Íslenski boltinn

Sara svarar Geir: Á mér ekki að vera sama um hagsmuni kvennalandsliðsins?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir í landsleik.
Sara Björk Gunnarsdóttir í landsleik. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur sent Geir Þorsteinssyni væna pillu eftir ummæli hans í fjölmiðlum um landsliðskonurnar Söru og Dagnýju Brynjarsdóttur í gær.

Þær stigu báðar fram eftir kappræður Geirs og Guðna Bergssonar, sem berjast um formannsstól KSÍ, og gagnrýndu hvernig haldið var utan um hlutinna þegar Geir stýrði skútunni. Þær segja að það hafi skánað til muna eftir að Guðni kom til starfa sem formaður KSÍ.

Geir ákvað svo að svara ummælum stelpnanna í gær í viðtali við Hjörvar Ólafsson á Fréttablaðinuen þar sagði hann að stelpurnar ættu að einbeita sér að því að spila fótbolta og sögðu ummælin ómakleg.







Sara Björk lét ekki sitt eftir liggja og svaraði Geir aftur á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hún sagði að hún myndi ekki þegja. Hún spurði þeirra spurningu hvort að henni ætti ekki að vera sama um hagsmuni kvennalandsliðsins.

Alla færslu Söru Bjarkar má sjá hér að ofan en smella verður á myndina til að sjá hana í fullri stærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×