Sport

Brady stóð við loforðið sem hann gaf í upphafi leiks

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady með bikarinn í sigurskrúðgöngu Patriots.
Brady með bikarinn í sigurskrúðgöngu Patriots. vísir/getty

Tom Brady byrjaði Super Bowl-leikinn skelfilega með því að kasta boltanum í hendur andstæðinganna í fyrstu sókn New England Patriots.

Hann varð þar með aðeins þriðji leikstjórnandinn í sögunni sem hefur leik í Super Bowl með því að kasta boltanum í hendur andstæðinganna. Hinir eru Jim Kelly og Ron Jaworski.





„Ég mun ekki gera önnur mistök í allt kvöld, strákar,“ sagði Brady fullur sjálfstrausts við liðsfélaga sína. Hann laug engu þar og kláraði enn einn úrslitaleikinn með sigri þó svo hann hafi verið nokkuð fjarri sínu besta. Hann gerði það sem þurfti til að vinna eins og svo oft áður.

Brady hefur nú unnið Super Bowl sex sinnum eða oftar en nokkur annar leikmaður í sögu NFL-deildarinnar.


Tengdar fréttir

Goðsagnir NFL-deildarinnar í frábærri auglýsingu

Af mörgum góðum auglýsingum í gær þá höfðu NFL-aðdáendur mest gaman af auglýsingu frá deildinni sjálfri þar sem margar af helstu goðsögnum deildarinnar komu við sögu.

Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu

Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×