„Ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 20:20 Eins og sést á þessari mynd sem Birna deildi á Facebook er bíll þeirra Agnars mjög illa farinn eftir slysið. birna tryggvadóttir Birna Tryggvadóttir segir að hún og maður hennar, Agnar Þór Magnússon, megi þakka mörgu fyrir að ekki fór verr þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var að reyna að taka fram úr flutningabíl í miklu snjókófi lenti framan á bíl þeirra Birnu og Agnars á fullum hraða. Birna og Agnar eru hrossaræktendur að Garðshorni á Þelamörk og voru á leið heim af bændafundi þegar slysið varð að því er Birna greinir frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Við sáum bílinn rétt áður en hann lenti framan á okkur á fullum hraða. Sem betur fer vorum við bæði í belti og á bíl sem er greinilega að standast kröfur hvað öryggi varðar. Greinilega einhver sem kippti í spotta því ég er með bólgin ökkla og lemstruð og Agnar með brotin 1 hryggjalið og bringubein brotið. Það eru ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi. Við megum mörgu þakka að ekki fór verr,“ segir Birna í færslu sinni. Birna vísaði á viðtal við hana sem birtist á vef Fréttablaðsins þegar Vísir hafði samband við hana í kvöld en þar kemur fram að þau hjónin hafi verið búin að hægja hraðann vegna lélegs skyggnis. Þau hafi verið á um áttatíu kílómetra hraða en hinn bíllinn líklega að taka fram úr á meiri hraða og varð áreksturinn því nokkuð harður. Í færslu sinni á Facebook ræðir Birna mikilvægi þess að auka forvarnir til þess að bæta umferðaröryggi: „Líklega er umtal um breikkun vega orðin tímabær og nauðsyn og það að bílaleigur og tryggingafélög búi til forvarnar og kennslu myndband fyrir fólk sem kemur til landsins að það verði regla fyrir fólk að horfa á slíkt. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki er vant snjó og er vant nokkrum akreinum í sömu átt að það komi í svona aðstæður þar sem það er bara ein akrein í sitthvora átt og snjókóf. Auðvitað getur þetta gerst fyrir Íslendinga líka en það er alltaf að verða meir um slys sem hefði verið hægt að sporna við ef tilskyldar forvarnir hefðu verið fyrir hendi, þar sem fólk keyrir ekki í samræmi við hálku, snjó... því það hvorki hefur reynslu né fékk tilsögn hjá þeim sem sér um að leigja þeim bílana eða tryggingafélögin sem tryggja bílana er líka mikilvægt að sjá til þess að grunn kennsla eigi sér stað við þær aðstæður sem eiga sér stað hér á landi. Ég vill engum að þurfa upplifa þetta,“ segir Birna í færslu sinni. Akureyri Samgöngur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10 Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Birna Tryggvadóttir segir að hún og maður hennar, Agnar Þór Magnússon, megi þakka mörgu fyrir að ekki fór verr þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var að reyna að taka fram úr flutningabíl í miklu snjókófi lenti framan á bíl þeirra Birnu og Agnars á fullum hraða. Birna og Agnar eru hrossaræktendur að Garðshorni á Þelamörk og voru á leið heim af bændafundi þegar slysið varð að því er Birna greinir frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Við sáum bílinn rétt áður en hann lenti framan á okkur á fullum hraða. Sem betur fer vorum við bæði í belti og á bíl sem er greinilega að standast kröfur hvað öryggi varðar. Greinilega einhver sem kippti í spotta því ég er með bólgin ökkla og lemstruð og Agnar með brotin 1 hryggjalið og bringubein brotið. Það eru ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi. Við megum mörgu þakka að ekki fór verr,“ segir Birna í færslu sinni. Birna vísaði á viðtal við hana sem birtist á vef Fréttablaðsins þegar Vísir hafði samband við hana í kvöld en þar kemur fram að þau hjónin hafi verið búin að hægja hraðann vegna lélegs skyggnis. Þau hafi verið á um áttatíu kílómetra hraða en hinn bíllinn líklega að taka fram úr á meiri hraða og varð áreksturinn því nokkuð harður. Í færslu sinni á Facebook ræðir Birna mikilvægi þess að auka forvarnir til þess að bæta umferðaröryggi: „Líklega er umtal um breikkun vega orðin tímabær og nauðsyn og það að bílaleigur og tryggingafélög búi til forvarnar og kennslu myndband fyrir fólk sem kemur til landsins að það verði regla fyrir fólk að horfa á slíkt. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki er vant snjó og er vant nokkrum akreinum í sömu átt að það komi í svona aðstæður þar sem það er bara ein akrein í sitthvora átt og snjókóf. Auðvitað getur þetta gerst fyrir Íslendinga líka en það er alltaf að verða meir um slys sem hefði verið hægt að sporna við ef tilskyldar forvarnir hefðu verið fyrir hendi, þar sem fólk keyrir ekki í samræmi við hálku, snjó... því það hvorki hefur reynslu né fékk tilsögn hjá þeim sem sér um að leigja þeim bílana eða tryggingafélögin sem tryggja bílana er líka mikilvægt að sjá til þess að grunn kennsla eigi sér stað við þær aðstæður sem eiga sér stað hér á landi. Ég vill engum að þurfa upplifa þetta,“ segir Birna í færslu sinni.
Akureyri Samgöngur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10 Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10
Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00