Íslenski boltinn

KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir gerði samninginn við Heimi sem Guðni þarf nú að vinna úr.
Geir gerði samninginn við Heimi sem Guðni þarf nú að vinna úr. vísir/vilhelm
Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM.

Vísir greindi frá deilu þjálfaranna við KSÍ í september en málið snýst um bónusgreiðslur og fjárhæðin nemur milljónum króna.

Guðni vildi ekkert tjá sig um málið þá og hann vildi heldur sem minnst ræða málið í kappræðunum í gær.

„Þetta mál er í fínu ferli og tekur smá tíma,“ segir Guðni en í dag eru 227 dagar frá því Ísland spilaði sinn síðasta leik á HM og því ljóst að þetta tekur aðeins meira en smá tíma.

„Ég er bjartsýnn á fína lendingu í þessu máli en við erum að takast á. Það er ágreiningur um túlkun á þessum samningi. Þar við situr. Við erum sammála um að vera ósammála og erum að reyna að leysa úr þessu í friði. Við erum vonandi að nálgast lausn. Þetta hefur aðeins tekið á en er að leysast.“

Í umræðunum kom einnig fram að það var Geir Þorsteinsson sem gerði þennan samning við Heimi sem er svona erfitt að túlka í dag.

Sjá má umræðuna um þetta mál hér að neðan.



Klippa: Guðni og Geir um deiluna við Heimi

Tengdar fréttir

Könnun íþróttadeildar: Guðni er að valta yfir Geir

Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis stóð fyrir könnun á meðal aðildarfélaga KSÍ um hvaða formannsframbjóðanda félögin ætluðu að kjósa. Sú könnun kom afar vel út fyrir sitjandi formann, Guðna Bergsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×