfaraspor fyrir okkur og ég er mjög spenntur fyrir því verkefni.“ Að síðustu spurði ég Guðna út í ummæli Jóns Rúnars Halldórssonar um frægt viðtal íþróttadeildar við forseta UEFA, sem Jón Rúnar gagnrýndi mjög. „Hann verður að svara fyrir. Eitt er að taka þessa röksemd og fara með hana. En það er spurning um hvar eða hvernig þú ferð með hana. Ég er ekki að hugsa út í það.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Sjá meira
Guðni Bergsson fékk yfirburðakosningu til formanns KSÍ í dag. Hann var stoltur af stuðningnum sem hann fékk. „Ég er ánægður og stoltur. Ég hlakka til komandi tveggja ára í starfi,“ sagði Guðni ánægður með niðurstöðuna. Hann neitar því ekki að hann hafi fengið mjög sterk skilaboð í dag og sterka staðfestingu á hans störfum fyrir KSÍ. „Bæði fyrir mín störf og störf okkar allra innan KSÍ. Þetta er bara samvinna. Við erum heild og ég held að starfið okkar hafi verið markvisst og gott undanfarin tvö ár,“ sagði Guðni. „En á sama tíma vil ég horfa fram veginn, hvernig við getum gert enn betur fyrir okkar aðildarfélög.“ Hann segir að það muni margt bíða nýrrar stjórnar KSÍ og hans sjálfs. „Það er ýmislegt sem er fram undan, til dæmis frumvarp um endurgreiðslur vegna íþróttamannvirkja, jöfnun ferðakostnaðar, sjálfboðaliðastarfið sem á undir högg að sækja. Það þarf að passa upp á þátttöku kvenna. “ „En ekki síst hvernig við getum saman bætt rekstrarumhverfi aðildarfélaganna okkar og í raun og veru bætt fótboltann almennt í landinu. Þetta er langur listi verkefna sem bíður okkar.“ Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála, sem komu fyrst fram í framboði hans fyrir tveimur árum. „Við förum núna yfir það mál með stjórninni á næstunni og tökum jákvæð skref í því sambandi. Eins og ég hef sagt áður, ég held að það verði framfaraspor fyrir okkur og ég er mjög spenntur fyrir því verkefni.“ Að síðustu spurði ég Guðna út í ummæli Jóns Rúnars Halldórssonar um frægt viðtal íþróttadeildar við forseta UEFA, sem Jón Rúnar gagnrýndi mjög. „Hann verður að svara fyrir. Eitt er að taka þessa röksemd og fara með hana. En það er spurning um hvar eða hvernig þú ferð með hana. Ég er ekki að hugsa út í það.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Sjá meira
Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58
Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00
Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15