Reyna að hafa rafmynt af fólki með hótunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 10:46 Viðtakendur svikapósta eru hvattir til að hafa samband við lögregluna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag Facebook-færslu þar sem fólk er varað við netsvindlurum sem reyna að hafa fé af fólki í valdi kúgunar. Segjast þrjótarnir í tölvupósti hafa yfirtekið tölvu þess sem fyrir svindlinu verður og náð myndefni af viðkomandi við skoðun klámsíðna. Hóta þorpararnir þá að dreifa myndefninu, berist þeim ekki greiðsla í formi Bitcoin eða annarrar rafmyntar innan ákveðins tíma. „Lögreglan biður fólk að halda ró sinni fái það slíkan póst. Glæpamennirnir hafa ekki tekið yfir tölvu viðkomandi né hafa þeir yfir neinu skaðlegu myndefni að ráða,“ segir í færslu lögreglunnar. Þá er bent á að þrátt fyrir að hótanirnar séu innantóm orð sé mögulegt að hrapparnir hafi komist yfir lykilorð viðkomandi, þar sem af og til komi fyrir að tölvuþrjótum takist að komast yfir notendalista og lykilorð á ýmsum vefsíðum og nýti þær upplýsingar í póstum sem þessum til þess að skapa hræðslu og óhug meðal viðtakenda, í þeirri von um að hafa af fólki fé. Lögreglan brýnir fyrir fólki að senda ekki peninga fái það slíka pósta. Best sé að senda svindlurum aldrei peninga því líklegt sé að þeir færi sig upp á skaftið og krefjist hærri fjárhæða eftir að þeim hafi verið greitt. Mælir lögreglan með því að fólk noti aðskilin lykilorð á mismunandi vefsíðum og komi sér jafnvel upp kerfi utan um lykilorð sín, til dæmis lykilorðabanka (e. password manager). Þá er fólki bent á sérstaka vefsíðu sem birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur athugað hvort einhver hafi komist yfir lykilorð þeirra á hinum ýmsu stöðum. Fólki er að lokum bent á að fái það svindlpósta sem þessa sé best að hafa beint samband við lögreglu. Það gefi lögreglunni færi á að fylgjast með gangi mála og bregðast fljótt og vel við þeim málum sem upp koma. Færslu lögreglunnar gefur að líta hér að neðan. Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag Facebook-færslu þar sem fólk er varað við netsvindlurum sem reyna að hafa fé af fólki í valdi kúgunar. Segjast þrjótarnir í tölvupósti hafa yfirtekið tölvu þess sem fyrir svindlinu verður og náð myndefni af viðkomandi við skoðun klámsíðna. Hóta þorpararnir þá að dreifa myndefninu, berist þeim ekki greiðsla í formi Bitcoin eða annarrar rafmyntar innan ákveðins tíma. „Lögreglan biður fólk að halda ró sinni fái það slíkan póst. Glæpamennirnir hafa ekki tekið yfir tölvu viðkomandi né hafa þeir yfir neinu skaðlegu myndefni að ráða,“ segir í færslu lögreglunnar. Þá er bent á að þrátt fyrir að hótanirnar séu innantóm orð sé mögulegt að hrapparnir hafi komist yfir lykilorð viðkomandi, þar sem af og til komi fyrir að tölvuþrjótum takist að komast yfir notendalista og lykilorð á ýmsum vefsíðum og nýti þær upplýsingar í póstum sem þessum til þess að skapa hræðslu og óhug meðal viðtakenda, í þeirri von um að hafa af fólki fé. Lögreglan brýnir fyrir fólki að senda ekki peninga fái það slíka pósta. Best sé að senda svindlurum aldrei peninga því líklegt sé að þeir færi sig upp á skaftið og krefjist hærri fjárhæða eftir að þeim hafi verið greitt. Mælir lögreglan með því að fólk noti aðskilin lykilorð á mismunandi vefsíðum og komi sér jafnvel upp kerfi utan um lykilorð sín, til dæmis lykilorðabanka (e. password manager). Þá er fólki bent á sérstaka vefsíðu sem birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur athugað hvort einhver hafi komist yfir lykilorð þeirra á hinum ýmsu stöðum. Fólki er að lokum bent á að fái það svindlpósta sem þessa sé best að hafa beint samband við lögreglu. Það gefi lögreglunni færi á að fylgjast með gangi mála og bregðast fljótt og vel við þeim málum sem upp koma. Færslu lögreglunnar gefur að líta hér að neðan.
Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira