Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 09:55 Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun. Vísir/vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Bergþór sneri aftur á þing í janúar síðastliðnum eftir tímabundið leyfi sem hann tók sér í kjölfar Klaustursmálsins. Hann tók þar með aftur við formennsku umhverfis- og samgöngunefndar, sem mætti töluverðri andstöðu nefndarmanna.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Í tilkynningu Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins segir að umhverfis- og samgöngunefnd hafi verið óstarfhæf um tíma, sem ætla má að hafi verið vegna endurkomu Bergþórs, en fundur nefndarinnar í morgun var sá fyrsti síðan 29. janúar. „Þingflokksformenn allra flokka hafa leitað leiða til að vinna úr stöðunni, án árangurs. Samkvæmt samkomulagi um nefndarformennsku minnihlutans kom þessi nefndarformennska í hlut Miðflokksins. Miðflokkurinn hefur ekki viljað skipta um sinn fulltrúa í nefndinni,“ segir í tilkynningu.Leita lausnar sem allir sætta sig við Bergþór hafi nú kosið að stíga til hliðar úr formannssætinu. Þá muni Jón Gunnarsson taka við formennsku í nefndinni tímabundið „á meðan reynt er að finna lausn í málinu sem allir geta sætt sig við“. Ari Trausti Guðmundsson tekur við sem 1. varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir verður 2. varaformaður. Ekki þyki þó tilefni til að fara eftir samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis þar sem um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. „Hluti af ábyrgð þeirra sem hafa meirihluta á Alþingi er að tryggja að störf þingsins geti gengið eðlilega fyrir sig. Því telja þingmenn stjórnarflokkanna eðlilegt að þetta sé lausnin á meðan samkomulag næst ekki um annað fyrirkomulag,“ segir í tilkynningu. „Það er öllum ljóst að um tímabundna lausn sé að ræða til að koma störfum nefndarinnar í rétt horf. Ef og þegar aðstæður breytast eru stjórnarflokkarnir reiðubúnir að endurskoða þessa stöðu og telja raunar mikilvægt að slíkt endurmat eigi sér stað fyrir þinglok. Þar sem hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða líta stjórnarflokkarnir ekki svo á að taka þurfi upp allt samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis að svo stöddu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Bergþór sneri aftur á þing í janúar síðastliðnum eftir tímabundið leyfi sem hann tók sér í kjölfar Klaustursmálsins. Hann tók þar með aftur við formennsku umhverfis- og samgöngunefndar, sem mætti töluverðri andstöðu nefndarmanna.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Í tilkynningu Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins segir að umhverfis- og samgöngunefnd hafi verið óstarfhæf um tíma, sem ætla má að hafi verið vegna endurkomu Bergþórs, en fundur nefndarinnar í morgun var sá fyrsti síðan 29. janúar. „Þingflokksformenn allra flokka hafa leitað leiða til að vinna úr stöðunni, án árangurs. Samkvæmt samkomulagi um nefndarformennsku minnihlutans kom þessi nefndarformennska í hlut Miðflokksins. Miðflokkurinn hefur ekki viljað skipta um sinn fulltrúa í nefndinni,“ segir í tilkynningu.Leita lausnar sem allir sætta sig við Bergþór hafi nú kosið að stíga til hliðar úr formannssætinu. Þá muni Jón Gunnarsson taka við formennsku í nefndinni tímabundið „á meðan reynt er að finna lausn í málinu sem allir geta sætt sig við“. Ari Trausti Guðmundsson tekur við sem 1. varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir verður 2. varaformaður. Ekki þyki þó tilefni til að fara eftir samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis þar sem um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. „Hluti af ábyrgð þeirra sem hafa meirihluta á Alþingi er að tryggja að störf þingsins geti gengið eðlilega fyrir sig. Því telja þingmenn stjórnarflokkanna eðlilegt að þetta sé lausnin á meðan samkomulag næst ekki um annað fyrirkomulag,“ segir í tilkynningu. „Það er öllum ljóst að um tímabundna lausn sé að ræða til að koma störfum nefndarinnar í rétt horf. Ef og þegar aðstæður breytast eru stjórnarflokkarnir reiðubúnir að endurskoða þessa stöðu og telja raunar mikilvægt að slíkt endurmat eigi sér stað fyrir þinglok. Þar sem hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða líta stjórnarflokkarnir ekki svo á að taka þurfi upp allt samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis að svo stöddu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00
Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12