Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2019 15:15 Jón Rúnar Halldórsson er formaður FH. mynd/skjáskot Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er afar ósáttur við stjórn KSÍ. Hann segir stjórnina hafa brugðist er Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, lýsti yfir stuðningi við Guðna Bergsson í aðdraganda formannskosninga KSÍ. Aleksandar Ceferin sagði í ítarlegu viðtali við íþróttadeild Sýn að hann litist vel á Guðna sem formann og sagði að hann væri góður kostur. Samskipti UEFA og KSÍ hefðu aldrei verið betri. Margir undruðu sig á þessu en Jón Rúnar tók til máls á ársþingi KSÍ í dag þar sem einmitt er kosið um formannsstólinn. Um hann berjast þeir Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson. „Ég beið í tvo daga eftir því hvort að stjórnin, þeir sem að verja okkar mál ef á okkur er sótt, myndu gera eitthvað. Ég beið við símann hvort eitthvað kæmi fram, en það gerðist ekkert,“ sagði Jón Rúnar í pontu á þinginu í dag en Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgist með þinginu. Jón Rúnar hafði svo samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ. „Það sem mér finnst best í þessu er að menn settu þetta svo sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar að það væri í raun ekki hægt að gera neitt. Ég talaði líka við félaga mína í ÍTF, þar var líka sama uppi á teningnum - að bregðast við væri hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðanda. Það hefur ekkert með það að gera í mínum huga, ekki neitt.“ „Það er óþolandi að okkar stjórn, sem á að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Þögn er sama og samþykki.“ „Ég var líka hissa á Guðna Bergssyni, þegar hann var í sjónvarpsviðtali - þar var hægt að fordæma þetta þó svo að hann hefði getað þakkað stuðninginn.“ „En hvers konar heigulsháttur er þetta, í stærstu hreyfingu landsins, að afskipti utan frá eru samþykkt. Ég vildi koma þessu fram því á morgun er strætóinn farinn og þá þýðir ekkert að segja að ég hefði átt að gera þetta. Ég vildi koma þessu fram frá mínu brjósti, svona líður mér sem félaga í þessum ofsalega kröftugu samtökum. En mér líður illa þegar mér finnst vörnina hafa svikið algerlega.“ Hægt er að fylgjast með kosningunum í fréttinni hér að neðan. KSÍ Tengdar fréttir Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er afar ósáttur við stjórn KSÍ. Hann segir stjórnina hafa brugðist er Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, lýsti yfir stuðningi við Guðna Bergsson í aðdraganda formannskosninga KSÍ. Aleksandar Ceferin sagði í ítarlegu viðtali við íþróttadeild Sýn að hann litist vel á Guðna sem formann og sagði að hann væri góður kostur. Samskipti UEFA og KSÍ hefðu aldrei verið betri. Margir undruðu sig á þessu en Jón Rúnar tók til máls á ársþingi KSÍ í dag þar sem einmitt er kosið um formannsstólinn. Um hann berjast þeir Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson. „Ég beið í tvo daga eftir því hvort að stjórnin, þeir sem að verja okkar mál ef á okkur er sótt, myndu gera eitthvað. Ég beið við símann hvort eitthvað kæmi fram, en það gerðist ekkert,“ sagði Jón Rúnar í pontu á þinginu í dag en Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgist með þinginu. Jón Rúnar hafði svo samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ. „Það sem mér finnst best í þessu er að menn settu þetta svo sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar að það væri í raun ekki hægt að gera neitt. Ég talaði líka við félaga mína í ÍTF, þar var líka sama uppi á teningnum - að bregðast við væri hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðanda. Það hefur ekkert með það að gera í mínum huga, ekki neitt.“ „Það er óþolandi að okkar stjórn, sem á að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Þögn er sama og samþykki.“ „Ég var líka hissa á Guðna Bergssyni, þegar hann var í sjónvarpsviðtali - þar var hægt að fordæma þetta þó svo að hann hefði getað þakkað stuðninginn.“ „En hvers konar heigulsháttur er þetta, í stærstu hreyfingu landsins, að afskipti utan frá eru samþykkt. Ég vildi koma þessu fram því á morgun er strætóinn farinn og þá þýðir ekkert að segja að ég hefði átt að gera þetta. Ég vildi koma þessu fram frá mínu brjósti, svona líður mér sem félaga í þessum ofsalega kröftugu samtökum. En mér líður illa þegar mér finnst vörnina hafa svikið algerlega.“ Hægt er að fylgjast með kosningunum í fréttinni hér að neðan.
KSÍ Tengdar fréttir Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00